Frumsýning á Vísi: Helga Braga í kolsvartri kómedíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2024 14:31 Helga Braga fer á kostum og sýnir á sér nýja hlið í Topp 10 möst. Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir fara með aðalhlutverkin í gamanmyndinni Top 10 möst eftir Ólöfu B. Torfadóttur. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt. „Það er komið ár síðan við röppuðum þessu upp þannig það er kominn tími til að einhver fái loksins að sjá,“ segir Ólöf B. leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar í samtali við Vísi. Hún segist hafa dregið efnistök myndarinnar upp úr eigin lífseynslu og segir um sannkallaða „buddy“ kómedíu að ræða. Stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa Myndin hverfist um listakonuna Örnu sem er komin með leið á lífinu og ákveður að gera sér topp tíu lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Hún heldur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst enda á Austfjörðunum. Á sama tíma er eilífðarfanginn Mjöll búin að komast að því að barnsfaðir hennar, sem býr á Egilstöðum, vill að nýja konan ættleiði dóttur þeirra. Hún flýr því úr fangelsinu og á bensínstöð á leið út úr bænum finnur hún sér far í bíl Örnu. Þetta ólíkindar dúó þarf nú að vinna saman við að ferðast þvert yfir landið og fylla út topp tíu möst listann. Um er að ræða stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa í mynd sem er svört kómedía. Allir þekkja Helgu Brögu, sem átt hefur farsælan feril og ein af gersemum kómedíunnar í íslenskri menningarsögu. Ólöf segir það hafa verið frábært að vinna með Helgu Brögu, sem lagt hafi allt sitt í þann flókna karakter sem Arna er. Í myndinni megi sjá hlið á Helgu Brögu sem ekki hafi sést áður. Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er komið ár síðan við röppuðum þessu upp þannig það er kominn tími til að einhver fái loksins að sjá,“ segir Ólöf B. leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar í samtali við Vísi. Hún segist hafa dregið efnistök myndarinnar upp úr eigin lífseynslu og segir um sannkallaða „buddy“ kómedíu að ræða. Stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa Myndin hverfist um listakonuna Örnu sem er komin með leið á lífinu og ákveður að gera sér topp tíu lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Hún heldur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst enda á Austfjörðunum. Á sama tíma er eilífðarfanginn Mjöll búin að komast að því að barnsfaðir hennar, sem býr á Egilstöðum, vill að nýja konan ættleiði dóttur þeirra. Hún flýr því úr fangelsinu og á bensínstöð á leið út úr bænum finnur hún sér far í bíl Örnu. Þetta ólíkindar dúó þarf nú að vinna saman við að ferðast þvert yfir landið og fylla út topp tíu möst listann. Um er að ræða stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa í mynd sem er svört kómedía. Allir þekkja Helgu Brögu, sem átt hefur farsælan feril og ein af gersemum kómedíunnar í íslenskri menningarsögu. Ólöf segir það hafa verið frábært að vinna með Helgu Brögu, sem lagt hafi allt sitt í þann flókna karakter sem Arna er. Í myndinni megi sjá hlið á Helgu Brögu sem ekki hafi sést áður.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira