Hvernig er þín daglega húðrútína?
„Ég spái mikið í því sem ég læt á húðina mína og reyni að hafa daglega húð rútínu frekar einfalda.
Á kvöldin nota ég andlitshreinsi og gott rakakrem. Á morgnanna geri ég slíkt hið sama nema bæti við sólarvörn í lokin. Andlitshreinsarnir sem ég flakka mikið á milli er annars vegar Ultra Facial Cleanser frá Kiehls og hins vegar Cerave Hydrating Cream to foam cleanser.“

„Ég er húkt á Ultra Facial rakakreminu frá Kiehls, það hentar húðinni minni hrikalega vel, gott krem sem gefur góðan raka. Svo er ég er nýlega búin að kynnast bestu andlitssólarvörn sem ég hef prófað en hún er frá Lancome og heitir UV expert supra screen, hún gefur fullkominn ljóma og er frábær undir farða.“

Er eitthvað sem þú gerir sjaldnar fyrir extra dekur?
„Á mjög köldum dögum, þegar húðin mín verður extra þurr, kaupi ég mér Clinique moisture surge intense. Síðan nota ég góðan toner 2-3 sinnum í viku, Kiehl's Daily refining milk peel toner, en hann inniheldur squalane sem húðin mín elskar. Ég nota líka reglulega EGF Essence rakavatnið frá BIOEFFECT, það er æði.“



Annað slagið
„Eini maskinn sem ég nota er Ultra facial overnight rehydrating mask with 10,5 % squalane, frá Kiehls. Mér finnst hann æði og ótrúlega góð viðbót í húðrútínuna annað slagið. “

Tvisvar sinnum á ári
„Ég fær mér tvisvar til þrisvar sinnum á ári 30 Day Treatment frá BIOEFFECT fyrir extra boost! Þetta er serum með þrjú ólík prótín sem byggja upp og þétta húðina, daga úr fínum línum, svitaholum og litarbreytingum t.d Ég elska það.“
