GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 14:04 Jason Duval, önnur söguhetja GTA 6. Rockstar Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met. Á fyrsta sólarhringnum fóru áhorfstölur stiklunnar upp í 475 milljónir, á öllum efnisveitum. Þetta segja forsvarsmenn Rockstar, í samtali við Hollywood Reporter, vera nýtt met og eiginlega rúst á gömlu meti stiklu Deadpool og Wolverine, sem fór í 365 milljónir áhorfa á fyrsta sólarhringnum. Lagið Hot Together, eftir Pointer Sisters, var einnig í stiklunni en frá Spotify fengu blaðamenn HR þær upplýsingar að spilun á laginu hefði rokið upp um heil 182 þúsund prósent eftir að stiklan var fyrst birt. Fyrsta stikla GTA 6 fór í 93 milljónir á fyrsta sólarhringnum. Fimmti leikurinn í seríunni vinsælu kom fyrst út árið 2013 og þá á PlayStation 3. Hann hefur nokkrum sinnum verið endurgerður og uppfærður en Rockstar hefur malað gull á leiknum. Þó nokkur ár eru síðan hann varð arðvænasta skemmtanaafurð sögunnar. Financial Times sagði frá því í desember að samkvæmt áætlunum Take Two, útgefanda GTA, yrðu tekjur af sölu leiksins og netspilun um 3,2 milljarðar dala. Það samsvarar um 412 milljörðum króna. Sérfræðingar fyrirtækisins búast við því að fyrirtækið muni fá meira en milljarð dala með forsölu. Hvað framleiðsla leiksins hefur kostað og mun kosta, auk auglýsingaherferðar og annars kostnaðar liggur ekki fyrir. Áætlanir hafa verið allt frá átta hundruð milljónum dala og upp í tvo milljarða. Áætlað er að tekjurnar af GTA 5 frá því hann kom fyrst út, slagi í tíu milljarða dala. Leikjavísir Menning Tengdar fréttir Ný stikla úr GTA VI Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026. 6. maí 2025 17:52 Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Grand Theft Auto VI er loks kominn með útgáfudag og á hann að koma út þann 26. maí á næsta ári. Til stóð að leikurinn kæmi út á þessu ári en í tilkynningu frá útgáfufélaginu Rockstar er beðist velvirðingar á því að útgáfa hann hafi tafist. 2. maí 2025 11:39 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Á fyrsta sólarhringnum fóru áhorfstölur stiklunnar upp í 475 milljónir, á öllum efnisveitum. Þetta segja forsvarsmenn Rockstar, í samtali við Hollywood Reporter, vera nýtt met og eiginlega rúst á gömlu meti stiklu Deadpool og Wolverine, sem fór í 365 milljónir áhorfa á fyrsta sólarhringnum. Lagið Hot Together, eftir Pointer Sisters, var einnig í stiklunni en frá Spotify fengu blaðamenn HR þær upplýsingar að spilun á laginu hefði rokið upp um heil 182 þúsund prósent eftir að stiklan var fyrst birt. Fyrsta stikla GTA 6 fór í 93 milljónir á fyrsta sólarhringnum. Fimmti leikurinn í seríunni vinsælu kom fyrst út árið 2013 og þá á PlayStation 3. Hann hefur nokkrum sinnum verið endurgerður og uppfærður en Rockstar hefur malað gull á leiknum. Þó nokkur ár eru síðan hann varð arðvænasta skemmtanaafurð sögunnar. Financial Times sagði frá því í desember að samkvæmt áætlunum Take Two, útgefanda GTA, yrðu tekjur af sölu leiksins og netspilun um 3,2 milljarðar dala. Það samsvarar um 412 milljörðum króna. Sérfræðingar fyrirtækisins búast við því að fyrirtækið muni fá meira en milljarð dala með forsölu. Hvað framleiðsla leiksins hefur kostað og mun kosta, auk auglýsingaherferðar og annars kostnaðar liggur ekki fyrir. Áætlanir hafa verið allt frá átta hundruð milljónum dala og upp í tvo milljarða. Áætlað er að tekjurnar af GTA 5 frá því hann kom fyrst út, slagi í tíu milljarða dala.
Leikjavísir Menning Tengdar fréttir Ný stikla úr GTA VI Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026. 6. maí 2025 17:52 Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Grand Theft Auto VI er loks kominn með útgáfudag og á hann að koma út þann 26. maí á næsta ári. Til stóð að leikurinn kæmi út á þessu ári en í tilkynningu frá útgáfufélaginu Rockstar er beðist velvirðingar á því að útgáfa hann hafi tafist. 2. maí 2025 11:39 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Ný stikla úr GTA VI Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026. 6. maí 2025 17:52
Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Grand Theft Auto VI er loks kominn með útgáfudag og á hann að koma út þann 26. maí á næsta ári. Til stóð að leikurinn kæmi út á þessu ári en í tilkynningu frá útgáfufélaginu Rockstar er beðist velvirðingar á því að útgáfa hann hafi tafist. 2. maí 2025 11:39