Sport

Harð­neitar því að hafa rekið við í leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Wade er í 18. sæti heimslistans í pílukasti.
James Wade er í 18. sæti heimslistans í pílukasti. getty/George Wood

Velski pílukastarinn James Wade sá sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu eftir að hann virtist prumpa í miðjum leik á dögunum.

Wade mætti Callan Rydz í átta manna úrslitum á Players Championship í Leicester. Þegar hann gekk að borði sínu eftir ellefta legg sást hann beygja sig aðeins í hnjánum áður en hann virtist reka við, hátt og snjallt.

Atvikið vakti svo mikla athygli að Wade sá þann kost vænstan að gefa út yfirlýsingu vegna þess.

„Myndband af mér þar sem ég virðist reka við eftir einn af leikjum mínum hefur verið í birtingu. Raunar var þetta franski rennilásinn á nýju íþróttaskónum mínum. Vonandi er þetta útrætt því ég vil ekki tala meira um þetta,“ sagði Wade.

Þrátt fyrir þessa uppákomu sigraði Wade Rydz, 6-5, og tryggði sér þar með farseðilinn í undanúrslit mótsins. Þar beið hann hins vegar lægri hlut fyrir Skotanum Gary Anderson sem hefur einmitt verið sakaður um að reka við á sviði til að koma andstæðingum sínum úr jafnvægi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×