Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2024 13:02 Kristall og Eyþór hafa ekki einu sinni verið saman í sveit í meira en ár en hafa þegar gefið út jólaplötu. Þrátt fyrir að vera ekki einu sinni ársgömul á tvíeykið í hljómsveit HúbbaBúbba mörg af vinsælustu lögum ársins. Þeir láta ekki deigan síga og hafa nú gefið út enn fleiri lög, nefnilega þrjú jólalög þar sem þeim til halds og trausts er engin önnur en Svala Björgvins og Karlakór Kjalnesinga. „Við slökum ekkert á. Við kunnum það ekki, hausinn er á milljón allan tímann. Ég er ekki gæi sem chillar,“ segir Eyþór Aron Wöhler hlæjandi í samtali við Vísi. Hann skipar annan helming dúósins HúbbaBúbba ásamt Kristali Mána Ingasyni. Þeir hafa vakið ótrúlega athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst TikTok en varla er hægt að skoða miðilinn án þess að heyra lög þeirra. Mæður þeirra félaga í HúbbaBúbba prýða plötuumslagið á nýju plötunni enda mæður í aðalhlutverki í jólalaginu. Létu ekki fyrstu jólin framhjá sér fara „Við ákváðum að keyra vel á þetta fyrir þessi jól. Hljómsveitin var stofnuð fyrr á þessu ári þannig það má segja að þetta séu fyrstu jól okkar Kristals saman,“ segir Eyþór Aron. Hann segir þá félaga fyrst og fremst hafa viljað gera lög sem gætu staðist tímans tönn og slegið í gegn. „Við urðum þess vegna að fá Svölu með okkur í lið, enda er hún náttúrulega jólageitin. Flestir hlusta auðvitað á þessi gömlu klassísku jólalög og þá var eiginlega óhjákvæmilegt að leita til alvöru reynslubolta til þess að ná í gegn og vonandi ná að festa lögin í sessi um jólin hjá fjölskyldum landsins. Sumir eru nefnilega þreyttir á Mariuh Carey, þó það eigi reyndar ekki við um mig,“ segir Eyþór hlæjandi. @hubbabubbamusik Við kveiktum ekki í alvöru í geitinni, lögin komin út kidzzzzz, spotify right now!! #jolahubba #hubbabubba ♬ JólaHúbbaBúbba - HubbaBubba Þrjú lög eru á smáskífunni, tvö með Svölu og það þriðja með Karlakóri Kjalnesinga. Eyþór segist ekki halda vatni yfir kórnum. „Þvílíkir gullbarkar og heiður að vinna með þessum hópi. Við erum óttalegir guttar þannig það er frábært að fá svona þroskaða menn okkur til liðsinnis. Einkunnarorð kórsins er metnaðurfullur léttleiki og passar það vel við okkar lífsýn. Það öskrar ekkert jafn mikið jól og áttatíu manna kór, það er bara þannig.“ Nýr kokteill, nýtt myndband, ný bók Eyþór Aron hefur í nógu að snúast en ekki nóg með að hann fari mikinn í HúbbaBúbba heldur er hann líka nýbúinn að gefa út aðra útgáfu af Frasabókinni sem hann skrifaði og gaf fyrst út í fyrra. Þá stefna þeir félagar á að gefa út tónlistarmyndband með Svölu og ætla að frumsýna það á þriðjudagskvöld kl. 20:00. „Þetta verður fjórfalt frumsýningarpartý, við ætlum að kynna nýjan HúbbaBúbba kokteil á La Trattoria, Frasabókina, TikTok myndband og nýtt tónlistarmyndband,“ segir Eyþór en hvernig í ósköpunum hefur hann tíma í þetta allt? „Eins og ég sagði áðan, þá slaka ég aldrei á,“ segir hann hlæjandi. „Svo má ekki gleyma því að ég er líka í háskólanámi. Ég er búinn að vera járnaður í stólinn í allan dag í ritgerðarskrifum. En það eru fórnir í þessu, ég sé fjölskylduna ekki nærri því jafn oft og ég ætti að gera,“ segir Eyþór í gríni. Þeir félagar ætla svo að fylgja plötunni eftir í desember. Félagi þeirra tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi verður með tónleika í Gamla bíó þann 22. desember þar sem HubbaBubba kemur fram. „Þar verðum við auðvitað í essinu okkar og svo er aldrei að vita nema að við krullum ekki í einhverja góða jólatónleika.“ @hubbabubbamusik JólaHúbbbbbbaaaaaaaaaa ♬ JólaHúbbaBúbba - HubbaBubba Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt Virðingu á nafnið. Landsliðsmaðurinn er upptekinn í Noregi og því hleypur enginn annar en stjörnulögmaðurinn Villi Vill í skarðið í myndbandinu. Lagið er af nýútkominni plötu Loga sem er stórhuga og blæs til útgáfutónleika 22. desember. 22. nóvember 2024 13:02 Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. 28. júní 2024 12:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
„Við slökum ekkert á. Við kunnum það ekki, hausinn er á milljón allan tímann. Ég er ekki gæi sem chillar,“ segir Eyþór Aron Wöhler hlæjandi í samtali við Vísi. Hann skipar annan helming dúósins HúbbaBúbba ásamt Kristali Mána Ingasyni. Þeir hafa vakið ótrúlega athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst TikTok en varla er hægt að skoða miðilinn án þess að heyra lög þeirra. Mæður þeirra félaga í HúbbaBúbba prýða plötuumslagið á nýju plötunni enda mæður í aðalhlutverki í jólalaginu. Létu ekki fyrstu jólin framhjá sér fara „Við ákváðum að keyra vel á þetta fyrir þessi jól. Hljómsveitin var stofnuð fyrr á þessu ári þannig það má segja að þetta séu fyrstu jól okkar Kristals saman,“ segir Eyþór Aron. Hann segir þá félaga fyrst og fremst hafa viljað gera lög sem gætu staðist tímans tönn og slegið í gegn. „Við urðum þess vegna að fá Svölu með okkur í lið, enda er hún náttúrulega jólageitin. Flestir hlusta auðvitað á þessi gömlu klassísku jólalög og þá var eiginlega óhjákvæmilegt að leita til alvöru reynslubolta til þess að ná í gegn og vonandi ná að festa lögin í sessi um jólin hjá fjölskyldum landsins. Sumir eru nefnilega þreyttir á Mariuh Carey, þó það eigi reyndar ekki við um mig,“ segir Eyþór hlæjandi. @hubbabubbamusik Við kveiktum ekki í alvöru í geitinni, lögin komin út kidzzzzz, spotify right now!! #jolahubba #hubbabubba ♬ JólaHúbbaBúbba - HubbaBubba Þrjú lög eru á smáskífunni, tvö með Svölu og það þriðja með Karlakóri Kjalnesinga. Eyþór segist ekki halda vatni yfir kórnum. „Þvílíkir gullbarkar og heiður að vinna með þessum hópi. Við erum óttalegir guttar þannig það er frábært að fá svona þroskaða menn okkur til liðsinnis. Einkunnarorð kórsins er metnaðurfullur léttleiki og passar það vel við okkar lífsýn. Það öskrar ekkert jafn mikið jól og áttatíu manna kór, það er bara þannig.“ Nýr kokteill, nýtt myndband, ný bók Eyþór Aron hefur í nógu að snúast en ekki nóg með að hann fari mikinn í HúbbaBúbba heldur er hann líka nýbúinn að gefa út aðra útgáfu af Frasabókinni sem hann skrifaði og gaf fyrst út í fyrra. Þá stefna þeir félagar á að gefa út tónlistarmyndband með Svölu og ætla að frumsýna það á þriðjudagskvöld kl. 20:00. „Þetta verður fjórfalt frumsýningarpartý, við ætlum að kynna nýjan HúbbaBúbba kokteil á La Trattoria, Frasabókina, TikTok myndband og nýtt tónlistarmyndband,“ segir Eyþór en hvernig í ósköpunum hefur hann tíma í þetta allt? „Eins og ég sagði áðan, þá slaka ég aldrei á,“ segir hann hlæjandi. „Svo má ekki gleyma því að ég er líka í háskólanámi. Ég er búinn að vera járnaður í stólinn í allan dag í ritgerðarskrifum. En það eru fórnir í þessu, ég sé fjölskylduna ekki nærri því jafn oft og ég ætti að gera,“ segir Eyþór í gríni. Þeir félagar ætla svo að fylgja plötunni eftir í desember. Félagi þeirra tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi verður með tónleika í Gamla bíó þann 22. desember þar sem HubbaBubba kemur fram. „Þar verðum við auðvitað í essinu okkar og svo er aldrei að vita nema að við krullum ekki í einhverja góða jólatónleika.“ @hubbabubbamusik JólaHúbbbbbbaaaaaaaaaa ♬ JólaHúbbaBúbba - HubbaBubba
Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt Virðingu á nafnið. Landsliðsmaðurinn er upptekinn í Noregi og því hleypur enginn annar en stjörnulögmaðurinn Villi Vill í skarðið í myndbandinu. Lagið er af nýútkominni plötu Loga sem er stórhuga og blæs til útgáfutónleika 22. desember. 22. nóvember 2024 13:02 Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. 28. júní 2024 12:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt Virðingu á nafnið. Landsliðsmaðurinn er upptekinn í Noregi og því hleypur enginn annar en stjörnulögmaðurinn Villi Vill í skarðið í myndbandinu. Lagið er af nýútkominni plötu Loga sem er stórhuga og blæs til útgáfutónleika 22. desember. 22. nóvember 2024 13:02
Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. 28. júní 2024 12:01