Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 16:46 Cole Palmer hefur slegið í gegn síðan að hann var keyptur til Chelsea frá Manchester City. Getty/Julian Finney Tengsl eins besta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar til eyríkis í Karíbahafi hefur vakið forvitni margra. Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti