„Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:08 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, reiknar með hörku á næstu lyftingaræfingu liðsins. vísir / pawel FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. „Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira