Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 31. október 2024 16:03 Tóti setur Michael Myers og félaga í kvikmyndinni Halloween frá 1978 efsta á blað á sínum lista yfir bestu hrekkjavökumyndirnar. Vísir Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir. „Hrekkjavakan er auðvitað alveg sérhönnuð til þess að réttlæta einbeitt hryllingsmyndagláp og eins og við förum ómarkvisst yfir í Halloween-þætti Tveggja á toppnum hefur gróskan í hryllingsmyndunum verið til fyrirmyndar síðustu misserin,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Þórarinn sem betur er þekktur sem Tóti starfaði lengst af sem blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifaði þar tugi ef ekki hundruð bíódóma og heldur nú úti sjónvarps- og kvikmyndahlaðvarpinu Tveir á toppnum. Klassískar hryllingsmyndir í forgrunni Tóti segir að það sé ljótur leikur að biðja hann um að nefna einungis tíu myndir. Hann geti nefnt miklu fleiri, gróskan hafi verið geggjuð undanfarið. Meðal mynda sem komið hafa út nýlega sem Tóti nefnir eru þríleikurinn X, Pearl og Maxxine en líka Strange Darling, Longlegs, Talk to Me, It Follows, Megan, Totally Killer og Freaky. „Þannig að af nógu er að taka og síðan má finna góðan slatta af efnilegum hrollvekjum hinum ýmsu veitum. Til dæmis Shaun of the Dead, Barbarian og nú síðast Don´t Move á Netflix. Ég er samt svo gamaldags að mér finnst að fólk eigi að nota hrekkjavökuna til þess að horfa á klassískar hryllingsmyndir sem þola endalaust enduráhorf en eru auk þess svo mikilvægar að öllu kvikmyndaáhugafólki ber skylda til þess að sjá þær í það minnsta einu sinni.“ Hann segir þar efstar á blaði myndir eins og Halloween, The Omen, Alien, Psycho, The Wicker Man upprunalega en alls ekki sú með Nicholas Cage og The Texas Chainsaw Massacre. Þær séu miklu fleiri. „Rosemary´s Baby, The Exorcist, Night of the Living Dead og einhver Drakúla mynd en í þeim efnum myndi ég alltaf halla mér að Hammer-myndinni Horror of Dracula frá 1958 með Christopher Lee og Peter Cushing. Fyrstu Scream og Saw koma líka sterkar inn ásamt Nightmare on Elm Street, Poltergeist, The Others, Evil Dead, Candyman, Nightmare on Elm Street, The Fog, The Descent og Don´t Look Now.“ Hrekkjavakan orðin hátíð barnanna „Ég get síðan ekki annað en nefnt, ekki aðeins mína uppáhalds hryllingsmynd, heldur bara eina af uppáhalds bíómyndunum mínum, Angel Heart með Mickey Rourke, Lisa Bonet (mömmu Zoe Kravitz) og Robert De Niro. Geggjuð, satanísk einkaspæjaramynd. Eða eins og meistari Stephen King lýsti bókinni sem hún byggir á: Eins og Raymond Chandler hefði skrifað The Exorcist,“ segir Tóti hlæjandi. Það má ekki gleyma börnunum á hrekkjavökunni. „Og svona þar sem hrekkjavakan er orðin hátíð barnanna er rétt að benda á sextán ára dóttir mín segir að henni finnist ekki vera Halloween fyrr en hún er búin að horfa á Hocus Pocus, með Bette Midler og Sarah Jessica Parker. Sama má segja um Nightmare Before Christmas, eftir Tim Burton, en á mínu heimili er hún frekar talin Halloween-mynd en jólamynd.“ Tóti segir að sín börn sem séu á aldrinum 32 ára til tveggja ára hafi öll á einhverjum tímapunkti tekið ástfóstri við þessa mynd. Hún hafi síðustu daga verið mikið spiluð á heimilinu yngsta syni hans til ómældrar ánægju. Í raun er ómögulegt að ætla að taka saman einhvern sérstakan lista yfir ómissandi Halloween-myndir en ef það á að þvinga mig þá væri hann einhvern veginn svona: 1. Halloween (1978) 2. The Omen (1976) 3. Psycho (1960) 4. Låt den rätte komma in (2008) 5. The Vvitch (2015) 6. Scream (1996) 7. The Thing (1982) 8. 28 Days Later (2002) 9. Nightmare on Elm Street (1984) 10. Candyman (1992) Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Hrekkjavakan er auðvitað alveg sérhönnuð til þess að réttlæta einbeitt hryllingsmyndagláp og eins og við förum ómarkvisst yfir í Halloween-þætti Tveggja á toppnum hefur gróskan í hryllingsmyndunum verið til fyrirmyndar síðustu misserin,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Þórarinn sem betur er þekktur sem Tóti starfaði lengst af sem blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifaði þar tugi ef ekki hundruð bíódóma og heldur nú úti sjónvarps- og kvikmyndahlaðvarpinu Tveir á toppnum. Klassískar hryllingsmyndir í forgrunni Tóti segir að það sé ljótur leikur að biðja hann um að nefna einungis tíu myndir. Hann geti nefnt miklu fleiri, gróskan hafi verið geggjuð undanfarið. Meðal mynda sem komið hafa út nýlega sem Tóti nefnir eru þríleikurinn X, Pearl og Maxxine en líka Strange Darling, Longlegs, Talk to Me, It Follows, Megan, Totally Killer og Freaky. „Þannig að af nógu er að taka og síðan má finna góðan slatta af efnilegum hrollvekjum hinum ýmsu veitum. Til dæmis Shaun of the Dead, Barbarian og nú síðast Don´t Move á Netflix. Ég er samt svo gamaldags að mér finnst að fólk eigi að nota hrekkjavökuna til þess að horfa á klassískar hryllingsmyndir sem þola endalaust enduráhorf en eru auk þess svo mikilvægar að öllu kvikmyndaáhugafólki ber skylda til þess að sjá þær í það minnsta einu sinni.“ Hann segir þar efstar á blaði myndir eins og Halloween, The Omen, Alien, Psycho, The Wicker Man upprunalega en alls ekki sú með Nicholas Cage og The Texas Chainsaw Massacre. Þær séu miklu fleiri. „Rosemary´s Baby, The Exorcist, Night of the Living Dead og einhver Drakúla mynd en í þeim efnum myndi ég alltaf halla mér að Hammer-myndinni Horror of Dracula frá 1958 með Christopher Lee og Peter Cushing. Fyrstu Scream og Saw koma líka sterkar inn ásamt Nightmare on Elm Street, Poltergeist, The Others, Evil Dead, Candyman, Nightmare on Elm Street, The Fog, The Descent og Don´t Look Now.“ Hrekkjavakan orðin hátíð barnanna „Ég get síðan ekki annað en nefnt, ekki aðeins mína uppáhalds hryllingsmynd, heldur bara eina af uppáhalds bíómyndunum mínum, Angel Heart með Mickey Rourke, Lisa Bonet (mömmu Zoe Kravitz) og Robert De Niro. Geggjuð, satanísk einkaspæjaramynd. Eða eins og meistari Stephen King lýsti bókinni sem hún byggir á: Eins og Raymond Chandler hefði skrifað The Exorcist,“ segir Tóti hlæjandi. Það má ekki gleyma börnunum á hrekkjavökunni. „Og svona þar sem hrekkjavakan er orðin hátíð barnanna er rétt að benda á sextán ára dóttir mín segir að henni finnist ekki vera Halloween fyrr en hún er búin að horfa á Hocus Pocus, með Bette Midler og Sarah Jessica Parker. Sama má segja um Nightmare Before Christmas, eftir Tim Burton, en á mínu heimili er hún frekar talin Halloween-mynd en jólamynd.“ Tóti segir að sín börn sem séu á aldrinum 32 ára til tveggja ára hafi öll á einhverjum tímapunkti tekið ástfóstri við þessa mynd. Hún hafi síðustu daga verið mikið spiluð á heimilinu yngsta syni hans til ómældrar ánægju. Í raun er ómögulegt að ætla að taka saman einhvern sérstakan lista yfir ómissandi Halloween-myndir en ef það á að þvinga mig þá væri hann einhvern veginn svona: 1. Halloween (1978) 2. The Omen (1976) 3. Psycho (1960) 4. Låt den rätte komma in (2008) 5. The Vvitch (2015) 6. Scream (1996) 7. The Thing (1982) 8. 28 Days Later (2002) 9. Nightmare on Elm Street (1984) 10. Candyman (1992)
Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið