TDE hirtu Leifarnar og tvö stig í leiðinni Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. september 2024 14:53 Leifarnar máttu lúta í lægra haldi fyrir TDE í 4. umferð Litlu Kraftvéladeildarinnar en leikirnir tveir benda til þess að síðarnefnda liðið gæti mögulega verið að hrökkva í gír. Viðureign liðanna TDE jr og Leifarnar í 4. umferð Litlu Kraftvéladeildarinnar í Dota 2 lauk með kærkomnum og góðum 2-0 sigri sem skilaði TDE sínum fyrstu tveimur stigum. TDE og Leifarnar áttust við í 1. riðli deildarinnar á sunnudaginn. Þorlákur Björnsson og Brynjólfur Sigurðsson lýstu keppninni í beinni útsendingu og sögðust fyrir leik hafa skynjað mikla spennu í báðum liðum. Eðlilega kannski þar sem bæði komu þau í 4. umferð með tap á bakinu. Lýsendurnir töldu þó úrslitin og frammistöðu sigurvegaranna benda til þess að liðsmenn TDE væru byrjaðir að „finna sig“ eftir að slakt gengi í upphafi móts. Liðin keppa í riðli 1 en eftir leik gærkvöldsins er Kuti þar efstur með 5 stig en á botninum sitja Coup de Brains og Leifarnar með 0 stig. Í riðli 2 er TSR Akademían efst með 5 stig en á botninum hvíla Skill Issue og Axel Avengers stiglaus. Riðill 1 1. Kuti 5 2. Lína & Durtarnir 3 3. Snorri & Dvergarnir 2 4. TDE jr 2 5. Verktakaþjónusta Bigga frænda 2 6. Coup de Brains 0 7. Leifarnar 0 Riðill 2 1. TSR Akademían 5 2. Alltof Heimskir 3 3. Hendakallarnir 3 4. Kiddi Karrí 2 5. Mímklúbburinn Breiðnefur 1 6. Skill Issue 0 7. Axel Avengers 0 Rafíþróttir Tengdar fréttir Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Litla-Kraftvéladeildin hófst á ný með liðakeppni í Dota2 sunnudaginn 8. september og rétt eins og í öðrum deildum Rafíþróttasambandsins er hugur í mannskapnum við upphaf keppnistímabilsins. 10. september 2024 12:08 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti
TDE og Leifarnar áttust við í 1. riðli deildarinnar á sunnudaginn. Þorlákur Björnsson og Brynjólfur Sigurðsson lýstu keppninni í beinni útsendingu og sögðust fyrir leik hafa skynjað mikla spennu í báðum liðum. Eðlilega kannski þar sem bæði komu þau í 4. umferð með tap á bakinu. Lýsendurnir töldu þó úrslitin og frammistöðu sigurvegaranna benda til þess að liðsmenn TDE væru byrjaðir að „finna sig“ eftir að slakt gengi í upphafi móts. Liðin keppa í riðli 1 en eftir leik gærkvöldsins er Kuti þar efstur með 5 stig en á botninum sitja Coup de Brains og Leifarnar með 0 stig. Í riðli 2 er TSR Akademían efst með 5 stig en á botninum hvíla Skill Issue og Axel Avengers stiglaus. Riðill 1 1. Kuti 5 2. Lína & Durtarnir 3 3. Snorri & Dvergarnir 2 4. TDE jr 2 5. Verktakaþjónusta Bigga frænda 2 6. Coup de Brains 0 7. Leifarnar 0 Riðill 2 1. TSR Akademían 5 2. Alltof Heimskir 3 3. Hendakallarnir 3 4. Kiddi Karrí 2 5. Mímklúbburinn Breiðnefur 1 6. Skill Issue 0 7. Axel Avengers 0
Rafíþróttir Tengdar fréttir Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Litla-Kraftvéladeildin hófst á ný með liðakeppni í Dota2 sunnudaginn 8. september og rétt eins og í öðrum deildum Rafíþróttasambandsins er hugur í mannskapnum við upphaf keppnistímabilsins. 10. september 2024 12:08 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti
Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Litla-Kraftvéladeildin hófst á ný með liðakeppni í Dota2 sunnudaginn 8. september og rétt eins og í öðrum deildum Rafíþróttasambandsins er hugur í mannskapnum við upphaf keppnistímabilsins. 10. september 2024 12:08