„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. október 2024 15:03 Tónlistarmaðurinn Magnús Valur eða Mt. Fujitive er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og ræddi við blaðamann um tónlistina. Aðsend Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna. Magnús var búsettur í ár í Berlín en sneri aftur til Íslands þar sem honum líður best í einföldu umhverfi. Úr því umhverfi fæddist hans nýjasta verk, platan Afterlife. Hér má heyra lagið Light af plötunni eftir Magnús: Klippa: Mt. Fujitive - light Hvenær byrjaðir þú í tónlist og hver var kveikjan að því? Ég hef alltaf verið mikill svampur þegar það kemur að tónlist, sama hvaða tegund það er. Ég byrjaði frekar ungur að spila á rafmagnsbassa, spilaði með skólahljómsveit, svo var maður bara að bralla sjálfur heima. Varðandi tónlistina sem ég geri í dag þá uppgötvaði ég þessa tónlistarstefnu, sem átti ekkert nafn á sínum tíma, í kringum árið 2012. Þetta var bara flokkað undir „beats“ á vefsíðunni Soundcloud en nú er stefnan kölluð lofi eða lofi beats. Tónlistarmaðurinn sem ég heyrði fyrst af þarna er kallaður Wun Two en hann er algjör lykill að þessari senu og gróskunni í henni. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á 90's blómaskeiði hip hop tónlistar og þá sérstaklega hvernig taktarnir hljómuðu og hvernig þeir voru framleiddir. Ég var andvaka eitt sumarið eftir veikindi og byrjaði að hlusta á lagið Flowers eftir uppáhalds pródúserinn minn J Dilla. Áhrifin voru mikil þegar ég heyrði lagið. Klukkan var fjögur um nótt og ég ákvað þar á staðnum að ég myndi láta reyna á að prófa að framleiða takta. Vinur minn Alex kynnti mig fyrir forritinu Ableton og út frá því eyddi ég mjög miklum tíma í að vinna að og þróa eigin stíl, hægt og rólega. View this post on Instagram A post shared by mt. fujitive (@fuji_beats) Finnst þér þú finna mikinn mun á því að vinna að tónlist hérlendis og í Berlín? Já, hér er ég umkringdur fjölskyldu, vinum, náttúru og góðu andrúmslofti. Hér eru engir draugar. Hvernig finnst þér tónlistarbransinn á Íslandi? Ég hef í raun voða lítið að segja um bransann. Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst bara rosa þægilegt. Magnús segir þægilegt að vera lítið þekktur. Aðsend Hvaðan kemur listamannsnafnið þitt? Mt. Fuji, staðsett í Japan, er eitt þekktasta fjall í heiminum. Mér fannst sniðugt á þeim tíma að blanda fugitive (flóttamaður) við Fuji. Mér fannst það líka vera táknrænt, því í gegnum tónlistina gat ég flúið frá hversdagsleikanum. Ofan á það hef ég tuttugu ára reynslu í karate og hef fundið fyrir sterkum tengslum við Japan frá ungum aldri, þannig mér fannst gaman að ná að tengja þetta allt saman. Hvaðan sækir þú innblásturinn? Ég sæki innblásturinn minn frá japanskri menningu, tónlist og myndlist. Ef ég á að segja alveg satt þá hef ég algjörlega hætt að hlusta á hip hop og/eða lofi beats í mörg ár. Ég geri í raun tónlist fyrir sjálfan mig fyrst en deili því svo með almenningi síðar. Magnús ásamt besta vini sínum, hundinum Watamaru, fyrir framan Mt. Fuji.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tónlistarstarfið? Mér finnst skemmtilegast þegar ég heyri og finn að það sem ég er að framleiða hefur andleg áhrif á mig. Að geta síðan dreift þeim tilfinningum og búið til notalegt og öruggt umhverfi fyrir mína hlustendur til að njóta í friði er mitt kærkomnasta afrek. En mest krefjandi? Að finna efni, eða „samples“, til að nota fyrir taktana mína. Ég legg svo fáránlega mikla vinnu í það að það er ekki eðlilegt, standardinn minn er of hár og verður hærri með árunum. Hér má hlusta á Magnús Val á streymisveitunni Spotify en hann var jafnframt að senda frá sér plötuna afterlife. Tónlist Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Magnús var búsettur í ár í Berlín en sneri aftur til Íslands þar sem honum líður best í einföldu umhverfi. Úr því umhverfi fæddist hans nýjasta verk, platan Afterlife. Hér má heyra lagið Light af plötunni eftir Magnús: Klippa: Mt. Fujitive - light Hvenær byrjaðir þú í tónlist og hver var kveikjan að því? Ég hef alltaf verið mikill svampur þegar það kemur að tónlist, sama hvaða tegund það er. Ég byrjaði frekar ungur að spila á rafmagnsbassa, spilaði með skólahljómsveit, svo var maður bara að bralla sjálfur heima. Varðandi tónlistina sem ég geri í dag þá uppgötvaði ég þessa tónlistarstefnu, sem átti ekkert nafn á sínum tíma, í kringum árið 2012. Þetta var bara flokkað undir „beats“ á vefsíðunni Soundcloud en nú er stefnan kölluð lofi eða lofi beats. Tónlistarmaðurinn sem ég heyrði fyrst af þarna er kallaður Wun Two en hann er algjör lykill að þessari senu og gróskunni í henni. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á 90's blómaskeiði hip hop tónlistar og þá sérstaklega hvernig taktarnir hljómuðu og hvernig þeir voru framleiddir. Ég var andvaka eitt sumarið eftir veikindi og byrjaði að hlusta á lagið Flowers eftir uppáhalds pródúserinn minn J Dilla. Áhrifin voru mikil þegar ég heyrði lagið. Klukkan var fjögur um nótt og ég ákvað þar á staðnum að ég myndi láta reyna á að prófa að framleiða takta. Vinur minn Alex kynnti mig fyrir forritinu Ableton og út frá því eyddi ég mjög miklum tíma í að vinna að og þróa eigin stíl, hægt og rólega. View this post on Instagram A post shared by mt. fujitive (@fuji_beats) Finnst þér þú finna mikinn mun á því að vinna að tónlist hérlendis og í Berlín? Já, hér er ég umkringdur fjölskyldu, vinum, náttúru og góðu andrúmslofti. Hér eru engir draugar. Hvernig finnst þér tónlistarbransinn á Íslandi? Ég hef í raun voða lítið að segja um bransann. Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst bara rosa þægilegt. Magnús segir þægilegt að vera lítið þekktur. Aðsend Hvaðan kemur listamannsnafnið þitt? Mt. Fuji, staðsett í Japan, er eitt þekktasta fjall í heiminum. Mér fannst sniðugt á þeim tíma að blanda fugitive (flóttamaður) við Fuji. Mér fannst það líka vera táknrænt, því í gegnum tónlistina gat ég flúið frá hversdagsleikanum. Ofan á það hef ég tuttugu ára reynslu í karate og hef fundið fyrir sterkum tengslum við Japan frá ungum aldri, þannig mér fannst gaman að ná að tengja þetta allt saman. Hvaðan sækir þú innblásturinn? Ég sæki innblásturinn minn frá japanskri menningu, tónlist og myndlist. Ef ég á að segja alveg satt þá hef ég algjörlega hætt að hlusta á hip hop og/eða lofi beats í mörg ár. Ég geri í raun tónlist fyrir sjálfan mig fyrst en deili því svo með almenningi síðar. Magnús ásamt besta vini sínum, hundinum Watamaru, fyrir framan Mt. Fuji.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tónlistarstarfið? Mér finnst skemmtilegast þegar ég heyri og finn að það sem ég er að framleiða hefur andleg áhrif á mig. Að geta síðan dreift þeim tilfinningum og búið til notalegt og öruggt umhverfi fyrir mína hlustendur til að njóta í friði er mitt kærkomnasta afrek. En mest krefjandi? Að finna efni, eða „samples“, til að nota fyrir taktana mína. Ég legg svo fáránlega mikla vinnu í það að það er ekki eðlilegt, standardinn minn er of hár og verður hærri með árunum. Hér má hlusta á Magnús Val á streymisveitunni Spotify en hann var jafnframt að senda frá sér plötuna afterlife.
Tónlist Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira