Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 14:01 Gleðin er allsráðandi hjá Karlottu og félögum í Ottoman. Einar Jarl Íslenska rokksveitin Ottoman sendi í dag frá sér myndband við lagið Polytick en það var tekið upp á tónleikum sveitarinnar á Gauknum í fyrra þar sem einn meðlimur var komin sjö mánuði á leið. Sveitin mun í kvöld gefa frá sér plötu með lögunum sem tekin voru upp á tónleikunum þar sem sveitin kom sér fyrir á miðju gólfi. Platan mun einfaldlega heita „Live at Gaukurinn“ og inniheldur upptöku af tónleikum Ottoman sem fram fóru þann 23. júní í fyrra. Útgáfan er bæði í formi tíu laga plötu á öllum helstu streymisveitum auk tónleikamyndar sem gefin verður út á Youtube í kvöld. Klippa: Polytick - Ottoman Allt á miðju gólfi Ottoman hefur fyrir löngu skipað sér sess í íslensku rokksenunni og er bandið einna helst þekkt fyrir sterk blúsáhrif, tregafullan en orkumikinn hljóm og líflega tónleika. Allt þetta og meira var til staðar á Gauknum þegar hljómsveitin tróð upp fyrir fullum sal og flutti sín vinsælustu lög auk þess að frumflytja hvorki meira né minna en fimm ný lög, sem sveitin hafði samið einungis tveimur vikum fyrir tónleikana. Gaukurinn er gamalgróinn tónleikastaður rokksenunnar á Íslandi en þessir tónleikar voru frábrugðnir flestum öðrum sem þar fara fram, þar sem að Ottoman stilltu sér upp í miðju salarins og áhorfendur stóðu allt í kring um hljómsveitina og fengu því að fylgjast með frá sjónarhornum sem eru venjulega hulin þeim. Þetta, ásamt staðreyndinni að tónleikarnir yrðu þeir síðustu hljómsveitarinnar í bráð, skilaði sér í mjög nánum og berskjölduðum tónleikum sem fönguðu hug og hjörtu áhorfenda. Ottoman er íslensk rokkhljómsveit skipuð þeim Stefáni Laxdal, Helga Durhuus, Gottskálki Daða Bernhöft Reynissyni og Karlottu Laufey Halldórsdóttur. Sveitin varð til árið 2014 og hefur skapað sér sterkt nafn í rokk senunni á Íslandi. Sveitin á undir beltinu eina plötu í fullri lengd sem hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur, tónleika víðsvegar um landið sem og tónleikaferð í Austur-Evrópu. Skemmtilegt er að geta þess að Karlotta, gítarleikari hljómsveitarinnar var komin um 7 mánuði á leið með fyrsta barn sitt þegar tónleikarnir fóru fram og lét það ekki mikið á sig fá, enda voru allir meðlimir Ottoman í sínu besta formi og skiluðu frá sér einstökum tónleikum sem munu seint gleymast. Tónleikarnir voru teknir upp bæði á hljóð og mynd, enda var hljómsveitinni ljóst frá upphafi að kvöldið yrði sérstakt í alla staði. Mikill metnaður var því lagður í alla framkvæmd og útlit tónleikanna, en vinnan við þá skilaði sér heldur betur og hefur nú loks skilað sér í glæsilegri tónleikaupptöku tónlistaraðdáendur geta notið á meðan beðið er eftir næstu plötu hljómsveitarinnar. Tónlist Mest lesið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Fleiri fréttir Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Platan mun einfaldlega heita „Live at Gaukurinn“ og inniheldur upptöku af tónleikum Ottoman sem fram fóru þann 23. júní í fyrra. Útgáfan er bæði í formi tíu laga plötu á öllum helstu streymisveitum auk tónleikamyndar sem gefin verður út á Youtube í kvöld. Klippa: Polytick - Ottoman Allt á miðju gólfi Ottoman hefur fyrir löngu skipað sér sess í íslensku rokksenunni og er bandið einna helst þekkt fyrir sterk blúsáhrif, tregafullan en orkumikinn hljóm og líflega tónleika. Allt þetta og meira var til staðar á Gauknum þegar hljómsveitin tróð upp fyrir fullum sal og flutti sín vinsælustu lög auk þess að frumflytja hvorki meira né minna en fimm ný lög, sem sveitin hafði samið einungis tveimur vikum fyrir tónleikana. Gaukurinn er gamalgróinn tónleikastaður rokksenunnar á Íslandi en þessir tónleikar voru frábrugðnir flestum öðrum sem þar fara fram, þar sem að Ottoman stilltu sér upp í miðju salarins og áhorfendur stóðu allt í kring um hljómsveitina og fengu því að fylgjast með frá sjónarhornum sem eru venjulega hulin þeim. Þetta, ásamt staðreyndinni að tónleikarnir yrðu þeir síðustu hljómsveitarinnar í bráð, skilaði sér í mjög nánum og berskjölduðum tónleikum sem fönguðu hug og hjörtu áhorfenda. Ottoman er íslensk rokkhljómsveit skipuð þeim Stefáni Laxdal, Helga Durhuus, Gottskálki Daða Bernhöft Reynissyni og Karlottu Laufey Halldórsdóttur. Sveitin varð til árið 2014 og hefur skapað sér sterkt nafn í rokk senunni á Íslandi. Sveitin á undir beltinu eina plötu í fullri lengd sem hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur, tónleika víðsvegar um landið sem og tónleikaferð í Austur-Evrópu. Skemmtilegt er að geta þess að Karlotta, gítarleikari hljómsveitarinnar var komin um 7 mánuði á leið með fyrsta barn sitt þegar tónleikarnir fóru fram og lét það ekki mikið á sig fá, enda voru allir meðlimir Ottoman í sínu besta formi og skiluðu frá sér einstökum tónleikum sem munu seint gleymast. Tónleikarnir voru teknir upp bæði á hljóð og mynd, enda var hljómsveitinni ljóst frá upphafi að kvöldið yrði sérstakt í alla staði. Mikill metnaður var því lagður í alla framkvæmd og útlit tónleikanna, en vinnan við þá skilaði sér heldur betur og hefur nú loks skilað sér í glæsilegri tónleikaupptöku tónlistaraðdáendur geta notið á meðan beðið er eftir næstu plötu hljómsveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Fleiri fréttir Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira