Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 10:18 Ólafur Arnalds og Loreen gáfu út stuttmyndina SAGES í gær og tvö lög af samnefndri stuttskífu. Sunna Ben Eurovision-stjarnan Loreen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gáfu í gær út tvöfalda smáskífu undir nafninu SAGES og frumsýndu nýtt tónlistarmyndband sem var tekið upp á Íslandi og leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í tilkynningu frá sveitinni kemur fram að þegar Loreen vann að lokaundirbúningi fyrir flutning sinn í Eurovision á vordögum 2023 hafi hún byrjað að spjalla við Ólaf Arnalds á Instagram. Helgina eftir að Loreen vann Eurovision (í annað sinn) fyrir lagið „Tattoo“ þann 13. maí 2023 var hún komin til landsins til að vinna með Ólafi að nýrri tónlist. Afrakstur þeirrar vinnu leit dagsins ljós í gær, tæpum tveimur árum síðar, í formi tvöfaldrar smáskífu með lögunum „In The Sound Of Breathing og „Opening“. „Við Loreen erum stolt og spennt að deila með ykkur fyrsta hlutanum af SAGES. Við höfum unnið í þessu verkefni í 2 ár núna. Þegar við byrjuðum þekktumst við ekki neitt en fundum einhvern vegin bæði á okkur hvað við þyrftum að segja, tónlistarlega séð,“ sagði Ólafur Arnalds í tilefni útgáfunnar. Lögin tvö eru hluti af þriggja laga stuttskífunni SAGES sem kemur í heild sinni út 21. mars og virðist tvíeykið einnig ganga undir því nafni. Útgefandi laganna er Mercury KX / Decca. Innblástur sóttur til danssjúkra Strassborgara „Snemma kom upp sú hugmynd að gera tónlistarmynd samhliða verkunum, hugmyndafræðilegur þráður byrjaði að myndast sem Þóra Hilmars leikstjóri tók svo við og batt endahnútinn á. Í huga okkar Loreen getur tónlistin ekki lifað án myndarinnar og öfugt,“ segir Ólafur Stuttmyndin SAGES var tekin upp á Íslandi um miðjan vetur sem listamennirnir létu ekki á sig fá en bæði Ólafur og Loreen leika í myndinni. Myndin er innblásin af raunverulegum atburði úr mannkynssögunni, dans-plágunni í Strasbourg árið 1518. Árið 1518 dönsuðu tugir manna linnulaust í margar vikur í Strasbourg af óútskýrðum ástæðum.SAGES Eins og fram kom að ofan leikstýrir Þóra Hilmarsdóttir stuttmyndinni en hún hefur áður unnið með Ólafi að tónlistarmyndböndum fyrir lögin re:member og unfold. Kvikmyndatökumaður var Þór Elíasson og framleiðendur voru Erlendur Sveinsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Tónlist Svíþjóð Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í tilkynningu frá sveitinni kemur fram að þegar Loreen vann að lokaundirbúningi fyrir flutning sinn í Eurovision á vordögum 2023 hafi hún byrjað að spjalla við Ólaf Arnalds á Instagram. Helgina eftir að Loreen vann Eurovision (í annað sinn) fyrir lagið „Tattoo“ þann 13. maí 2023 var hún komin til landsins til að vinna með Ólafi að nýrri tónlist. Afrakstur þeirrar vinnu leit dagsins ljós í gær, tæpum tveimur árum síðar, í formi tvöfaldrar smáskífu með lögunum „In The Sound Of Breathing og „Opening“. „Við Loreen erum stolt og spennt að deila með ykkur fyrsta hlutanum af SAGES. Við höfum unnið í þessu verkefni í 2 ár núna. Þegar við byrjuðum þekktumst við ekki neitt en fundum einhvern vegin bæði á okkur hvað við þyrftum að segja, tónlistarlega séð,“ sagði Ólafur Arnalds í tilefni útgáfunnar. Lögin tvö eru hluti af þriggja laga stuttskífunni SAGES sem kemur í heild sinni út 21. mars og virðist tvíeykið einnig ganga undir því nafni. Útgefandi laganna er Mercury KX / Decca. Innblástur sóttur til danssjúkra Strassborgara „Snemma kom upp sú hugmynd að gera tónlistarmynd samhliða verkunum, hugmyndafræðilegur þráður byrjaði að myndast sem Þóra Hilmars leikstjóri tók svo við og batt endahnútinn á. Í huga okkar Loreen getur tónlistin ekki lifað án myndarinnar og öfugt,“ segir Ólafur Stuttmyndin SAGES var tekin upp á Íslandi um miðjan vetur sem listamennirnir létu ekki á sig fá en bæði Ólafur og Loreen leika í myndinni. Myndin er innblásin af raunverulegum atburði úr mannkynssögunni, dans-plágunni í Strasbourg árið 1518. Árið 1518 dönsuðu tugir manna linnulaust í margar vikur í Strasbourg af óútskýrðum ástæðum.SAGES Eins og fram kom að ofan leikstýrir Þóra Hilmarsdóttir stuttmyndinni en hún hefur áður unnið með Ólafi að tónlistarmyndböndum fyrir lögin re:member og unfold. Kvikmyndatökumaður var Þór Elíasson og framleiðendur voru Erlendur Sveinsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir.
Tónlist Svíþjóð Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist