Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Það er komin ákveðin þreyta í sjálfbærnimálin og um þá þreytu er rætt við Ingunni Agnesi Kro; bæði á léttu nótunum og þeim alvarlegu. Því öll erum við að pissa í sömu sundlaugina og þurfum að fara að hætta því. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnir fyrirtækja finni aftur ástríðuna fyrir verkefninu. Vísir/Vilhelm „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. Umræðuefnið er tekið fyrir bæði á léttu nótunum og þeim alvarlegu. Því staðan er einfaldlega þessi: Það merkir ákveðna þreytu í sjálfbærnimálunum, hjá fyrirtækjum og fólki. Almennt er jafnvel talað um bakslag í málaflokknum. Hvað veldur? „Ég held reyndar að það séu ýmsar skýringar á því. Efnahagsleg áhrif kannski það sem fyrst ber að nefna,“ svarar Ingunn. En rýnum í málin og reynum að hafa svolítið gaman af. Því kannski er það allra hagur að fá smá pepp? Dýrara að gera ekkert Á föstudaginn eftir viku stendur Festa, miðstöð um sjálfbærni, í fyrsta sinn fyrir viðburði sem aðeins er ætlaður stjórnarfólki og framkvæmdastjórnum aðildarfélaga, sjá dagskrá hér. Tilurð fundarins er einfaldlega það bakslag sem virðist vera í aðgerðum tengt sjálfbærnimálunum. Sem þó allir vilja helst sporna við. „Efnahagsumhverfið hefur verið erfitt, vextir háir og svo sem ekki að ganga eins vel og við helst hefðum viljað. Allt þetta hefur áhrif því við forgangsröðum öðruvísi í betra árferði en því erfiða,“ segir Ingunn aðspurð um hverjar hún telur vera skýringarnar á þessu bakslagi. Ingunn er meðal fyrirlesara á fyrrgreindum fundi. Hún segist vonast til þess að fundurinn skili því að gefa fólki og fyrirtækjum ástríðuna fyrir verkefninu aftur. Enda ekki undan því komist. Eitt af því sem ég tala til dæmis fyrir er að fyrirtæki horfi líka á hversu dýrt það er, að gera hlutina ekki. Því í þessari umræðu horfa fyrirtæki svolítið mikið á kostnaðinn sem fylgir aðgerðum. Sem er skiljanlegt í því árferði sem nú er. En þegar við horfum á kostnað, er mikilvægt að setja inn í breytuna hvað það kostar okkur að gera ekkert.“ Annað atriði sem Ingunn telur skýra út þá þreytu sem virðist komna í vegferðina, er þungt og flókið regluverk sem nú er verið að innleiða. „Ég viðurkenni alveg að mér finnst stundum of mikið lagt í kerfið og utanumhald, í staðinn fyrir verkefnin sjálf. En þau lög sem Evrópusambandið er að innleiða núna og taka gildi fljótlega, eru lög sem verið er að innleiða af ástæðu. Því af gefnu tilefni er ástæða til að hafa áhyggjur og þess vegna er verið að innleiða þetta regluverk,“ segir Ingunn og bætir við: „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt „Við erum öll að gera allt allt í einu“ og ég tek undir það. Því við þurfum öll að gera allt allt í einu og helst hraðar. Það er staðan. Það er hins vegar ekkert endilega í DNA okkar Íslendinga að hafa úthald í verkefni sem þetta og það er eflaust hluti af skýringunni líka.“ Það er skemmtilegt að fara yfir það með Ingunni hvernig DNA okkar Íslendinga eigi kannski erfitt með langtímaverkefni eins og umhverfismálin eða að fylgja eftir boðum og bönnum eins og nýjum og flóknum regluverkum frá ESB. En öllu gamni fylgir alvara og hér eigi því vel við að muna að þolinmæði er dyggð.Vísir/Vilhelm Þetta reddast þjóðin Talið færist yfir á léttar og skemmtilegar nótur. Þar sem langtímaverkefni eins og loftlagsmálin og sjálfbærni, er yfirfærð yfir á þá eiginleika sem Íslendingum eru svo tamir. Að hafa þolinmæði og úthald fyrir verkefni sem skila sér seint og síðar meir er til dæmis ekki sá eiginleiki sem samfélagið er hvað þekktast fyrir. Því Íslendingar vilja sjá góðan árangur helst strax! „Enda svo sem ekkert skrýtið. Því Íslendingar hafa löngum ekki getað planað neitt of langt fram í tímann. Veðrið eitt og sér hefur haft áhrif á það. Er hægt að heyja eða ekki? Er hægt að róa til sjós eða ekki? “ nefnir Ingunn og bætir við: „Oft hefur það fyrst og fremst verið undir veðrinu komið, hvort við getum gert eitthvað eða ekki og þar af leiðandi er kannski ekkert undarlegt þótt okkur sé svolítið tamt að hafa litla þolinmæði í verkefni sem taka langan tíma en eru ekki endilega að skila sýnilegum ávinningi strax.“ Annað sem Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir er að forðast helst of mikil boð og bönn. „Sem er líka alveg skiljanlegt. Við erum jú komin af þessum Víkingum sem flúðu Noreg á sínum tíma og eflaust erum við með nokkuð sterkt ADHD í okkur, enda hoppuðum við bara í skip með fullt af pínulitlum hestum,“ segir Ingunn og brosir. Að þurfa að innleiða flókið og dýrt regluverk, kalla til sérfræðinga og leggja út í alls kyns kostnað er eitt og sér dæmi um boð og bönn sem við í eðli okkar erum oft ekki hrifin af.“ En yfir í alvarlegri umræðu, er verkefnið þó brýnt. „Munum bara að þolinmæði er dyggð.“ Ingunn mælir með því að öll fyrirtæki horfi á sína kjarnastarfsemi og velji sér þau sjálfbærnimarkmið sem þau eru líklegust til að ná árangri í snemma. Ingunn verður ein fyrirlesara á fundi fyrir stjórnir og framkvæmdastjórnir sem Festa stendur fyrir eftir viku.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Peppið sjálft Ingunn telur sjálf að eitt af því sem hefur dregið úr áhuga og ástríðu, séu fullt af skammstöfunum. „Þessi löggjöf er gott dæmi. Hún er yfirfull af skrýtnum skammstöfunum og ekkert að undra þótt margir fari í baklás yfir því einu og sér. Fólk einfaldlega hugsar: Hvers vegna erum við eiginlega að þessu?“ Sitjandi sjálf í nokkrum stjórnum, telur Ingunn því hárréttan tíma að kalla fólk saman til fundar nú. Og helst að blása byr í brjóst stjórnarfólks og annarra forsvarsmanna í íslensku atvinnulífi. „Því þrátt fyrir allt, eru meiri líkur á að hlutirnir gerist hraðar þegar fyrirtækin leggja sig fram um það. Því fyrirtækin eru líklegri til að ná árangri hraðar en til dæmis stjórnvöld eða neytendur.“ Aðspurð um góðu ráðin, segist Ingunn auðvitað hrifin af því ef einhver innan stjórnar hefur dýpri þekkingu á sjálfbærnimálunum. Og sé þá um leið trygging fyrir því að sjálfbærnimálin séu alltaf ofarlega á dagskrá. „En hitt er síðan að dýpri þekkingu þarf svo sem ekkert endilega. Því snertifletirnir eru svo margir. Fjármálastjóri horfir til dæmis á þætti eins og hvort græn fjármögnum verði fyrirtækinu hagstæðari til framtíðar, á meðan markaðsstjóri horfir á hvort hægt sé að selja vörur á hærra verði eða meira af þeim ef vörurnar verða umhverfisvænni. Innkaupamanneskjan veltir fyrir sér hvernig hægt er að lækka kostnað og forðast sóun. Svona mætti lengi telja,“ segir Ingunn og bætir við: Þannig að ég mæli með því að allir horfi innandyra á hvaða þættir það eru sem eru líklegastir til að skila mestum árangri sem hraðast miðað við þá starfsemi eða hlutverk sem hver og einn er að fást við.“ Sem dæmi tekur Ingunn hjúkrunarheimili eða ummönnunarstofnun. „Þar ættu sjónirnar að beinast að sjálfbærni í mannauðsmálum. Hvernig starfsfólki og skjólstæðingum getur liðið sem best er eitthvað sem á betur við sem fyrsta skref hjá þeim heldur en að horfa á bílaflotann og breytingar þar.“ Með þessu segir Ingunn mögulega hægt að vinna með þeim eiginleika okkar að vilja sjá árangur af erfiðinu sem fyrst og hraðast. „Það felst líka ákveðin hvatning í því fyrir alla að sjá jákvæð áhrif af því sem við erum að leggja á okkur. Og með því að hver og einn meti sín fyrstu skref miðað við sína kjarnastarfsemi, erum við að einbeita okkur að því að ná sem bestum árangri sem hraðast.“ Annað sem Ingunn nefnir er að vera raunsæ í kröfunum. „Því ekkert er fullkomið strax. Aðalmálið er þó að það er svo mikilvægt að byrja einhvers staðar.“ Aftur berst talið að þessari sameiginlegu sundlaug, sem við þó þurfum öll að hætta að pissa í. Á endanum snýst verkefnið okkar um að tryggja að landið okkar verði áfram byggilegt. Við verðum því að reyna að finna ástríðuna fyrir þessu verkefni og um það snýst fundurinn. Við þurfum einfaldlega öll að gera allt allt í einu og þess vegna er svo mikilvægt að hvert okkar hugsi alltaf þessu tengt: Hvað er það sem ég get gert?“ Sjálfbærni Umhverfismál Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ „Ég er sjálfur alinn upp í Breiðholtinu. Þar sem á ganginum var bara eitt rör sem maður henti öllu ruslinu í og ekkert var flokkað. Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 31. október 2024 07:03 Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02 Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00 Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. 26. júní 2024 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Umræðuefnið er tekið fyrir bæði á léttu nótunum og þeim alvarlegu. Því staðan er einfaldlega þessi: Það merkir ákveðna þreytu í sjálfbærnimálunum, hjá fyrirtækjum og fólki. Almennt er jafnvel talað um bakslag í málaflokknum. Hvað veldur? „Ég held reyndar að það séu ýmsar skýringar á því. Efnahagsleg áhrif kannski það sem fyrst ber að nefna,“ svarar Ingunn. En rýnum í málin og reynum að hafa svolítið gaman af. Því kannski er það allra hagur að fá smá pepp? Dýrara að gera ekkert Á föstudaginn eftir viku stendur Festa, miðstöð um sjálfbærni, í fyrsta sinn fyrir viðburði sem aðeins er ætlaður stjórnarfólki og framkvæmdastjórnum aðildarfélaga, sjá dagskrá hér. Tilurð fundarins er einfaldlega það bakslag sem virðist vera í aðgerðum tengt sjálfbærnimálunum. Sem þó allir vilja helst sporna við. „Efnahagsumhverfið hefur verið erfitt, vextir háir og svo sem ekki að ganga eins vel og við helst hefðum viljað. Allt þetta hefur áhrif því við forgangsröðum öðruvísi í betra árferði en því erfiða,“ segir Ingunn aðspurð um hverjar hún telur vera skýringarnar á þessu bakslagi. Ingunn er meðal fyrirlesara á fyrrgreindum fundi. Hún segist vonast til þess að fundurinn skili því að gefa fólki og fyrirtækjum ástríðuna fyrir verkefninu aftur. Enda ekki undan því komist. Eitt af því sem ég tala til dæmis fyrir er að fyrirtæki horfi líka á hversu dýrt það er, að gera hlutina ekki. Því í þessari umræðu horfa fyrirtæki svolítið mikið á kostnaðinn sem fylgir aðgerðum. Sem er skiljanlegt í því árferði sem nú er. En þegar við horfum á kostnað, er mikilvægt að setja inn í breytuna hvað það kostar okkur að gera ekkert.“ Annað atriði sem Ingunn telur skýra út þá þreytu sem virðist komna í vegferðina, er þungt og flókið regluverk sem nú er verið að innleiða. „Ég viðurkenni alveg að mér finnst stundum of mikið lagt í kerfið og utanumhald, í staðinn fyrir verkefnin sjálf. En þau lög sem Evrópusambandið er að innleiða núna og taka gildi fljótlega, eru lög sem verið er að innleiða af ástæðu. Því af gefnu tilefni er ástæða til að hafa áhyggjur og þess vegna er verið að innleiða þetta regluverk,“ segir Ingunn og bætir við: „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt „Við erum öll að gera allt allt í einu“ og ég tek undir það. Því við þurfum öll að gera allt allt í einu og helst hraðar. Það er staðan. Það er hins vegar ekkert endilega í DNA okkar Íslendinga að hafa úthald í verkefni sem þetta og það er eflaust hluti af skýringunni líka.“ Það er skemmtilegt að fara yfir það með Ingunni hvernig DNA okkar Íslendinga eigi kannski erfitt með langtímaverkefni eins og umhverfismálin eða að fylgja eftir boðum og bönnum eins og nýjum og flóknum regluverkum frá ESB. En öllu gamni fylgir alvara og hér eigi því vel við að muna að þolinmæði er dyggð.Vísir/Vilhelm Þetta reddast þjóðin Talið færist yfir á léttar og skemmtilegar nótur. Þar sem langtímaverkefni eins og loftlagsmálin og sjálfbærni, er yfirfærð yfir á þá eiginleika sem Íslendingum eru svo tamir. Að hafa þolinmæði og úthald fyrir verkefni sem skila sér seint og síðar meir er til dæmis ekki sá eiginleiki sem samfélagið er hvað þekktast fyrir. Því Íslendingar vilja sjá góðan árangur helst strax! „Enda svo sem ekkert skrýtið. Því Íslendingar hafa löngum ekki getað planað neitt of langt fram í tímann. Veðrið eitt og sér hefur haft áhrif á það. Er hægt að heyja eða ekki? Er hægt að róa til sjós eða ekki? “ nefnir Ingunn og bætir við: „Oft hefur það fyrst og fremst verið undir veðrinu komið, hvort við getum gert eitthvað eða ekki og þar af leiðandi er kannski ekkert undarlegt þótt okkur sé svolítið tamt að hafa litla þolinmæði í verkefni sem taka langan tíma en eru ekki endilega að skila sýnilegum ávinningi strax.“ Annað sem Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir er að forðast helst of mikil boð og bönn. „Sem er líka alveg skiljanlegt. Við erum jú komin af þessum Víkingum sem flúðu Noreg á sínum tíma og eflaust erum við með nokkuð sterkt ADHD í okkur, enda hoppuðum við bara í skip með fullt af pínulitlum hestum,“ segir Ingunn og brosir. Að þurfa að innleiða flókið og dýrt regluverk, kalla til sérfræðinga og leggja út í alls kyns kostnað er eitt og sér dæmi um boð og bönn sem við í eðli okkar erum oft ekki hrifin af.“ En yfir í alvarlegri umræðu, er verkefnið þó brýnt. „Munum bara að þolinmæði er dyggð.“ Ingunn mælir með því að öll fyrirtæki horfi á sína kjarnastarfsemi og velji sér þau sjálfbærnimarkmið sem þau eru líklegust til að ná árangri í snemma. Ingunn verður ein fyrirlesara á fundi fyrir stjórnir og framkvæmdastjórnir sem Festa stendur fyrir eftir viku.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Peppið sjálft Ingunn telur sjálf að eitt af því sem hefur dregið úr áhuga og ástríðu, séu fullt af skammstöfunum. „Þessi löggjöf er gott dæmi. Hún er yfirfull af skrýtnum skammstöfunum og ekkert að undra þótt margir fari í baklás yfir því einu og sér. Fólk einfaldlega hugsar: Hvers vegna erum við eiginlega að þessu?“ Sitjandi sjálf í nokkrum stjórnum, telur Ingunn því hárréttan tíma að kalla fólk saman til fundar nú. Og helst að blása byr í brjóst stjórnarfólks og annarra forsvarsmanna í íslensku atvinnulífi. „Því þrátt fyrir allt, eru meiri líkur á að hlutirnir gerist hraðar þegar fyrirtækin leggja sig fram um það. Því fyrirtækin eru líklegri til að ná árangri hraðar en til dæmis stjórnvöld eða neytendur.“ Aðspurð um góðu ráðin, segist Ingunn auðvitað hrifin af því ef einhver innan stjórnar hefur dýpri þekkingu á sjálfbærnimálunum. Og sé þá um leið trygging fyrir því að sjálfbærnimálin séu alltaf ofarlega á dagskrá. „En hitt er síðan að dýpri þekkingu þarf svo sem ekkert endilega. Því snertifletirnir eru svo margir. Fjármálastjóri horfir til dæmis á þætti eins og hvort græn fjármögnum verði fyrirtækinu hagstæðari til framtíðar, á meðan markaðsstjóri horfir á hvort hægt sé að selja vörur á hærra verði eða meira af þeim ef vörurnar verða umhverfisvænni. Innkaupamanneskjan veltir fyrir sér hvernig hægt er að lækka kostnað og forðast sóun. Svona mætti lengi telja,“ segir Ingunn og bætir við: Þannig að ég mæli með því að allir horfi innandyra á hvaða þættir það eru sem eru líklegastir til að skila mestum árangri sem hraðast miðað við þá starfsemi eða hlutverk sem hver og einn er að fást við.“ Sem dæmi tekur Ingunn hjúkrunarheimili eða ummönnunarstofnun. „Þar ættu sjónirnar að beinast að sjálfbærni í mannauðsmálum. Hvernig starfsfólki og skjólstæðingum getur liðið sem best er eitthvað sem á betur við sem fyrsta skref hjá þeim heldur en að horfa á bílaflotann og breytingar þar.“ Með þessu segir Ingunn mögulega hægt að vinna með þeim eiginleika okkar að vilja sjá árangur af erfiðinu sem fyrst og hraðast. „Það felst líka ákveðin hvatning í því fyrir alla að sjá jákvæð áhrif af því sem við erum að leggja á okkur. Og með því að hver og einn meti sín fyrstu skref miðað við sína kjarnastarfsemi, erum við að einbeita okkur að því að ná sem bestum árangri sem hraðast.“ Annað sem Ingunn nefnir er að vera raunsæ í kröfunum. „Því ekkert er fullkomið strax. Aðalmálið er þó að það er svo mikilvægt að byrja einhvers staðar.“ Aftur berst talið að þessari sameiginlegu sundlaug, sem við þó þurfum öll að hætta að pissa í. Á endanum snýst verkefnið okkar um að tryggja að landið okkar verði áfram byggilegt. Við verðum því að reyna að finna ástríðuna fyrir þessu verkefni og um það snýst fundurinn. Við þurfum einfaldlega öll að gera allt allt í einu og þess vegna er svo mikilvægt að hvert okkar hugsi alltaf þessu tengt: Hvað er það sem ég get gert?“
Sjálfbærni Umhverfismál Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ „Ég er sjálfur alinn upp í Breiðholtinu. Þar sem á ganginum var bara eitt rör sem maður henti öllu ruslinu í og ekkert var flokkað. Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 31. október 2024 07:03 Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02 Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00 Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. 26. júní 2024 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03
Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ „Ég er sjálfur alinn upp í Breiðholtinu. Þar sem á ganginum var bara eitt rör sem maður henti öllu ruslinu í og ekkert var flokkað. Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 31. október 2024 07:03
Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02
Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. 27. júní 2024 07:00
Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. 26. júní 2024 07:00