Erik ten Hag, stjóri United, situr í heitu sæti eftir slaka byrjun liðsins á tímabilinu. Ýmsir hafa verið orðaðir við stjórastöðu United, menn á borð við Thomas Tuchel, Gareth Southgate og Ruud van Nistelrooy, aðstoðarmann Ten Hags.
Samkvæmt þýska blaðinu Bild höfðu forráðamenn United hins vegar samband við Hoeness og freistuðu þess að fá hann til að taka við liðinu. Hann hafnaði því hins vegar þar sem honum fannst hann eiga verk óunnið hjá Stuttgart.
Hoeness hefur gert góða hluti með Stuttgart og síðasta tímabili endaði liðið í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og vann sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Þegar Hoeness tók við Stuttgart í apríl 2023 var liðið í fallsæti og hélt sér uppi með því að vinna Hamburg í umspili. Áður en Hoeness tók við Stuttgart stýrði hann Hoffenheim um tveggja ára skeið.
United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir sjö umferðir og hefur aðeins skorað fimm mörk.