Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2024 22:32 Mendes hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötuna Brasileiro árið 1992. EPA Brasilíski tónlistarmaðurinn Sergio Mendes, sem hjálpaði til við alþjóðavæðingu bossa nova tónlistar á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Brasil '66, er látinn. Mendes var 83 ára gamall. Í dánartilkynningu frá fjölskyldu Mendes segir að hann hafi látist vegna fylgikvilla sem stöfuðu af langvarandi áhrifum Covid. Í æviágripi á vef Guardian segir að Mendes hafi skrifað undir plötusamning með útigáfurisanum Capitol Records árið 1964 með hljómsveitinni Brasil '65. Hljómsveitin gaf út tvær plötur sem hlutu dræmar undirtektir almennings. Þá var tekin ákvörðun um að framvegis yrði sungið á ensku, en ekki portúgölsku eins og áður og í leiðinni skyldi nafni hljómsveitarinnar breytt í Brasil '66. Lagið Mas Que Nada skaut hljómsveitinni upp á stjörnuhimininn, sem er þó einnig á portúgölsku. Mendes og Brasil '66 tóku lagið upp á nýjan leik með stórhljómsveitinni Black Eyed Peas. Tóndæmi má nálgast hér að neðan. Önnur lög Mendes sem nutu vinsælda, ýmist með eða án Brasil '66, eru The Look of Love og ábreiða á laginu Never Gonna Let You Go með Barry Mann og Cynthiu Weil. Mendes átti endurkomu inn í bransann árið 2006 með útgáfu plötunnar Timeless, sem Black Eyed Peas og will.i.am. framleiddu. Tónlist Brasilía Andlát Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í dánartilkynningu frá fjölskyldu Mendes segir að hann hafi látist vegna fylgikvilla sem stöfuðu af langvarandi áhrifum Covid. Í æviágripi á vef Guardian segir að Mendes hafi skrifað undir plötusamning með útigáfurisanum Capitol Records árið 1964 með hljómsveitinni Brasil '65. Hljómsveitin gaf út tvær plötur sem hlutu dræmar undirtektir almennings. Þá var tekin ákvörðun um að framvegis yrði sungið á ensku, en ekki portúgölsku eins og áður og í leiðinni skyldi nafni hljómsveitarinnar breytt í Brasil '66. Lagið Mas Que Nada skaut hljómsveitinni upp á stjörnuhimininn, sem er þó einnig á portúgölsku. Mendes og Brasil '66 tóku lagið upp á nýjan leik með stórhljómsveitinni Black Eyed Peas. Tóndæmi má nálgast hér að neðan. Önnur lög Mendes sem nutu vinsælda, ýmist með eða án Brasil '66, eru The Look of Love og ábreiða á laginu Never Gonna Let You Go með Barry Mann og Cynthiu Weil. Mendes átti endurkomu inn í bransann árið 2006 með útgáfu plötunnar Timeless, sem Black Eyed Peas og will.i.am. framleiddu.
Tónlist Brasilía Andlát Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“