Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 17:46 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, heilsar Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir fyrri leik liðanna á þessu tímabili. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, talaði um Liverpool á blaðamannafundi sínum fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain. Arsenal er 1-0 undir eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum en þetta er eini möguleiki liðsins á því að vinna titil á þessu tímabili. Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn á dögunum en þá voru enn fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni. Arsenal er fimmtán stigum á eftir Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Arteta virtist skjóta á Liverpool á blaðamannafundi fyrir PSG leikinn. „Þú verður að vera á réttum stað á réttum tíma til þess að vinna titla. Liverpool hefur núna unnið titilinn með færri stig en við höfum náð í undanfarin tvö tímabil. Ef staðan hefði verið sú sama þá værum við með tvo meistaratitla á síðustu tveimur árum,“ sagði Mikel Arteta. Liverpool er með 82 stig en liðið tapaði síðasta leik sem var á móti Chelsea. Arsenal var með 89 stig og 84 stig í öðru sætinu á eftir Manchester City undanfarin tvö tímabil. Liverpool á enn möguleika á því að ná 91 stigi og kannski talaði Arteta of snemma. Einn af þeim þremur leikjum sem eru eftir er leikur Liverpool og Arsenal á Anfield á sunnudaginn kemur. Sá leikur verður enn áhugaverðari eftir ummæli eins og þessi. „Vonandi verðum við á réttum tíma á réttum stað í París og vinnum okkur réttinn að spila í úrslitaleiknum,“ sagði Arteta. Leikur Paris Saint Germain og Arsenal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 18.30. "With the points over the last two seasons, we would have two Premier Leagues" 🤔 Mikel Arteta believes Arsenal have been unlucky after Liverpool won the title with fewer points than them in the last two seasons 🏆 pic.twitter.com/D4LTT7ogpc— Sky Sports (@SkySports) May 7, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Arsenal er 1-0 undir eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum en þetta er eini möguleiki liðsins á því að vinna titil á þessu tímabili. Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn á dögunum en þá voru enn fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni. Arsenal er fimmtán stigum á eftir Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Arteta virtist skjóta á Liverpool á blaðamannafundi fyrir PSG leikinn. „Þú verður að vera á réttum stað á réttum tíma til þess að vinna titla. Liverpool hefur núna unnið titilinn með færri stig en við höfum náð í undanfarin tvö tímabil. Ef staðan hefði verið sú sama þá værum við með tvo meistaratitla á síðustu tveimur árum,“ sagði Mikel Arteta. Liverpool er með 82 stig en liðið tapaði síðasta leik sem var á móti Chelsea. Arsenal var með 89 stig og 84 stig í öðru sætinu á eftir Manchester City undanfarin tvö tímabil. Liverpool á enn möguleika á því að ná 91 stigi og kannski talaði Arteta of snemma. Einn af þeim þremur leikjum sem eru eftir er leikur Liverpool og Arsenal á Anfield á sunnudaginn kemur. Sá leikur verður enn áhugaverðari eftir ummæli eins og þessi. „Vonandi verðum við á réttum tíma á réttum stað í París og vinnum okkur réttinn að spila í úrslitaleiknum,“ sagði Arteta. Leikur Paris Saint Germain og Arsenal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 18.30. "With the points over the last two seasons, we would have two Premier Leagues" 🤔 Mikel Arteta believes Arsenal have been unlucky after Liverpool won the title with fewer points than them in the last two seasons 🏆 pic.twitter.com/D4LTT7ogpc— Sky Sports (@SkySports) May 7, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti