Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. apríl 2025 10:02 Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Indó, tekur úr uppþvottavélinni á morgnana á meðan kaffivélin hitnar. Viljandi lætur hann glamra vel í diskum og glösum eða allt þar til unglingarnir á heimilinu enda með að fara á lappir sökum hávaða. Næst er svo að fara með rótsterka kaffið og tannlausa hundinn út í garð. Vísir/Anton Brink Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan hringir klukkan 6:45 á morgnana en ég kemst sjaldnast á lappir fyrr en þremur korterum síðar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Það fyrsta sem ég geri er að setja kaffivélina í gang. Á meðan hún hitnar tek ég upp úr uppþvottavélinni og læt glamra vel í diskum og glösum þangað til að að unglingarnir fara á lappir. Þegar það hefur tekist, rista ég brauð, helli upp á rótsterkt kaffi og fer með hundinn út í garð. Meðan hann hafði tennur þá kastaði ég hundakexi yfir garðflötina og horfði á meðan hann leitaði að því. En núna er hann tannlaus og á blautfæði svo það gengur ekki lengur.“ Á skalanum 1-10, hversu mikill grallari ertu? „Grallaraskapurinn hjá mér sveiflast á milli eins og tíu, allt eftir því hvort ég er á kafi í verkefni eða í lausum gír. Þegar ég er djúpt sokkinn á ég í alvöru erfitt með að detta í hug sniðuga hluti til að stríða samstarfsfólki og er ekki móttækilegur fyrir grallaraskap. Teymið er löngu búið að læra inn á mig og stundum gera þau í því að trufla mig viljandi þegar þetta er staðan. En þegar ég er á milli verkefna eða í smá pásu, þá springur grallaraorkan fram. Ég á ýmis trix til að drepa tímann þegar ég er í lausum gír, til dæmis ganga frá í eldhúsinu, safna saman óhreinu leirtaui frá samstarfsfólki eða bursta tennur og þá veit teymið að grallarinn er kominn á vakt. Á föstudögum vil ég hafa grúví tónlist og jafnvel taka nokkur dansspor.“ Tryggvi fer yfir komandi vinnuviku á sunnudögum en skoðar dagatalið sitt á morgnana þegar hann burstar tennurnar. Tryggvi gengur til og frá vinnu. Nýtir gönguna í vinnuna til að skipuleggja daginn en gönguna heim til að skilja við vinnudaginn.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru alltaf margir boltar á lofti í indó. Við opnuðum nýverið fyrir sameiginlega reikninga í dúett sem er paraupplifun í fjármálum og erum að fá alveg frábærar viðtökur. Við sjáum mikla aukningu bæði í nýskráningum og notkun og erum nú með rúmlega 82.000 viðskiptavini. Þar af er um helmingur sem notar indó kortið í hverri einustu viku í öll sín daglegu útgjöld og sífellt fleiri kjósa að nota indó sem sinn launareikning. Svo tók ég nýverið stöðu framkvæmdastjóra indó og það eru auðvitað ný verkefni og nýjar áskoranir sem fylgja því að taka við þeirri stöðu af meðstofnanda mínum. Mitt hlutverk sem framkvæmdastjóri er að setja stefnu og markmið. Mikilvægast að ná í framúrskarandi fólk og gefa því frelsi til að ákveða leiðir og fullan stuðning til að framkvæma. Það veitir mér mikla orku að hrærast með teyminu. Á hverjum degi leitast ég eftir að eiga óformleg samtöl við viðskiptavini og teymið til að fá endurgjöf á það hvar við getum gert betur, fylgjast með stöðu verkefna og leita að leiðum til að hreyfa hlutina hraðar. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Það hefur gefist mér vel að nota stund á sunnudegi til að horfa yfir komandi viku og undirbúa í huganum mikilvægu verkefnin og samtölin framundan. Á morgnana, yfirleitt á meðan ég bursta tennurnar, skoða ég dagbókina og svo geng svo ég til vinnu. Þann tíma nota ég til að skipuleggja daginn. Í lok dags, loka ég deginum með því að skrifa í dagbókina og geng síðan heim og reyni að skilja við vinnudaginn á leiðinni heim. Þetta hljómar skipulegar en það er í alvörunni. Það er sífelld áskorun að forgangsraða því sem kallar eftir athygli í metnaðarfullu og ört vaxandi fyrirtæki og ég geri mér vel grein fyrir því að einn kemst ég ekki neitt. Þannig að ég er duglegur að fá hjálp frá teyminu og það skemmtilegasta sem ég veit er að sjá ungt fólk vaxa hratt og takast á við nýjar áskoranir. Hlutir hreyfast hratt hjá indó.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er oftast kominn upp í rúm á milli tíu og ellefu. Yfirleitt les ég þangað ég sofna.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð. 5. apríl 2025 10:02 „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01 „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02 Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04 Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02 Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vekjaraklukkan hringir klukkan 6:45 á morgnana en ég kemst sjaldnast á lappir fyrr en þremur korterum síðar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Það fyrsta sem ég geri er að setja kaffivélina í gang. Á meðan hún hitnar tek ég upp úr uppþvottavélinni og læt glamra vel í diskum og glösum þangað til að að unglingarnir fara á lappir. Þegar það hefur tekist, rista ég brauð, helli upp á rótsterkt kaffi og fer með hundinn út í garð. Meðan hann hafði tennur þá kastaði ég hundakexi yfir garðflötina og horfði á meðan hann leitaði að því. En núna er hann tannlaus og á blautfæði svo það gengur ekki lengur.“ Á skalanum 1-10, hversu mikill grallari ertu? „Grallaraskapurinn hjá mér sveiflast á milli eins og tíu, allt eftir því hvort ég er á kafi í verkefni eða í lausum gír. Þegar ég er djúpt sokkinn á ég í alvöru erfitt með að detta í hug sniðuga hluti til að stríða samstarfsfólki og er ekki móttækilegur fyrir grallaraskap. Teymið er löngu búið að læra inn á mig og stundum gera þau í því að trufla mig viljandi þegar þetta er staðan. En þegar ég er á milli verkefna eða í smá pásu, þá springur grallaraorkan fram. Ég á ýmis trix til að drepa tímann þegar ég er í lausum gír, til dæmis ganga frá í eldhúsinu, safna saman óhreinu leirtaui frá samstarfsfólki eða bursta tennur og þá veit teymið að grallarinn er kominn á vakt. Á föstudögum vil ég hafa grúví tónlist og jafnvel taka nokkur dansspor.“ Tryggvi fer yfir komandi vinnuviku á sunnudögum en skoðar dagatalið sitt á morgnana þegar hann burstar tennurnar. Tryggvi gengur til og frá vinnu. Nýtir gönguna í vinnuna til að skipuleggja daginn en gönguna heim til að skilja við vinnudaginn.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru alltaf margir boltar á lofti í indó. Við opnuðum nýverið fyrir sameiginlega reikninga í dúett sem er paraupplifun í fjármálum og erum að fá alveg frábærar viðtökur. Við sjáum mikla aukningu bæði í nýskráningum og notkun og erum nú með rúmlega 82.000 viðskiptavini. Þar af er um helmingur sem notar indó kortið í hverri einustu viku í öll sín daglegu útgjöld og sífellt fleiri kjósa að nota indó sem sinn launareikning. Svo tók ég nýverið stöðu framkvæmdastjóra indó og það eru auðvitað ný verkefni og nýjar áskoranir sem fylgja því að taka við þeirri stöðu af meðstofnanda mínum. Mitt hlutverk sem framkvæmdastjóri er að setja stefnu og markmið. Mikilvægast að ná í framúrskarandi fólk og gefa því frelsi til að ákveða leiðir og fullan stuðning til að framkvæma. Það veitir mér mikla orku að hrærast með teyminu. Á hverjum degi leitast ég eftir að eiga óformleg samtöl við viðskiptavini og teymið til að fá endurgjöf á það hvar við getum gert betur, fylgjast með stöðu verkefna og leita að leiðum til að hreyfa hlutina hraðar. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Það hefur gefist mér vel að nota stund á sunnudegi til að horfa yfir komandi viku og undirbúa í huganum mikilvægu verkefnin og samtölin framundan. Á morgnana, yfirleitt á meðan ég bursta tennurnar, skoða ég dagbókina og svo geng svo ég til vinnu. Þann tíma nota ég til að skipuleggja daginn. Í lok dags, loka ég deginum með því að skrifa í dagbókina og geng síðan heim og reyni að skilja við vinnudaginn á leiðinni heim. Þetta hljómar skipulegar en það er í alvörunni. Það er sífelld áskorun að forgangsraða því sem kallar eftir athygli í metnaðarfullu og ört vaxandi fyrirtæki og ég geri mér vel grein fyrir því að einn kemst ég ekki neitt. Þannig að ég er duglegur að fá hjálp frá teyminu og það skemmtilegasta sem ég veit er að sjá ungt fólk vaxa hratt og takast á við nýjar áskoranir. Hlutir hreyfast hratt hjá indó.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er oftast kominn upp í rúm á milli tíu og ellefu. Yfirleitt les ég þangað ég sofna.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð. 5. apríl 2025 10:02 „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01 „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02 Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04 Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02 Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð. 5. apríl 2025 10:02
„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01
„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02
Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15. mars 2025 10:04
Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 8. mars 2025 10:02