Fyrirliði Man. Utd íhugar alvarlega risatilboð frá Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 09:32 Bruno Fernandes hefur verið besti leikmaður Manchester United síðustu ár en gæti verið á förum frá félaginu. Getty/Annice Lyn Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og samþykkja gríðarhátt tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Hann gæti spilað með liðinu á HM félagsliða í júní. Virtir miðlar á borð við BBC og The Athletic fjalla um þetta í dag og ljóst að hinn þrítugi Fernandes, sem er með samning við United til 2027 með möguleika á árs framlengingu, virðist tilbúinn að hugsa sér til hreyfings. Fulltrúar Portúgalans munu hafa hitt forráðamenn Al-Hilal á undanförnum dögum til nánari viðræðna, á meðan United-liðið er í ferðalagi sínu í Asíu. Það er líka spurning hvort Fernandes hafi heyrt í vini sínum Jóhanni Berg Guðmundssyni og spurt út í tilveruna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt BBC er Manchester United „afslappað“ yfir stöðunni og hugsanlega tilbúið að missa Fernandes, jafnvel þó að hann hafi verið valinn leikmaður ársins fjögur ár í röð og mögulega séð til þess að liðið lenti ekki hreinlega í fallhættu í vetur. Ruben Amorim, sem lýst hafi yfir áhuga á að halda Fernandes, viti vel að með því að selja Fernandes fyrir 80 milljónir punda opnist möguleikar á að endurnýja leikmannahópinn almennilega. Bruno Fernandes’ Manchester United career to date by numbers:290 games 702 chances created 182 goals involvements 98 goals 84 assists 4 POTS awards 2 trophies If this is the end, thank you. 🫡 pic.twitter.com/bG5ddo84DU— SimplyUtd (@SimplyUtd) May 30, 2025 Amorim var spurður út í stöðuna á Fernandes, í Asíuferð United, og svaraði: „Við tölum oft um þetta. Þið sjáið það alveg á frammistöðunni. Þið sjáið það á leiðtogahæfninni. Þið sjáið ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum. Á erfiðum augnablikum er Bruno alltaf sá sem axlar ábyrgð. Hann ætti líka gera það því hann er fyrirliðinn.“ Þó að Fernandes sé einn launahæsti leikmaður United þá er talið að hann myndi tvöfalda laun sín með því að samþykkja að fara til Sádi-Arabíu. Forráðamenn Al-Hilal eru staðráðnir í að sækja stórstjörnu áður en HM félagsliða hefst, þar sem liðið mætir Real Madrid, Red Bull Salzburg og Pachuca frá Mexíkó í riðlakeppninni. Fernandes skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur og hefur alls skorað 98 mörk í 290 leikjum síðan United keypti hann frá Sporting Lissabon í janúar 2020, fyrir 47 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Virtir miðlar á borð við BBC og The Athletic fjalla um þetta í dag og ljóst að hinn þrítugi Fernandes, sem er með samning við United til 2027 með möguleika á árs framlengingu, virðist tilbúinn að hugsa sér til hreyfings. Fulltrúar Portúgalans munu hafa hitt forráðamenn Al-Hilal á undanförnum dögum til nánari viðræðna, á meðan United-liðið er í ferðalagi sínu í Asíu. Það er líka spurning hvort Fernandes hafi heyrt í vini sínum Jóhanni Berg Guðmundssyni og spurt út í tilveruna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt BBC er Manchester United „afslappað“ yfir stöðunni og hugsanlega tilbúið að missa Fernandes, jafnvel þó að hann hafi verið valinn leikmaður ársins fjögur ár í röð og mögulega séð til þess að liðið lenti ekki hreinlega í fallhættu í vetur. Ruben Amorim, sem lýst hafi yfir áhuga á að halda Fernandes, viti vel að með því að selja Fernandes fyrir 80 milljónir punda opnist möguleikar á að endurnýja leikmannahópinn almennilega. Bruno Fernandes’ Manchester United career to date by numbers:290 games 702 chances created 182 goals involvements 98 goals 84 assists 4 POTS awards 2 trophies If this is the end, thank you. 🫡 pic.twitter.com/bG5ddo84DU— SimplyUtd (@SimplyUtd) May 30, 2025 Amorim var spurður út í stöðuna á Fernandes, í Asíuferð United, og svaraði: „Við tölum oft um þetta. Þið sjáið það alveg á frammistöðunni. Þið sjáið það á leiðtogahæfninni. Þið sjáið ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum. Á erfiðum augnablikum er Bruno alltaf sá sem axlar ábyrgð. Hann ætti líka gera það því hann er fyrirliðinn.“ Þó að Fernandes sé einn launahæsti leikmaður United þá er talið að hann myndi tvöfalda laun sín með því að samþykkja að fara til Sádi-Arabíu. Forráðamenn Al-Hilal eru staðráðnir í að sækja stórstjörnu áður en HM félagsliða hefst, þar sem liðið mætir Real Madrid, Red Bull Salzburg og Pachuca frá Mexíkó í riðlakeppninni. Fernandes skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur og hefur alls skorað 98 mörk í 290 leikjum síðan United keypti hann frá Sporting Lissabon í janúar 2020, fyrir 47 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn