Tónlist

Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tón­list fyrir „fal­legt fólk“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björgúlfur Jes Einarsson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur Spacestation fer hamförum í fiskabúrinu.
Björgúlfur Jes Einarsson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur Spacestation fer hamförum í fiskabúrinu.

Strákarnir í Spacestation mættu með pompi og prakt í fiskabúrið hjá X-inu 977. Þar spiluðu þeir nokkur af sínum bestu lögum líkt og All of the Time, Sickening og Can't be mine og þá taka þeir einnig klassískt lag Bjartmars Guðlaugssonar.

Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið. Hið pínulitla stúdíó fékk nafnið upprunalega þegar X-ið var í Aðalstræti með stóran glugga út á Ingólfstorg. Þegar fólk horfði inn af torginu var eins og starfsmenn væru þar inni í fiskabúri.

Spacestation gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Þeir hafa lýst því yfir að ætlunin sé að endurvekja rokkhljóm sjöunda áratugarins og skapa „tónlist fyrir fallegt fólk.“ Hljómsveitin var mynduð árið 2021 af þeim Björgúlfi Jes Einarssyni og Víði Rúnarssyni. Við þá bættust Ólafur Andri Sigurðsson, Hafsteinn Jóhannsson og Davíð Þór.


Tengdar fréttir

Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig

Dr. Gunni og félagar í Dr. Gunna fóru mikinn þegar þeir mættu í fiskabúri X-ins 977 í nýrri þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir voru í essinu sínu og spiluðu gamalkunnug lög í bland við ný.

Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu

Biggi Maus er annar gestur í fiskabúri X-ins 977 í nýrri þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið en það er vel við hæfi að Biggi haldi þar nú tónleika enda er nafnið skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.