Enski boltinn

Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guð­laugs Victors

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er alveg ljóst að Wayne Rooney er aðalaðdráttaraflið hjá Plymouth Argyle.
Það er alveg ljóst að Wayne Rooney er aðalaðdráttaraflið hjá Plymouth Argyle. Getty/MI News

Plymouth Argyle verður nýjasta fótboltafélagið til að verða miðpunkturinn í heimildaþáttaröð.

Wayne Rooney er knattspyrnustjóri enska B-deildarfélagsins og með liðinu spilar íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson.

Breska ríkisútvarpið segir frá því að tökur séu þegar hafnar á þáttunum.

Rooney tók við enska félaginu í maí og í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins er Plymouth með fjóra sigra, fjögur jafntefli og sjö töp. Það skilar liðinu þó bara átjánda sæti í deildinni.

Guðlaugur Victor kom á frjálsri sölu í maí en hefur aðeins byrjað fjóra leiki af fimmtán.

Það er enn ekki komið á hreint hvar þættirnir verða sýndir eða hvenær þeir verða á dagskrá.

Það er enn ein viðbótin við þætti um bresk fótboltafélög. Disney+ sýnir „Welcome to Wrexham“, Netflix hefur fylgt Sunderland í nokkur tímabil í þáttunum „Sunderland 'Til I Die“ og þá hefur Amazon Prime fylgt eftir ensku úrvalsdeildarfélögunum Manchester City, Tottenham og Arsenal í þáttunum „All or Nothing“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×