„Rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2024 21:15 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þurfti að leggjast yfir leikskipulagið í vikunni eftir að Aron Pálmarsson fór. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH sem vann Sävehof 34-30 í Evrópudeildinni, var sáttur með svar sinna manna eftir erfiða viku og segir liðið vera að stíga skref í rétta átt. „Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum. FH Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Sjá meira
„Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum.
FH Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik