Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. september 2024 14:39 Daníel Máni Óskarsson og Mist Reykdal Magnúsdóttir lýstu leikjunum í fyrstu umferð Míludeildarinnar í beinni en Valorant mótið hefur vakið forvitni og mikla athygli ekki síst fyrir metfjölda keppenda og veglegt verðlaunafé. „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. Míludeildin í Valorant hófst föstudaginn 6. september og mótastjórarnir Daníel Máni og Mist Reykdal Magnúsdóttir telja ljóst að framundan sé spennandi og skemmtileg keppni enda áhuginn á mótinu mikill og keppnisliðin hafa aldrei verið jafn mörg. „Mótið fór vel af stað. Við erum með 50 stelpur skráðar til leiks og leikirnir í fyrstu umferð voru almennt frekar spennandi og gaman að sjá hve alvarlega stelpurnar taka þessu. Þannig að þetta gengur rosalega vel,“ segir Daníel en þau Mist sjá einnig um beinar lýsingar frá Míludeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J0uctFOkB-c">watch on YouTube</a> „Þetta er algert met. Við erum svo vön því að sjá þrjú til fjögur lið keppa og vorum kannski að búast við svona fimm liðum en svo eru þau bara átta sem er alveg klikkað,“ segir Mist. „Ég held forvitnin sé sérstaklega mikil þar sem konur hafa alltaf verið í svolitlum minnihluta tölvuleikjaspilara og fólki finnist áhugavert að það sé komin heil deild bara fyrir konur,“ heldur Mist áfram og bætir við að mótið hafi bæði vakið mikla athygli og ekki síður mikinn áhuga styrktaraðila. Jákvætt fyrir rafíþróttir kvenna Veglegt verðlaunaféð, ein og hálf milljón króna, gefur Míludeildinni líka ákveðna sérstöðu í sögulegu samhengi. „Peningalega er þetta næst stærst og það sem er örugglega mest töff við þetta er að þetta er örugglega í fyrsta skipti sem rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, er með yfir milljón í verðlaunafé,“ segir Daníel og bendir á að ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu jákvætt þetta er fyrir íþróttir kvenna. „Rafíþróttir eru heilt yfir tiltölulega ósnertur markaður á Íslandi og þegar byrjað er að rækta kvennahliðina á þessu svona strax í upphafi þá verða möguleikarnir miklu fleiri og betri og þetta er magnað að mínu mati,“ heldur Daníel áfram og bendir á að líklega sé um hæstu verðlaunafjárhæð í íþróttadeild kvenna á Íslandi að ræða og að eftir því sem næst verður komist er sennilega um þriðja hæsta verðlaunafé í íslensku sporti að ræða á eftir Counter Strike og Bestu deildinni í knattspyrnu. Magnað kynjahlutfall Daníel segir það hafa þótt upplagt að byrja á að bjóða upp á kvennadeild í Valorant þar sem kynjaskipting spilara sé nánast jöfn á heimsmælikvarða. „Sem er bara magnað fyrir tölvuleik. Valorant er líka rosalega litríkur, dálítið teiknimyndalegur og höfðar þannig kannski meira til yngra fólks. Kynjaskipting spilara í Valorant er nánast jöfn á heimsmælikvarða og „teiknimyndaleg“ litadýrð hans virðist höfða sérstaklega til yngra fólks. Við erum með leikmenn alveg frá fímmtán ára og yfir þrítugt þannig að þetta er bara út um allt en ég myndi segja að meðalaldurinn sé í kringum 22-23 ára,“ segir Daníel og bætir við að Riot, sem framleiðir leikinn, hafi í markaðssetningu hans lagt mikla áherslu á að Valorant væri aðgengilegur öllum og það segi ef til vill sína sögu að aldurstakmarkið í Valorant er fjórtán ár en sé annars almennt sextán ár í skotleikjum. Þá segir Daníel Valorant vera í bullandi sókn á Íslandi eftir að hafa verið í nokkurri lægð og hann telji óhjákvæmilegt að bjóða einhvern daginn einnig upp á karladeild í leiknum. „Það er sjálfsögðu alltaf planið. Annars heldur þetta áfram að stækka eitthvað áður en það skreppur saman aftur ef öllum þessum strákum sem eru ótrúlega góðir í leiknum býðst ekki vettvangur til þess að keppa þá hætta þeir bara að nenna þessu.“ Loksins stelpur á móti stelpum Mist segir stelpum í rafíþróttum vera að fjölga jafnt og þétt og augljóst að þær hafi komið sterkar inn í kjölfar heimsfaraldursins. „Rosalega margar stelpur byrjuðu í raun að spila í og eftir Covid þegar það var eiginlega ekkert við að vera og maður var bara heima hjá sér. Sjálf er hún búin að vera virk á rafíþróttasenunni í fimm ár og segist hafa upplifað sig svolítið eina með strákunum þangað til hún byrjaði í Valorant fyrir þremur eða fjórum árum. „Ég hef verið að keppa í öðrum tölvuleikjum, til dæmis League of Legends og í þeirri deild eru eiginlega engar stelpur að keppa á þessu leveli þannig að mér finnst mjög skemmtilegt að sjá fleiri stelpur eins og í Valorant. Þetta er í rauninni svolítið öðruvísi hópur og í stað þess að vera að keppa bara með strákum eða á móti strákum þá er ég loksins að keppa með stelpum og á móti stelpum.“ Rafíþróttir Tengdar fréttir Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Míludeildin í Valorant hófst föstudaginn 6. september og mótastjórarnir Daníel Máni og Mist Reykdal Magnúsdóttir telja ljóst að framundan sé spennandi og skemmtileg keppni enda áhuginn á mótinu mikill og keppnisliðin hafa aldrei verið jafn mörg. „Mótið fór vel af stað. Við erum með 50 stelpur skráðar til leiks og leikirnir í fyrstu umferð voru almennt frekar spennandi og gaman að sjá hve alvarlega stelpurnar taka þessu. Þannig að þetta gengur rosalega vel,“ segir Daníel en þau Mist sjá einnig um beinar lýsingar frá Míludeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J0uctFOkB-c">watch on YouTube</a> „Þetta er algert met. Við erum svo vön því að sjá þrjú til fjögur lið keppa og vorum kannski að búast við svona fimm liðum en svo eru þau bara átta sem er alveg klikkað,“ segir Mist. „Ég held forvitnin sé sérstaklega mikil þar sem konur hafa alltaf verið í svolitlum minnihluta tölvuleikjaspilara og fólki finnist áhugavert að það sé komin heil deild bara fyrir konur,“ heldur Mist áfram og bætir við að mótið hafi bæði vakið mikla athygli og ekki síður mikinn áhuga styrktaraðila. Jákvætt fyrir rafíþróttir kvenna Veglegt verðlaunaféð, ein og hálf milljón króna, gefur Míludeildinni líka ákveðna sérstöðu í sögulegu samhengi. „Peningalega er þetta næst stærst og það sem er örugglega mest töff við þetta er að þetta er örugglega í fyrsta skipti sem rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, er með yfir milljón í verðlaunafé,“ segir Daníel og bendir á að ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu jákvætt þetta er fyrir íþróttir kvenna. „Rafíþróttir eru heilt yfir tiltölulega ósnertur markaður á Íslandi og þegar byrjað er að rækta kvennahliðina á þessu svona strax í upphafi þá verða möguleikarnir miklu fleiri og betri og þetta er magnað að mínu mati,“ heldur Daníel áfram og bendir á að líklega sé um hæstu verðlaunafjárhæð í íþróttadeild kvenna á Íslandi að ræða og að eftir því sem næst verður komist er sennilega um þriðja hæsta verðlaunafé í íslensku sporti að ræða á eftir Counter Strike og Bestu deildinni í knattspyrnu. Magnað kynjahlutfall Daníel segir það hafa þótt upplagt að byrja á að bjóða upp á kvennadeild í Valorant þar sem kynjaskipting spilara sé nánast jöfn á heimsmælikvarða. „Sem er bara magnað fyrir tölvuleik. Valorant er líka rosalega litríkur, dálítið teiknimyndalegur og höfðar þannig kannski meira til yngra fólks. Kynjaskipting spilara í Valorant er nánast jöfn á heimsmælikvarða og „teiknimyndaleg“ litadýrð hans virðist höfða sérstaklega til yngra fólks. Við erum með leikmenn alveg frá fímmtán ára og yfir þrítugt þannig að þetta er bara út um allt en ég myndi segja að meðalaldurinn sé í kringum 22-23 ára,“ segir Daníel og bætir við að Riot, sem framleiðir leikinn, hafi í markaðssetningu hans lagt mikla áherslu á að Valorant væri aðgengilegur öllum og það segi ef til vill sína sögu að aldurstakmarkið í Valorant er fjórtán ár en sé annars almennt sextán ár í skotleikjum. Þá segir Daníel Valorant vera í bullandi sókn á Íslandi eftir að hafa verið í nokkurri lægð og hann telji óhjákvæmilegt að bjóða einhvern daginn einnig upp á karladeild í leiknum. „Það er sjálfsögðu alltaf planið. Annars heldur þetta áfram að stækka eitthvað áður en það skreppur saman aftur ef öllum þessum strákum sem eru ótrúlega góðir í leiknum býðst ekki vettvangur til þess að keppa þá hætta þeir bara að nenna þessu.“ Loksins stelpur á móti stelpum Mist segir stelpum í rafíþróttum vera að fjölga jafnt og þétt og augljóst að þær hafi komið sterkar inn í kjölfar heimsfaraldursins. „Rosalega margar stelpur byrjuðu í raun að spila í og eftir Covid þegar það var eiginlega ekkert við að vera og maður var bara heima hjá sér. Sjálf er hún búin að vera virk á rafíþróttasenunni í fimm ár og segist hafa upplifað sig svolítið eina með strákunum þangað til hún byrjaði í Valorant fyrir þremur eða fjórum árum. „Ég hef verið að keppa í öðrum tölvuleikjum, til dæmis League of Legends og í þeirri deild eru eiginlega engar stelpur að keppa á þessu leveli þannig að mér finnst mjög skemmtilegt að sjá fleiri stelpur eins og í Valorant. Þetta er í rauninni svolítið öðruvísi hópur og í stað þess að vera að keppa bara með strákum eða á móti strákum þá er ég loksins að keppa með stelpum og á móti stelpum.“
Rafíþróttir Tengdar fréttir Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36