Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Samúel Karl Ólason og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 9. júní 2025 22:46 Halldór segir starfsmenn Myrkur Games hafa farið víða um land og skannað náttúruperlur, eins og Sólheimajökul, Kirkjufell, Stuðlagil og Reynisfjöru til að geta notað í leiknum. Myrkur Games Eftir margra ára vinnu hafa forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games í fyrsta sinn birt myndefni beint úr væntanlegum tölvuleik þeirra Echoes of the End auk þess sem útgáfutími hefur verið tilkynntur en leikurinn verður gefinn út í sumar. Halldór Snær Kristjánsson, forstjóri fyrirtækisins, sem stofnað var fyrir níu árum síðan, segir um risa tímamót að ræða. „Þetta er náttúrulega gaman, ég vill oft meina að við séum búin að sitja á mest spennandi leyndarmáli á Íslandi núna í smá tíma. Við erum búin að vera í fimm ár núna með þetta á lás og slá og ekkert getað talað um þetta verkefni, þannig það er geggjað núna að geta farið með þetta út og deilt með heiminum hvað við erum búin að vera að vinna í myrkrinu.“ Echoes of the End er þriðju persónu ævintýra- og hasarleikur þar sem Aldís Amah Hamilton og Karl Ágúst Úlfsson fara með aðalhlutverk. Í leiknum munu spilarar, samkvæmt tilkynningu, kljást við erfiða andstæðinga í spennandi bardögum, leysa fjölbreyttar þrautir og upplifa hjartnæma sögu um fórn og brostin fjölskyldubönd. Allt á þetta sér stað í ævintýraheimi sem er innblásinn af dramatísku landslagi Íslands. Sjá einnig: Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Halldór segir starfsmenn Myrkur Games hafa farið víða um land og skannað náttúruperlur, eins og Sólheimajökul, Kirkjufell, Stuðlagil og Reynisfjöru til að geta notað í leiknum. Um risaverkefni er að ræða og mikil spenna í loftinu hjá Myrkur að leyfa landsmönnum og heiminum öllum loksins að sjá afraksturinn. Óli Jóels, úr GameTíví, kíkti einnig í heimsókn til Myrkur Games á dögunum. Hann spjallaði við þau Aldísi og Kristján. Í því viðtali fór Aldís meðal annars yfir það hvernig það er að leika í tölvuleik og hvernig ferlið virkar. Leikjavísir Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Halldór Snær Kristjánsson, forstjóri fyrirtækisins, sem stofnað var fyrir níu árum síðan, segir um risa tímamót að ræða. „Þetta er náttúrulega gaman, ég vill oft meina að við séum búin að sitja á mest spennandi leyndarmáli á Íslandi núna í smá tíma. Við erum búin að vera í fimm ár núna með þetta á lás og slá og ekkert getað talað um þetta verkefni, þannig það er geggjað núna að geta farið með þetta út og deilt með heiminum hvað við erum búin að vera að vinna í myrkrinu.“ Echoes of the End er þriðju persónu ævintýra- og hasarleikur þar sem Aldís Amah Hamilton og Karl Ágúst Úlfsson fara með aðalhlutverk. Í leiknum munu spilarar, samkvæmt tilkynningu, kljást við erfiða andstæðinga í spennandi bardögum, leysa fjölbreyttar þrautir og upplifa hjartnæma sögu um fórn og brostin fjölskyldubönd. Allt á þetta sér stað í ævintýraheimi sem er innblásinn af dramatísku landslagi Íslands. Sjá einnig: Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Halldór segir starfsmenn Myrkur Games hafa farið víða um land og skannað náttúruperlur, eins og Sólheimajökul, Kirkjufell, Stuðlagil og Reynisfjöru til að geta notað í leiknum. Um risaverkefni er að ræða og mikil spenna í loftinu hjá Myrkur að leyfa landsmönnum og heiminum öllum loksins að sjá afraksturinn. Óli Jóels, úr GameTíví, kíkti einnig í heimsókn til Myrkur Games á dögunum. Hann spjallaði við þau Aldísi og Kristján. Í því viðtali fór Aldís meðal annars yfir það hvernig það er að leika í tölvuleik og hvernig ferlið virkar.
Leikjavísir Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira