Dusta rykið af danssokkunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2025 16:32 Hljómsveitin Milkywhale var að gefa út lag og tónlistarmyndband. Elísabet Blöndal „Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu. Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Breathe In með Milkywhale Klippa: Milkywhale - Breathe In „Myndbandið er innblásið af sýningunni okkar Hverfa, sem við Árni gerðum fyrir Íslenska Dansflokkinn síðasta haust. Við vildum taka ákveðin sjónræn element úr sýningunni og leika okkur með þau en að sama skapi undirstrika dansgleðina sem hefur alltaf verið hluti af Milkywhale. Svo fannst okkur einfaldlega skemmtilegt að búa til dansfélaga úr hátölurum, fatarekkum, snúrum og ljósi,“ segir Melkorka. Breathe In var að sögn hennar alltaf hugsað sem einhvers konar lokalag hvort sem er á plötu eða tónleikum. „Textinn vísar að við vitum aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, en við getum dansað í núinu, lokað augunum, dregið djúpt andann og notið augnabliksins.“ View this post on Instagram A post shared by Milkywhale (@milkywhalemusic) Milkywhale var nýlega kynnt inn sem eitt af þeim atriðum sem koma fram á tónlistarhátíðinni Airwaves næstkomandi nóvember. Þau hlakka mikið til að rifja upp gamla takta. „Við erum alveg ótrúlega spennt. Við spiluðum mikið erlendis á tímabili en fengum okkur svo bæði níu til fimm vinnu á sama tíma og höfum legið í dvala síðustu ár. Nú er hins vegar kominn tími til að dusta rykið af danssokkunum. Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs sem elskum að drekka te á æfingum eða hittast og fá okkur súpu í hádeginu, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum. Ég tók mitt fyrsta crowd surf fyrir troðfullu húsi á Iceland Airwaves í Iðnó fyrir nokkrum árum og það er klárlega kominn tími til að endurtaka leikinn.“ Hér má hlusta á Milkywhale á streymisveitunni Spotify. Tónlist Iceland Airwaves Tónleikar á Íslandi Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Breathe In með Milkywhale Klippa: Milkywhale - Breathe In „Myndbandið er innblásið af sýningunni okkar Hverfa, sem við Árni gerðum fyrir Íslenska Dansflokkinn síðasta haust. Við vildum taka ákveðin sjónræn element úr sýningunni og leika okkur með þau en að sama skapi undirstrika dansgleðina sem hefur alltaf verið hluti af Milkywhale. Svo fannst okkur einfaldlega skemmtilegt að búa til dansfélaga úr hátölurum, fatarekkum, snúrum og ljósi,“ segir Melkorka. Breathe In var að sögn hennar alltaf hugsað sem einhvers konar lokalag hvort sem er á plötu eða tónleikum. „Textinn vísar að við vitum aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, en við getum dansað í núinu, lokað augunum, dregið djúpt andann og notið augnabliksins.“ View this post on Instagram A post shared by Milkywhale (@milkywhalemusic) Milkywhale var nýlega kynnt inn sem eitt af þeim atriðum sem koma fram á tónlistarhátíðinni Airwaves næstkomandi nóvember. Þau hlakka mikið til að rifja upp gamla takta. „Við erum alveg ótrúlega spennt. Við spiluðum mikið erlendis á tímabili en fengum okkur svo bæði níu til fimm vinnu á sama tíma og höfum legið í dvala síðustu ár. Nú er hins vegar kominn tími til að dusta rykið af danssokkunum. Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs sem elskum að drekka te á æfingum eða hittast og fá okkur súpu í hádeginu, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum. Ég tók mitt fyrsta crowd surf fyrir troðfullu húsi á Iceland Airwaves í Iðnó fyrir nokkrum árum og það er klárlega kominn tími til að endurtaka leikinn.“ Hér má hlusta á Milkywhale á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Iceland Airwaves Tónleikar á Íslandi Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira