Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 09:30 Ten Hag á hliðarlínunni á Villa Park. Vísir/Getty Hlerunarbúnaði var komið fyrir í klefa Manchester United fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ræður knattspyrnustjórans Erik Ten Hag heyrast vel á upptökum sem The Sun er með í sínum fórum. Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Hrekkjalómi tókst að plata starfsmenn á Villa Park heimavelli Aston Villa og koma fyrir hlerunarbúnaði tveimur dögum fyrir leik liðanna fyrir viku síðan. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Ræður Erik Ten Hag fyrir leikinn og í hálfleik voru teknar upp og eru forráðamenn United uggandi vegna atviksins. „Þetta er átakanlegur öryggisbrestur og vekur upp spurningar um hvernig svona lagað getur gerst. Sem betur fer voru afleiðingarnar ekki miklar,“ segir heimildamaður The Sun sem er með upptökurnar í sínum fórum. „Þetta var hrekkjalómur og hann er stuðningsmaður United, hann var að fíflast og langaði að heyra hvað var sagt í klefanum. En þetta vekur örugglega áhyggjur varðandi hvernig hann komst inn í klefa hjá einu stærsta félagi úrvalsdeildarinnar tveimur dögum fyrir leik.“ Kom aftur daginn eftir til að sækja búnaðinn Breski miðillinn The Sun er með afrit af upptökunum en hefur valið að birta þær ekki. Í frétt miðilsins kemur hins vegar fram að fyrirmæli knattspyrnustjórans Erik Ten Hag til liðsins og einstakra leikmanna heyrast skýrt og greinilega á upptökunni. Samkvæmt The Sun var notaður sími frá Kína sem er útbúinn stillingu þar sem hægt er að virkja míkrófón símans með því að hringja í hann. Síminn var festur með límbandi á stað í klefanum þar sem hann sást ekki og hringt var í hann þegar vitað var að Ten Hag væri í klefanum. Þá kemur fram að aðilinn sem er ábyrgur fyrir hrekknum hafi einnig gerst svo djarfur að koma aftur í klefann daginn eftir leik til að sækja símann. „Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum“ Hrekkurinn kemur í kjölfar þess að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sent út viðvaranir til félaga í deildinni þar sem varað er við álíka atvikum á leikvöngum liðanna. Í maí tókst Youtube-stjörnunni Lizwani til dæmis að lauma sér inn og fá sér sæti í liðsrútu Manchester United þaðan sem honum var vísað út. „Þeir eru að gera þetta til að fá áhorf á Youtube og fá aðdáendur sína til að hlæja. Þeir eru ekki að reyna að skemma fyrir neinum,“ sagði aðili sem blaðamenn The Sun ræddu við. Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er byrjunin sú versta í sögu félagsins í úrvalsdeildinni. United er í 14. sæti með aðeins átta stig eftir sjö leiki.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira