Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2024 20:25 Tónleikagestir eiga von á mikilli innlifun hljómsveitameðlimanna í kvöld. Vísir Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum. „Það eru fyrst og fremst bara góðir menn í báðum hljómsveitum held ég,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari Dikta aðspurður hvernig kemur til að hljómsveitirnar séu svo miklir vinir. Fréttamaður tók púlsinn á honum og Elís Péturssyni bassaleikara Jeff Who? í Kvöldfréttum. Hljómsveitirnar hafa iðulega spilað saman í gegn um tíðina. „Við spiluðum mikið af tónleikum saman á Nasa og fleiri góðum stöðum í gegn um árin. En ekki í einhver tíu ár. Þannig að við ákváðum að leiða hesta okkar saman á ný,“ segir Haukur. „Já tíu ára pása. Maður þarf að eignast börn, kaupa sér einhvern bíl og vesenast eitthvað. En svo bara gerðist þetta einhvern veginn núna,“ segir Elís. Hverju eiga gestir von á í kvöld? „Miklu fjöri og skemmtilegheitum,“ segir Haukur. Elís tekur í sama streng. „Við verðum örugglega bara mjög hressir.“ Tvö ár eru síðan Dikta gaf út nýtt lag en sextán ár síðan Jeff Who? gaf út nýtt lag. Haukur segir Diktu vera að vinna í nýrri tónlist og hennar megi vænta á næstu mánuðum. Náið þið núna til unga fólksins sem er núna að fylgjast með eins og þið náðuð í denn? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir ungt fólk sko. Börnin sem voru mikið að hlusta á útvarpið þegar við vorum vinsælir, þau eru að koma á tónleika núna,“ segir Haukur. Viðtalið endaði með tóndæmi af hinu geysivinsæla lagi Barfly með Jeff Who? eins og sjá má í spilaranum ofar í fréttinni. Tónlist Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Það eru fyrst og fremst bara góðir menn í báðum hljómsveitum held ég,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari Dikta aðspurður hvernig kemur til að hljómsveitirnar séu svo miklir vinir. Fréttamaður tók púlsinn á honum og Elís Péturssyni bassaleikara Jeff Who? í Kvöldfréttum. Hljómsveitirnar hafa iðulega spilað saman í gegn um tíðina. „Við spiluðum mikið af tónleikum saman á Nasa og fleiri góðum stöðum í gegn um árin. En ekki í einhver tíu ár. Þannig að við ákváðum að leiða hesta okkar saman á ný,“ segir Haukur. „Já tíu ára pása. Maður þarf að eignast börn, kaupa sér einhvern bíl og vesenast eitthvað. En svo bara gerðist þetta einhvern veginn núna,“ segir Elís. Hverju eiga gestir von á í kvöld? „Miklu fjöri og skemmtilegheitum,“ segir Haukur. Elís tekur í sama streng. „Við verðum örugglega bara mjög hressir.“ Tvö ár eru síðan Dikta gaf út nýtt lag en sextán ár síðan Jeff Who? gaf út nýtt lag. Haukur segir Diktu vera að vinna í nýrri tónlist og hennar megi vænta á næstu mánuðum. Náið þið núna til unga fólksins sem er núna að fylgjast með eins og þið náðuð í denn? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir ungt fólk sko. Börnin sem voru mikið að hlusta á útvarpið þegar við vorum vinsælir, þau eru að koma á tónleika núna,“ segir Haukur. Viðtalið endaði með tóndæmi af hinu geysivinsæla lagi Barfly með Jeff Who? eins og sjá má í spilaranum ofar í fréttinni.
Tónlist Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira