Fótbolti

Enn tapar Roon­ey fyrir Var­dy í dóms­salnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Coleen og Wayne Rooney þegar réttarhöldin fóru fram á sínum tíma.
Coleen og Wayne Rooney þegar réttarhöldin fóru fram á sínum tíma. Vísir/Getty

Mál Rebekah Vardy og Coleen Rooney vakti gríðarlega athygli árið 2022. Deilur þeirra fóru fyrir dómsstóla þar sem Rooney hafði betur. Nú eru deilur þeirra aftur komnar í sviðsljósið.

Erjur þeirra Rebekah Vardy og Coleen Rooney voru á síðum allra fjölmiðla árið 2022. Samband þeirra hófst sem vinskapur en eiginmenn þeirra, knattspyrnumennirnir Jamie Vardy og Wayne Rooney, léku saman með enska landsliðinu á sínum tíma. Enska pressan kallar eiginkonur landsliðsmanna WAGs og var málið nefnt Wagatha Christie í bresku slúðurmiðlunum.

Málið kom upp þegar Coleen Rooney sakaði Rebekah Vardy um að leka fréttum um Rooney-hjónin til fjölmiðla gegn greiðslu. Málið fór alla leið fyrir dómsstóla og vakti gríðarlega athygli. Vardy tapaði málinu og þurfti að greiða Rooney himinháa upphæð í lögfræðikostnað.

Nú er málið aftur komið fyrir dómsstóla og enn er það Vardy sem þarf að rífa upp veskið. Nú hefur hún verið dæmd til að greiða Rooney alls tæplega 18 milljónir íslenskra króna og hefur hún þrjár vikur til að ganga frá greiðslunni.

Hvorug kvennanna var viðstödd þegar dómurinn var kveðinn upp en enn á eftir að greiða úr lagalegum flækjum og það gæti dregist allt þar til á næsta ári þar til endanlega niðurstaða fæst í það og þá hversu háa upphæð Rebekah Vardy þarf að greiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×