Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 15:45 Birkir fór mikinn á sviði. Það var þakklæti í lofti hjá spenntum tónleikagestum þegar harðkjarnahljómsveitin I adapt steig á svið í Iðnó í desember í síðasta sinn. Uppselt var á tónleikana og gríðarleg stemning. Sveitin kom aftur saman í sumar eftir tólf ára hlé en söngvari sveitarinnar segir almættið eitt geta svarað því hvenær sveitin kemur aftur saman. „Stemningin var svakalega life affirming, svo maður sletti,“ segir söngvari sveitarinnar Birkir Fjalar Viðarsson hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segir að í gamla daga hafi mælistika á góða tónleika verið hversu sturlaðir áhorfendur hafi orðið og hve „illa“ þeir hafi hagað sér. Magnaðar myndir af tónleikunum má skoða neðst í fréttinni. „En þarna var einhver svona þægileg þakklætisstemning í loftinu. Við fundum vel fyrir því og það má alveg færa rök fyrir því að þarna hafi verið mættar fjórar kynslóðir af tónleikagestum, fólk á aldur við pabba minn, fólk á mínum aldri með börnunum sínum og svo fólk sem er nýskriðið upp í tvítugt.“ Sveitina skipa Birkir Fjalar Viðarsson, Ingi Þór Pálsson, Erling Páll Karlsson, Þorsteinn Gunnar Friðriksson og Gunnar Ingi Jones. Sveitin spilar alvöru harðkjarnapönk og var stofnuð árið 2001. Það sætti mikilla tíðinda þegar sveitin tilkynnti endurkomu sína í sumar en strákarnir stigu á svið á tónleikahátíðinni Sátan í Stykkishólmi svo athygli vakti. Sveitin spilaði líka í tónleikaþáttaröð X-ins 977 Live in a fishbowl. Alvöru mannlífsgallerí Birkir segir strákana einstaklega þakkláta sjálfa, það hafi selst upp á tónleikana. „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu. Þetta var alvöru mannlífsgallerí, alvöru stúdía sem okkur þótti rosalega vænt um, að þetta var þvílík flóra af fólki. Það gladdi okkur svo mikið, því að upp á það að gera þá finnst okkur tónlistin okkar meira en bara tónlist ef hún nær að sameina fólk nema ef ekki væri bara þessu einu kvöldstund.“ Hann segir sveitina staðráðna í því að vera sestir í helgan stein, í hið minnsta á þessari stundu. Hún ætli ekki á fullt að nýju, að dæla út nýrri tónlist. En hvenær verða þá næstu tónleikar? „Almættið eitt veit hvenær það verður. Við erum fjölskyldumenn á virðulegum aldri. Svo á ég svo bágt með að semja texta, mér finnst allir mínir textar svo asnalegir!“ segir Birki hlæjandi að lokum. Hljómsveitarmeðlimir tilbúnir í fjörið baksviðs.Bowen Staines Erling Páll Karlsson trommuleikari heldur á svið.Bowen Staines Birkir segist þakklátur eftir kvöldið.Bowen Staines Tónleikagestir voru á öllum aldri.Bowen Staines Alvöru andi hjá Erlingi.Bowen Staines Ingi Þór Pálsson gítarleikari vígalegur.Bowen Staines Þorsteinn Gunnar Friðriksson og Gunnar Ingi Jones.Bowen Staines Sveitin tók meðal annars eitt af sínum frægari lögum, Historical Manipulation.Bowen Staines Tónleikagestum vel sinnt af öllum á sviði.Bowen Staines Andi yfir Þorsteini Gunnari Friðrikssyni.Bowen Staines Alvöru andi.Bowen Staines Birkir segir kynslóðirnar hafa mæst í Iðnó.Bowen Staines Sveitin nýtti tónleikastaðinn vel.Bowen Staines Tónlist X977 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Stemningin var svakalega life affirming, svo maður sletti,“ segir söngvari sveitarinnar Birkir Fjalar Viðarsson hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segir að í gamla daga hafi mælistika á góða tónleika verið hversu sturlaðir áhorfendur hafi orðið og hve „illa“ þeir hafi hagað sér. Magnaðar myndir af tónleikunum má skoða neðst í fréttinni. „En þarna var einhver svona þægileg þakklætisstemning í loftinu. Við fundum vel fyrir því og það má alveg færa rök fyrir því að þarna hafi verið mættar fjórar kynslóðir af tónleikagestum, fólk á aldur við pabba minn, fólk á mínum aldri með börnunum sínum og svo fólk sem er nýskriðið upp í tvítugt.“ Sveitina skipa Birkir Fjalar Viðarsson, Ingi Þór Pálsson, Erling Páll Karlsson, Þorsteinn Gunnar Friðriksson og Gunnar Ingi Jones. Sveitin spilar alvöru harðkjarnapönk og var stofnuð árið 2001. Það sætti mikilla tíðinda þegar sveitin tilkynnti endurkomu sína í sumar en strákarnir stigu á svið á tónleikahátíðinni Sátan í Stykkishólmi svo athygli vakti. Sveitin spilaði líka í tónleikaþáttaröð X-ins 977 Live in a fishbowl. Alvöru mannlífsgallerí Birkir segir strákana einstaklega þakkláta sjálfa, það hafi selst upp á tónleikana. „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu. Þetta var alvöru mannlífsgallerí, alvöru stúdía sem okkur þótti rosalega vænt um, að þetta var þvílík flóra af fólki. Það gladdi okkur svo mikið, því að upp á það að gera þá finnst okkur tónlistin okkar meira en bara tónlist ef hún nær að sameina fólk nema ef ekki væri bara þessu einu kvöldstund.“ Hann segir sveitina staðráðna í því að vera sestir í helgan stein, í hið minnsta á þessari stundu. Hún ætli ekki á fullt að nýju, að dæla út nýrri tónlist. En hvenær verða þá næstu tónleikar? „Almættið eitt veit hvenær það verður. Við erum fjölskyldumenn á virðulegum aldri. Svo á ég svo bágt með að semja texta, mér finnst allir mínir textar svo asnalegir!“ segir Birki hlæjandi að lokum. Hljómsveitarmeðlimir tilbúnir í fjörið baksviðs.Bowen Staines Erling Páll Karlsson trommuleikari heldur á svið.Bowen Staines Birkir segist þakklátur eftir kvöldið.Bowen Staines Tónleikagestir voru á öllum aldri.Bowen Staines Alvöru andi hjá Erlingi.Bowen Staines Ingi Þór Pálsson gítarleikari vígalegur.Bowen Staines Þorsteinn Gunnar Friðriksson og Gunnar Ingi Jones.Bowen Staines Sveitin tók meðal annars eitt af sínum frægari lögum, Historical Manipulation.Bowen Staines Tónleikagestum vel sinnt af öllum á sviði.Bowen Staines Andi yfir Þorsteini Gunnari Friðrikssyni.Bowen Staines Alvöru andi.Bowen Staines Birkir segir kynslóðirnar hafa mæst í Iðnó.Bowen Staines Sveitin nýtti tónleikastaðinn vel.Bowen Staines
Tónlist X977 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“