Það hafði verið vandamál með atvinnuleyfi Amorim en það er loksins í höfn. Bæði fyrir hann og sem og fimm aðstoðarþjálfara hans sem koma einnig til United frá Sporting Lissabon.
Amorim stýrði æfingu liðsins á Carrington í dag en stór hluti liðsins er fjarverandi þar sem þeir eru uppteknir með landsliðum sínum. ESPN segir frá.
Fyrsti leikur Manchester United undir stjórn Portúgalans er á móti nýliðum Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn.
Marcus Rashford og Casemiro fengu báðir frí en eru komnir til baka. Restin af landsliðsmönnunum koma til baka á annað hvort miðvikudag eða fimmtudag.
Leikmenn sem eru meiddur og í endurhæfingu hittu Amorim í síðustu viku. Það eru þeir Luke Shaw, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Leny Yoro. Það væri sterkt fyrir Portúgalann að fá einhvern af þeim til baka sem fyrst.
Amorim kom til Manchester í síðustu viku og hefur fundað með ráðamönnum og starfsmönnum félagsins síðan. Hann fékk útsýnisferð um Old Trafford og fór í viðtal á MUTV.