Viðskipti innlent

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rök­studd

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns peningastefnunefndar.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%.

Í tilkynningu á vef Seðlabankans kemur fram að verðbólga hafi hjaðnað undanfarið en hún mældist 5,1% í október.

Í vefútsendingunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.

Hægt er að horfa á upptökuna í spilaranum hér að neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×