Kær­kominn sigur City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Savinho skoraði fyrra mark Manchester City gegn Leicester City og lagði það seinna upp fyrir Erling Haaland.
Savinho skoraði fyrra mark Manchester City gegn Leicester City og lagði það seinna upp fyrir Erling Haaland. getty/Catherine Ivill

Eftir hörmulegt gengi undanfarnar vikur vann Manchester City kærkominn sigur á Leicester City, 0-2, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Með sigrinum komst City upp í 5. sæti deildarinnar. Leicester er aftur á móti í átjánda og þriðja neðsta sætinu með fjórtán stig, einu stigi frá öruggu sæti. Refirnir hafa tapað fjórum leikjum í röð.

Brasilíumaðurinn Savinho hafði ekki skorað mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það breyttist í dag. Á 21. mínútu kom hann City yfir þegar hann fylgdi eftir skoti Phils Foden sem Jakub Stolarczyk, markvörður Leicester, varði.

Leicester fékk sín tækifæri í leiknum. Facundo Buonanotte skallaði meðal annars í stöng og Manuel Akanji bjargaði á línu.

Heimamönnum hefndist hins vegar fyrir að nýta ekki færin sín því á 72. mínútu sendi Savinho boltann fyrir á Erling Haaland sem skallaði boltann í netið og kom City í 0-2.

Jamie Vardy skallaði í slá skömmu fyrir leikslok en fleiri urðu mörkin ekki og meistararnir fögnuðu langþráðum sigri. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira