Beðið eftir orkumálaráðherra Eggert Valur Guðmundsson og Gunnar Aron Ólason skrifa 23. september 2024 12:00 Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og vindorkustefnu þess. Landsvirkjun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svöruðu spurningunum fljótlega, eða í júní 2024, Fjármálaráðuneytið hafði svarað strax daginn eftir að fyrirspurnin barst, eða þann 24. maí. En Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur ekki enn svarað spurningunum núna þegar langt er liðið á septembermánuð. Spurningarnar sem sendar voru á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið voru eftirfarandi: 1. Eru til gögn hjá ráðuneytinu er varða nýtingu orkunnar sem hlýst af Búrfellslundi (Vaðölduver)? 2. Verður orkan úr Búrfellslundi nýtt til orkuskipta eða nýrra orkufrekra verkefna? 3. Getur ráðuneytið skilgreint hvaða hagrænu áhrif yrðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra ef tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu næðu fram að ganga? Sbr. skýrslu starfshópsins með viðaukum. 4. Hvað felst í samningi um þróun grænnar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu Ölfusi sem skrifað var undir 9. júní 2023 sbr.; https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/06/09/Aform-um-graena-atvinnuuppbyggingu-i-Sveitarfelaginu-Olfusi/ Seinagangur ráðuneytisins tefur framvindu mála Þessi seinkun á svörum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu veldur því að mikilvægar ákvarðanir um vindorkuverkefnið gætu tafist. Þrátt fyrir að framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt að hluta, vantar enn mat á heildaráhrifum verkefnisins á nærsamfélagið, þar á meðal þau efnahagslegu. Sveitarfélagið hefur sett fram stefnu um að tryggja jafnvægi milli umhverfisverndar og efnahagslegrar uppbyggingar, en slíkt jafnvægi verður aðeins tryggt ef upplýsingar frá öllum aðilum liggja fyrir. Það er því brýnt að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið bregðist skjótt við og sendi svör við matsspurningunum svo að sveitarfélagið geti lokið þessari mikilvægu vinnu. Svörin eru grundvöllur þess að hægt sé að meta umfang verkefnisins og hvernig það muni gagnast samfélaginu til lengri tíma litið. Nærsamfélagið á skilið að fá skýra mynd af áhrifum og ávinningi þessara orkumannvirkja. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Gunnar Aron Ólason formaður Skipulagsnefndar Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og vindorkustefnu þess. Landsvirkjun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svöruðu spurningunum fljótlega, eða í júní 2024, Fjármálaráðuneytið hafði svarað strax daginn eftir að fyrirspurnin barst, eða þann 24. maí. En Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur ekki enn svarað spurningunum núna þegar langt er liðið á septembermánuð. Spurningarnar sem sendar voru á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið voru eftirfarandi: 1. Eru til gögn hjá ráðuneytinu er varða nýtingu orkunnar sem hlýst af Búrfellslundi (Vaðölduver)? 2. Verður orkan úr Búrfellslundi nýtt til orkuskipta eða nýrra orkufrekra verkefna? 3. Getur ráðuneytið skilgreint hvaða hagrænu áhrif yrðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra ef tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu næðu fram að ganga? Sbr. skýrslu starfshópsins með viðaukum. 4. Hvað felst í samningi um þróun grænnar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu Ölfusi sem skrifað var undir 9. júní 2023 sbr.; https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/06/09/Aform-um-graena-atvinnuuppbyggingu-i-Sveitarfelaginu-Olfusi/ Seinagangur ráðuneytisins tefur framvindu mála Þessi seinkun á svörum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu veldur því að mikilvægar ákvarðanir um vindorkuverkefnið gætu tafist. Þrátt fyrir að framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt að hluta, vantar enn mat á heildaráhrifum verkefnisins á nærsamfélagið, þar á meðal þau efnahagslegu. Sveitarfélagið hefur sett fram stefnu um að tryggja jafnvægi milli umhverfisverndar og efnahagslegrar uppbyggingar, en slíkt jafnvægi verður aðeins tryggt ef upplýsingar frá öllum aðilum liggja fyrir. Það er því brýnt að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið bregðist skjótt við og sendi svör við matsspurningunum svo að sveitarfélagið geti lokið þessari mikilvægu vinnu. Svörin eru grundvöllur þess að hægt sé að meta umfang verkefnisins og hvernig það muni gagnast samfélaginu til lengri tíma litið. Nærsamfélagið á skilið að fá skýra mynd af áhrifum og ávinningi þessara orkumannvirkja. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Gunnar Aron Ólason formaður Skipulagsnefndar Rangárþings ytra.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun