Þjálfarinn í byrjunarliðinu: „Mér fannst þörf á smá aga í leikinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2024 20:52 Spilandi þjálfarinn Gunnar Steinn gefur liðinu mikið inni á vellinum. vísir / pawel Gunnar Steinn Jónsson stýrði og spilaði með liði Fjölnis sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla í kvöld, 28-27 í háspennuleik þar sem flautumark á lokasekúndunni fékk ekki að gilda. „Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða