„Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Elísabet Ormslev og Sigga Ózk talsettu fyrir hlutverk Elphöbu og Glindu í Wicked. Laugarásbíó „Þetta var bara draumur að rætast,“ segir tónlistarkonan Sigga Ózk sem ljáir stórstjörnunni Ariönu Grande rödd sína í íslenskri talsetningu af söngleikjamyndinni Wicked. Myndin var forsýnd á dögunum í Laugarásbíói við mikinn fögnuð. Glinda í miklu uppáhaldi „Það var náttúrulega mögnuð upplifun að heyra og sjá röddina mína á Ariönu Grande í þessari stórmynd. Hún er ein af mínum uppáhalds tónlistarkonum,“ segir Sigga Ózk sem svífur um á bleiku skýi. „Glinda, karakterinn sem Ariana leikur, er í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hafði aldrei séð leikritið áður en ég hef lengi fylgst með söngleikjastjörnunum Kristin Chenoweth og Idina Menzel sem fóru með upprunaleg hlutverk Glindu og Elphöbu.“ Sigga Ózk og Elísabet Ormslev glæsilegar á forsýningunni.Laugarásbíó Hún segist hafa alist upp við að hlusta mikið á tónlistina úr verkinu. „Ég hef líka mjög djúpa tengingu við Galdrakarlinn í Oz en Wicked er baksagan af því verki. Í hvert einasta skipti sem ég heimsótti ömmu og afa vildi ég horfa á Galdrakarlinn í Oz. Amma er alltaf að rifja það upp að ég var varla búin að stíga inn um dyrnar þegar ég spurði: Má ég horfa á Dórótheu? Ég og afi syngjum líka oft saman Somewhere over the rainbow, sem er lag úr Galdrakarlinum.“ Hér má sjá skemmtilegt myndband af tengingu Siggu Ózkar við ömmu hennar og afa: Slær í gegn á TikTok Forsýningin og frumsýningin gekk mjög vel að sögn Siggu. „Þetta er draumur að rætast. Ég er sjúklega hamingjusöm og ánægð. Ég vona að fólk elski þetta líka og ég er mjög þakklát fyrir TikTok hæðina sem er að eiga sér stað núna. Ég er svo þakklát að fólk sé að fýla þetta.“ Sigga Ózk hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa yfir milljón manns meðal annars horft á myndband sem hún birti frá forsýningunni: @siggaozkk Cry a little more everyday @arianagrande @Cynthia Erivo @Wicked Movie #wicked #wickedthemusical #wickedmovie #slay #iceland #icelandic #dubbing #cry #music ♬ original sound - Sigga Ózk Hún ákvað strax að leggja sig alla fram við að tengjast karakternum djúpum böndum. „Þetta eru náttúrulega mjög stór fótspor að feta. Mér fannst mikill heiður að fá tækifæri til að fara í áheyrnarprufu fyrir Ariönu, prufan var nógu mikill heiður og hvað þá að fá hlutverkið. Þetta var dálítil klikkun. Ég fékk tvær vikur til þess að læra allt og taka allt upp. Ég bað þau um að prenta allan texta og allar nótur út og ég setti allt í bleika Glindu möppu sem ég skreytti með glimmeri. Ég var ekki lengi að koma mér í karakter, ég var eiginlega komin í karakter áður en ég fór í prufuna. Ég bara tengi svo mikið við Glindu og taktana í henni. Mér fannst ótrúlega gaman að gera þetta og það er ómetanlegt að hafa haft svona gott fólk sem hjálpaði til. Ég er bara ennþá í sjokki. Ég vona líka að fólk kaupi miða á íslensku myndina svo við getum fengið að gera mynd númer tvö á íslensku líka.“ @siggaozkk @arianagrande ily ily ily @Cynthia Erivo you’re amazing #wicked #wickedmovie #wickediceland #iceland #dubbing #defyinggravity #slay ♬ Defying Gravity - Instrumental - Cynthia Erivo Grét úr gleði með fjölskyldunni Hún upplifði mikinn tilfinningarússíbana við að heyra rödd sína á stóra skjánum. „Ég grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni og fór strax daginn eftir að sjá hana með fjölskyldunni minni þar sem við grenjuðum saman og klöppuðum og þetta var bara stórkostlegt,“ segir Sigga Ózk og hlær. „Þetta var svo mikill fögnuður og mér leið eins og ég hafi bara verið í beinni að syngja fyrir fullan sal af fólki því þau klöppuðu svo mikið Þetta er fyrsta giggið mitt í talsetningu og vonandi ekki mitt síðasta. Ég bara elska þetta og elska Wicked. Vonandi kannski einn daginn í þessu lífi verður þetta verk sett upp á Íslandi og vonandi fæ ég að koma í prufu. Stærsti draumurinn akkúrat núna er að fá að leika Glindu á sviði,“ segir Sigga Ózk að lokum og brosir út að eyrum. View this post on Instagram A post shared by Laugarásbíó 🍿🎥 (@laugarasbio) Bíó og sjónvarp Menning Tónlist Tengdar fréttir Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Söngvakeppnisstjarnan Sigga Ózk birti á dögunum mikla gleðifærslu á Instagram þar sem hún tilkynnir um nýtt og spennandi talsetningarhlutverk. 17. september 2024 14:30 Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Glinda í miklu uppáhaldi „Það var náttúrulega mögnuð upplifun að heyra og sjá röddina mína á Ariönu Grande í þessari stórmynd. Hún er ein af mínum uppáhalds tónlistarkonum,“ segir Sigga Ózk sem svífur um á bleiku skýi. „Glinda, karakterinn sem Ariana leikur, er í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hafði aldrei séð leikritið áður en ég hef lengi fylgst með söngleikjastjörnunum Kristin Chenoweth og Idina Menzel sem fóru með upprunaleg hlutverk Glindu og Elphöbu.“ Sigga Ózk og Elísabet Ormslev glæsilegar á forsýningunni.Laugarásbíó Hún segist hafa alist upp við að hlusta mikið á tónlistina úr verkinu. „Ég hef líka mjög djúpa tengingu við Galdrakarlinn í Oz en Wicked er baksagan af því verki. Í hvert einasta skipti sem ég heimsótti ömmu og afa vildi ég horfa á Galdrakarlinn í Oz. Amma er alltaf að rifja það upp að ég var varla búin að stíga inn um dyrnar þegar ég spurði: Má ég horfa á Dórótheu? Ég og afi syngjum líka oft saman Somewhere over the rainbow, sem er lag úr Galdrakarlinum.“ Hér má sjá skemmtilegt myndband af tengingu Siggu Ózkar við ömmu hennar og afa: Slær í gegn á TikTok Forsýningin og frumsýningin gekk mjög vel að sögn Siggu. „Þetta er draumur að rætast. Ég er sjúklega hamingjusöm og ánægð. Ég vona að fólk elski þetta líka og ég er mjög þakklát fyrir TikTok hæðina sem er að eiga sér stað núna. Ég er svo þakklát að fólk sé að fýla þetta.“ Sigga Ózk hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa yfir milljón manns meðal annars horft á myndband sem hún birti frá forsýningunni: @siggaozkk Cry a little more everyday @arianagrande @Cynthia Erivo @Wicked Movie #wicked #wickedthemusical #wickedmovie #slay #iceland #icelandic #dubbing #cry #music ♬ original sound - Sigga Ózk Hún ákvað strax að leggja sig alla fram við að tengjast karakternum djúpum böndum. „Þetta eru náttúrulega mjög stór fótspor að feta. Mér fannst mikill heiður að fá tækifæri til að fara í áheyrnarprufu fyrir Ariönu, prufan var nógu mikill heiður og hvað þá að fá hlutverkið. Þetta var dálítil klikkun. Ég fékk tvær vikur til þess að læra allt og taka allt upp. Ég bað þau um að prenta allan texta og allar nótur út og ég setti allt í bleika Glindu möppu sem ég skreytti með glimmeri. Ég var ekki lengi að koma mér í karakter, ég var eiginlega komin í karakter áður en ég fór í prufuna. Ég bara tengi svo mikið við Glindu og taktana í henni. Mér fannst ótrúlega gaman að gera þetta og það er ómetanlegt að hafa haft svona gott fólk sem hjálpaði til. Ég er bara ennþá í sjokki. Ég vona líka að fólk kaupi miða á íslensku myndina svo við getum fengið að gera mynd númer tvö á íslensku líka.“ @siggaozkk @arianagrande ily ily ily @Cynthia Erivo you’re amazing #wicked #wickedmovie #wickediceland #iceland #dubbing #defyinggravity #slay ♬ Defying Gravity - Instrumental - Cynthia Erivo Grét úr gleði með fjölskyldunni Hún upplifði mikinn tilfinningarússíbana við að heyra rödd sína á stóra skjánum. „Ég grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni og fór strax daginn eftir að sjá hana með fjölskyldunni minni þar sem við grenjuðum saman og klöppuðum og þetta var bara stórkostlegt,“ segir Sigga Ózk og hlær. „Þetta var svo mikill fögnuður og mér leið eins og ég hafi bara verið í beinni að syngja fyrir fullan sal af fólki því þau klöppuðu svo mikið Þetta er fyrsta giggið mitt í talsetningu og vonandi ekki mitt síðasta. Ég bara elska þetta og elska Wicked. Vonandi kannski einn daginn í þessu lífi verður þetta verk sett upp á Íslandi og vonandi fæ ég að koma í prufu. Stærsti draumurinn akkúrat núna er að fá að leika Glindu á sviði,“ segir Sigga Ózk að lokum og brosir út að eyrum. View this post on Instagram A post shared by Laugarásbíó 🍿🎥 (@laugarasbio)
Bíó og sjónvarp Menning Tónlist Tengdar fréttir Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Söngvakeppnisstjarnan Sigga Ózk birti á dögunum mikla gleðifærslu á Instagram þar sem hún tilkynnir um nýtt og spennandi talsetningarhlutverk. 17. september 2024 14:30 Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Söngvakeppnisstjarnan Sigga Ózk birti á dögunum mikla gleðifærslu á Instagram þar sem hún tilkynnir um nýtt og spennandi talsetningarhlutverk. 17. september 2024 14:30