Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 19:54 vísir/Anton Ísland vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Danielle Rodriguez var hetja liðsins þegar hún henti í ótrúlega fjögurra stiga sókn þegar staðan var jöfn og lítið eftir. Uppkastið í kvöldVísir/Jón Gautur Það var jafnræði með liðunum til að byrja með. Íslenska liðið var að taka mikið af skotum fyrir utan þriggja stiga línuna og fyrstu fimm körfur Íslands voru þriggja stiga skot. Þriggja stiga byssan Thelma Dís Ágústsdóttir leiddi liðið áfram og var með þrjá þrista úr hundrað prósent skotnýtingu. Eftir þriðja þrist Thelmu neyddist þjálfari Rúmeníu að taka leikhlé í stöðunni 15-13. Íslenska liðið endaði á að setja sex þrista úr 50 prósent skotnýtingu. Liðið tók aðeins þrjú skot fyrir innan þriggja stiga línuna. Rúmenía endaði á að gera síðustu níu stigin í fyrsta leikhluta og staðan var 22-25 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði 5 stig og gaf 4 stoðsendingarVísir/Jón Gautur Annar leikhluti var frábær á báðum endum vallarins. Vörn íslenska liðsins var mjög góð sem gerði það að verkum að gestirnir frá Rúmeníu gerðu ekki körfu í rúmlega fimm mínútur. Íslenska liðið gerði því tólf stig í röð. Eftir því sem leið á annan leikhluta fór að ganga betur hjá gestunum sem settu niður tvo þrista undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn niður í sjö stig 44-37 þegar haldið var til hálfleik. Spilamennska íslenska liðsins fór hægt af stað í síðari hálfleik. Sóknarleikurinn var stirður og gestirnir fóru að saxa forskot Íslands niður. Eftir að íslenska liðið fékk á sig enn eitt sóknarfrákastið og körfu í kjölfarið tók Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, leikhlé. Eftir leikhlé Benedikts fór að ganga aðeins betur og heimakonur voru fjórum stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung 55-51. Íslenska liðið setti 12 þrista ofan íVísir/Jón Gautur Fjórði leikhluti var jafn og spennandi. Alltaf þegar Ísland var við það að komast í bílstjórasætið settu gestirnir niður þrista og héldu sér inni í leiknum. Leikurinn var æsispennandi undir lokin og þegar 26 sekúndur voru eftir var staðan 73-73 og Ísland átti boltann. Danielle Rodriguez tók málin í sínar eigin hendur og henti í þriggja stiga körfu og ekki nóg með það heldur fékk hún villu að auki og setti vítaskotið ofan í og skildi aðeins 6.7 sekúndur eftir á klukkunni. Fleiri urðu stigin ekki og Ísland vann 77-73. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta síðan 27. nóvember 2022 en þá vann Ísland einnig Rúmeníu á heimavelli 68-58. Ísland vann á endanum fjögurra stiga sigur 77-73Vísir/Jón Gautur Atvik leiksins Danielle Rodriguez kláraði leikinn með ótrúlegri körfu. Staðan var jöfn 73-73. Danielle tók boltann og liðsfélagar hennar reyndu að búa til pláss á vellinum og á endanum tók hún skref til baka setti niður þriggja stiga skot og fékk villu að auki. Hún hitti úr vítaskotinu og sigur Íslands var í höfn. Stjörnur og skúrkar Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í fyrri hálfleik. Thelma gerði 15 stig á sextán mínútum og klikkaði ekki á skoti. Thelma var einnig öflug í síðari hálfleik og endaði með 21 stig og var með 24 framlagspunkta. Danielle Rodriguez var hetjan í kvöld og sá til þess að Ísland vann leikinn með ótrúlegri körfu undir lokin. Eins og í síðasta leik var Danielle allt í öllu í leik Íslands. Hún endaði með 25 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Ioana Ghizila, leikmaður Rúmeníu, náði sér ekki á strik í kvöld. Hún var með 4 stig úr 16.7 prósent skotnýtingu og með hana inni á vellinum tapaði Rúmenía þeim mínútum með 18 stigum. Dómararnir [7] Dómararnir voru Alexander Egil Reiertsen frá Noregi, Martin van Hoye frá Belgíu og Sandra González Sánchez frá Spáni. Alina Podar, leikmaður Rúmeníu, var ekki sátt með einn dóm og þrumaði boltanum í parketið af pirringi en uppskar ekki tæknivillu sem var mjög sérstakt. Þjálfari Rúmeníu fékk þó tvær tæknivillur í leiknum og var rekinn út úr húsi. Stemning og umgjörð Líkt og á fimmtudaginn þá var frítt á völlinn í boði VÍS. Mætingin var góð og það var nánast fullt hús. Nokkrir frambjóðendur létu sjá sig en þó færri heldur en á fimmtudaginn. Það brutust út mikil fangaðarlæti þegar Danielle Rodriguez gerði sigurkörfuna og stuðningsmenn Íslands fóru brosandi heim. Landslið kvenna í körfubolta
Ísland vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Danielle Rodriguez var hetja liðsins þegar hún henti í ótrúlega fjögurra stiga sókn þegar staðan var jöfn og lítið eftir. Uppkastið í kvöldVísir/Jón Gautur Það var jafnræði með liðunum til að byrja með. Íslenska liðið var að taka mikið af skotum fyrir utan þriggja stiga línuna og fyrstu fimm körfur Íslands voru þriggja stiga skot. Þriggja stiga byssan Thelma Dís Ágústsdóttir leiddi liðið áfram og var með þrjá þrista úr hundrað prósent skotnýtingu. Eftir þriðja þrist Thelmu neyddist þjálfari Rúmeníu að taka leikhlé í stöðunni 15-13. Íslenska liðið endaði á að setja sex þrista úr 50 prósent skotnýtingu. Liðið tók aðeins þrjú skot fyrir innan þriggja stiga línuna. Rúmenía endaði á að gera síðustu níu stigin í fyrsta leikhluta og staðan var 22-25 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði 5 stig og gaf 4 stoðsendingarVísir/Jón Gautur Annar leikhluti var frábær á báðum endum vallarins. Vörn íslenska liðsins var mjög góð sem gerði það að verkum að gestirnir frá Rúmeníu gerðu ekki körfu í rúmlega fimm mínútur. Íslenska liðið gerði því tólf stig í röð. Eftir því sem leið á annan leikhluta fór að ganga betur hjá gestunum sem settu niður tvo þrista undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn niður í sjö stig 44-37 þegar haldið var til hálfleik. Spilamennska íslenska liðsins fór hægt af stað í síðari hálfleik. Sóknarleikurinn var stirður og gestirnir fóru að saxa forskot Íslands niður. Eftir að íslenska liðið fékk á sig enn eitt sóknarfrákastið og körfu í kjölfarið tók Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, leikhlé. Eftir leikhlé Benedikts fór að ganga aðeins betur og heimakonur voru fjórum stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung 55-51. Íslenska liðið setti 12 þrista ofan íVísir/Jón Gautur Fjórði leikhluti var jafn og spennandi. Alltaf þegar Ísland var við það að komast í bílstjórasætið settu gestirnir niður þrista og héldu sér inni í leiknum. Leikurinn var æsispennandi undir lokin og þegar 26 sekúndur voru eftir var staðan 73-73 og Ísland átti boltann. Danielle Rodriguez tók málin í sínar eigin hendur og henti í þriggja stiga körfu og ekki nóg með það heldur fékk hún villu að auki og setti vítaskotið ofan í og skildi aðeins 6.7 sekúndur eftir á klukkunni. Fleiri urðu stigin ekki og Ísland vann 77-73. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta síðan 27. nóvember 2022 en þá vann Ísland einnig Rúmeníu á heimavelli 68-58. Ísland vann á endanum fjögurra stiga sigur 77-73Vísir/Jón Gautur Atvik leiksins Danielle Rodriguez kláraði leikinn með ótrúlegri körfu. Staðan var jöfn 73-73. Danielle tók boltann og liðsfélagar hennar reyndu að búa til pláss á vellinum og á endanum tók hún skref til baka setti niður þriggja stiga skot og fékk villu að auki. Hún hitti úr vítaskotinu og sigur Íslands var í höfn. Stjörnur og skúrkar Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í fyrri hálfleik. Thelma gerði 15 stig á sextán mínútum og klikkaði ekki á skoti. Thelma var einnig öflug í síðari hálfleik og endaði með 21 stig og var með 24 framlagspunkta. Danielle Rodriguez var hetjan í kvöld og sá til þess að Ísland vann leikinn með ótrúlegri körfu undir lokin. Eins og í síðasta leik var Danielle allt í öllu í leik Íslands. Hún endaði með 25 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Ioana Ghizila, leikmaður Rúmeníu, náði sér ekki á strik í kvöld. Hún var með 4 stig úr 16.7 prósent skotnýtingu og með hana inni á vellinum tapaði Rúmenía þeim mínútum með 18 stigum. Dómararnir [7] Dómararnir voru Alexander Egil Reiertsen frá Noregi, Martin van Hoye frá Belgíu og Sandra González Sánchez frá Spáni. Alina Podar, leikmaður Rúmeníu, var ekki sátt með einn dóm og þrumaði boltanum í parketið af pirringi en uppskar ekki tæknivillu sem var mjög sérstakt. Þjálfari Rúmeníu fékk þó tvær tæknivillur í leiknum og var rekinn út úr húsi. Stemning og umgjörð Líkt og á fimmtudaginn þá var frítt á völlinn í boði VÍS. Mætingin var góð og það var nánast fullt hús. Nokkrir frambjóðendur létu sjá sig en þó færri heldur en á fimmtudaginn. Það brutust út mikil fangaðarlæti þegar Danielle Rodriguez gerði sigurkörfuna og stuðningsmenn Íslands fóru brosandi heim.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu