Eltir draumana og þarf að færa fórnir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júní 2025 20:00 Ágúst Þór Brynjarsson var að senda frá sér lagið Á leiðinni. Jóndís Inga Hinriksdóttir „Lagið var samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson sem var að senda frá sér lagið Á leiðinni. Ágúst Þór er 25 ára gamall og hefur komið víða við í tónlistinni, þar á meðal með hljómsveitinni Stuðlabandinu og sem þátttakandi í Söngvakeppninni fyrr á árinu. Hann er sömuleiðis farinn að gefa út tónlist undir eigin nafni og er margt spennandi á döfinni hjá honum. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Ágúst - Á leiðinni Rétt náði fluginu Ágúst Þór er sömuleiðis faðir og sýnir persónulegar hliðar í þessu nýja lagi. „Á leiðinni fjallar svolítið um mitt líf síðastliðna mánuði. Ég hef verið mikið á flakkinu á milli landshluta og einhvern veginn er ég alltaf á leiðinni eitthvert. Sömuleiðis sæki ég innblástur í tilfinningu sem margir þekkja, að vera að elta draumana sína og þurfa í staðinn að fórna einhverju eða missa af. Þú ert að leggja svo hart að þér en værir alveg til í að geta á sama tíma verið heima með fjölskyldu og vinum.“ Feðgarnir Ágúst Þór og Emil Hugi. Aðsend Hugmyndin kom til hans á svolítið krefjandi stundu. „Lagið var í raun samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs. Öll flug lágu niðri, ég var í bænum að spila og virtist ekki vera að fara að komast heim í afmælið hjá stráknum mínum. Sem betur fer náði ég síðasta fluginu áður en óveðrið skall á og ég komst heim í tæka tíð.“ Textinn flæddi upp úr honum Hann segir það gjarnan einkennandi fyrir Íslendinga að vera stöðugt á þeytingi. „Við erum svo oft að flýta okkur og í kappi við tímann eða næstu verkefni. Ég get svo sannarlega tengt við það að reyna halda mörgum boltum á lofti og því kom textinn að þessu lagi bara flæðandi upp úr mér.“ Á leiðinni er þriðja lagið sem Ágúst gefur út á þessu ári. „Lagið er samið af sjálfum mér og Hákoni Guðna Hjartarsyni. Við fengum svo meistara Halldór Gunnar Fjallabróðir til að spila á gítar inn á lagið. Lagið er mixað af Sæþóri Kristjánssyni og Ben Pramuk masteraði.“ View this post on Instagram A post shared by ÁGÚST (@agustbrynjarsmusic) Það eru spennandi verkefni framundan hjá þessum tónlistarmanni. „Ég er að gefa út annað lag í næstu viku með Jóni Jónssyni fyrir Norðurálsmótið í knattspyrnu en lagið er samið af Jóni Jónssyni og flutt af mér. Það verður frumflutt á Akranesi þann 21. júní á setningarhátíð Norðurálsmótsins og kemur út á föstudaginn,“ segir Ágúst að lokum en hér má hlusta á hann á streymisveitunni Spotify. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ágúst Þór er 25 ára gamall og hefur komið víða við í tónlistinni, þar á meðal með hljómsveitinni Stuðlabandinu og sem þátttakandi í Söngvakeppninni fyrr á árinu. Hann er sömuleiðis farinn að gefa út tónlist undir eigin nafni og er margt spennandi á döfinni hjá honum. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Ágúst - Á leiðinni Rétt náði fluginu Ágúst Þór er sömuleiðis faðir og sýnir persónulegar hliðar í þessu nýja lagi. „Á leiðinni fjallar svolítið um mitt líf síðastliðna mánuði. Ég hef verið mikið á flakkinu á milli landshluta og einhvern veginn er ég alltaf á leiðinni eitthvert. Sömuleiðis sæki ég innblástur í tilfinningu sem margir þekkja, að vera að elta draumana sína og þurfa í staðinn að fórna einhverju eða missa af. Þú ert að leggja svo hart að þér en værir alveg til í að geta á sama tíma verið heima með fjölskyldu og vinum.“ Feðgarnir Ágúst Þór og Emil Hugi. Aðsend Hugmyndin kom til hans á svolítið krefjandi stundu. „Lagið var í raun samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs. Öll flug lágu niðri, ég var í bænum að spila og virtist ekki vera að fara að komast heim í afmælið hjá stráknum mínum. Sem betur fer náði ég síðasta fluginu áður en óveðrið skall á og ég komst heim í tæka tíð.“ Textinn flæddi upp úr honum Hann segir það gjarnan einkennandi fyrir Íslendinga að vera stöðugt á þeytingi. „Við erum svo oft að flýta okkur og í kappi við tímann eða næstu verkefni. Ég get svo sannarlega tengt við það að reyna halda mörgum boltum á lofti og því kom textinn að þessu lagi bara flæðandi upp úr mér.“ Á leiðinni er þriðja lagið sem Ágúst gefur út á þessu ári. „Lagið er samið af sjálfum mér og Hákoni Guðna Hjartarsyni. Við fengum svo meistara Halldór Gunnar Fjallabróðir til að spila á gítar inn á lagið. Lagið er mixað af Sæþóri Kristjánssyni og Ben Pramuk masteraði.“ View this post on Instagram A post shared by ÁGÚST (@agustbrynjarsmusic) Það eru spennandi verkefni framundan hjá þessum tónlistarmanni. „Ég er að gefa út annað lag í næstu viku með Jóni Jónssyni fyrir Norðurálsmótið í knattspyrnu en lagið er samið af Jóni Jónssyni og flutt af mér. Það verður frumflutt á Akranesi þann 21. júní á setningarhátíð Norðurálsmótsins og kemur út á föstudaginn,“ segir Ágúst að lokum en hér má hlusta á hann á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“