Í þessum þætti bakar Linda marengsjólatré, fyllir húsið af dásamlegum jólailmi og fer yfir góð ráð varðandi hvernig er hægt að taka betri myndir við jólatréð.
Marengsjólatré
- Botnar
- 6 eggjahvítur
- ¼ tsk cream of tartar
- ¼ tsk salt
- 200 g púðursykur
- 200 g sykur
Setjið marengs í sprautupoka og sprautið sex misstóra hringi á bökunarpappír
Bakið marengsinn í 50 mínútur við 140°C á blæstri

Nóa karamellupralínsósa
- 1 dl rjómi frá Örnu mjólkurvörum
- 150 gr Nóa karamellupralín súkkulaði
- Bræðið saman rjómann og súkkulaðið í potti á vægum hita
Raðið botnunum á kökudisk og setjið þeyttan rjóma, hindber og karamellusósuna á milli allra botnanna.
Jólailmur
- Vatn
- Appelsínusneiðar
- Eplasneiðar
- Kanilstangir
- Stjörnuanís
- Negulnaglar
Sjóðið saman við vægan hita og njótið þess að fá jólailminn um húsið.
