Sport

Faðir ungu skíðakonurnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðar­förinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt eftir rúmar tvær vikur.
Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt eftir rúmar tvær vikur. @mati.lorenzi

Faðir hinnar nítján ára gömlu Matilde Lorenzi hefur tjáð sig um fráfall dóttur sinnar en ítalska skíðakonan lést eftir fall á æfingu eins og kom fram á Vísi í gær.

Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport.

Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betri öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja að passa upp á það að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk.

Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar.

„Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport.

Hann ætlar að safna pening í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með í það átak að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk.

Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni.

„Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo.

Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×