Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2024 20:25 Tónleikagestir eiga von á mikilli innlifun hljómsveitameðlimanna í kvöld. Vísir Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum. „Það eru fyrst og fremst bara góðir menn í báðum hljómsveitum held ég,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari Dikta aðspurður hvernig kemur til að hljómsveitirnar séu svo miklir vinir. Fréttamaður tók púlsinn á honum og Elís Péturssyni bassaleikara Jeff Who? í Kvöldfréttum. Hljómsveitirnar hafa iðulega spilað saman í gegn um tíðina. „Við spiluðum mikið af tónleikum saman á Nasa og fleiri góðum stöðum í gegn um árin. En ekki í einhver tíu ár. Þannig að við ákváðum að leiða hesta okkar saman á ný,“ segir Haukur. „Já tíu ára pása. Maður þarf að eignast börn, kaupa sér einhvern bíl og vesenast eitthvað. En svo bara gerðist þetta einhvern veginn núna,“ segir Elís. Hverju eiga gestir von á í kvöld? „Miklu fjöri og skemmtilegheitum,“ segir Haukur. Elís tekur í sama streng. „Við verðum örugglega bara mjög hressir.“ Tvö ár eru síðan Dikta gaf út nýtt lag en sextán ár síðan Jeff Who? gaf út nýtt lag. Haukur segir Diktu vera að vinna í nýrri tónlist og hennar megi vænta á næstu mánuðum. Náið þið núna til unga fólksins sem er núna að fylgjast með eins og þið náðuð í denn? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir ungt fólk sko. Börnin sem voru mikið að hlusta á útvarpið þegar við vorum vinsælir, þau eru að koma á tónleika núna,“ segir Haukur. Viðtalið endaði með tóndæmi af hinu geysivinsæla lagi Barfly með Jeff Who? eins og sjá má í spilaranum ofar í fréttinni. Tónlist Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það eru fyrst og fremst bara góðir menn í báðum hljómsveitum held ég,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari Dikta aðspurður hvernig kemur til að hljómsveitirnar séu svo miklir vinir. Fréttamaður tók púlsinn á honum og Elís Péturssyni bassaleikara Jeff Who? í Kvöldfréttum. Hljómsveitirnar hafa iðulega spilað saman í gegn um tíðina. „Við spiluðum mikið af tónleikum saman á Nasa og fleiri góðum stöðum í gegn um árin. En ekki í einhver tíu ár. Þannig að við ákváðum að leiða hesta okkar saman á ný,“ segir Haukur. „Já tíu ára pása. Maður þarf að eignast börn, kaupa sér einhvern bíl og vesenast eitthvað. En svo bara gerðist þetta einhvern veginn núna,“ segir Elís. Hverju eiga gestir von á í kvöld? „Miklu fjöri og skemmtilegheitum,“ segir Haukur. Elís tekur í sama streng. „Við verðum örugglega bara mjög hressir.“ Tvö ár eru síðan Dikta gaf út nýtt lag en sextán ár síðan Jeff Who? gaf út nýtt lag. Haukur segir Diktu vera að vinna í nýrri tónlist og hennar megi vænta á næstu mánuðum. Náið þið núna til unga fólksins sem er núna að fylgjast með eins og þið náðuð í denn? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir ungt fólk sko. Börnin sem voru mikið að hlusta á útvarpið þegar við vorum vinsælir, þau eru að koma á tónleika núna,“ segir Haukur. Viðtalið endaði með tóndæmi af hinu geysivinsæla lagi Barfly með Jeff Who? eins og sjá má í spilaranum ofar í fréttinni.
Tónlist Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira