Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Atli Már Guðfinsson skrifar 2. september 2024 10:34 Frá KIA Íslandsmeistaramótinu sem var haldið 27. - 28. apríl 2024 Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í víðtækri spurningakönnun, Börn og netmiðlar, sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölmiðlanefnd meðal tæplega 6000 grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Tölvuleikir eru félagsleg athöfn Nær sex af hverjum tíu þátttakendum á unglingastigi og í framhaldsskóla líta á spilun tölvuleikja sem félagslegt atferli. Hlutfallið er lægst meðal nemenda í 4.-7 bekk þar sem um fjórir af tíu eru sammála fullyrðingunni (42%). Mikill meirihluti 9-18 ára þátttakenda telja tölvuleiki bæta enskukunnáttu þeirra en rúmlega sex af hverjum tíu taka undir þá fullyrðingu. Þá telur tæpur helmingur nemenda á unglingastigi og í framhaldsskóla að tölvuleikir séu góð leið til að upplifa sögur. Þriðjungur nemenda í 4.-7. bekk segist sammála því að þeir læri mikið af því að spila tölvuleiki. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal nemenda í 8.-10. bekk (45%) og í framhaldsskóla (37%). Minecraft vinsælastur Þegar spurt var um hvaða tölvuleiki krakkarnir spiluðu mest reyndist Roblox vinsælastur hjá stelpum í 4.- 7. bekk en Minecraft hjá strákunum. Mincraft, Among Us, Fortnite og FIFA komu næstir hjá stelpunum en Fortnite, FIFA, Rocket League og Roblox hjá strákum. Þegar komið er upp á unglingastig breytist staðan aðeins. Minecraft heldur fyrsta sætinu hjá strákum í 8.-10. bekk og kemst einnig á toppinn hjá stelpunum. Call of Duty, FIFA, Grand Theft Auto og Rocket Leauge fylla næstu fjögur sæti á lista strákanna en hjá stelpunum eru það: The Sims, Grand Theft Auto, Call of Duty og Among Us. Skýrsluna má finna í heild á vef Fjölmiðlanefndar. Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti
Þetta er meðal þess sem kemur fram í víðtækri spurningakönnun, Börn og netmiðlar, sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölmiðlanefnd meðal tæplega 6000 grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Tölvuleikir eru félagsleg athöfn Nær sex af hverjum tíu þátttakendum á unglingastigi og í framhaldsskóla líta á spilun tölvuleikja sem félagslegt atferli. Hlutfallið er lægst meðal nemenda í 4.-7 bekk þar sem um fjórir af tíu eru sammála fullyrðingunni (42%). Mikill meirihluti 9-18 ára þátttakenda telja tölvuleiki bæta enskukunnáttu þeirra en rúmlega sex af hverjum tíu taka undir þá fullyrðingu. Þá telur tæpur helmingur nemenda á unglingastigi og í framhaldsskóla að tölvuleikir séu góð leið til að upplifa sögur. Þriðjungur nemenda í 4.-7. bekk segist sammála því að þeir læri mikið af því að spila tölvuleiki. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal nemenda í 8.-10. bekk (45%) og í framhaldsskóla (37%). Minecraft vinsælastur Þegar spurt var um hvaða tölvuleiki krakkarnir spiluðu mest reyndist Roblox vinsælastur hjá stelpum í 4.- 7. bekk en Minecraft hjá strákunum. Mincraft, Among Us, Fortnite og FIFA komu næstir hjá stelpunum en Fortnite, FIFA, Rocket League og Roblox hjá strákum. Þegar komið er upp á unglingastig breytist staðan aðeins. Minecraft heldur fyrsta sætinu hjá strákum í 8.-10. bekk og kemst einnig á toppinn hjá stelpunum. Call of Duty, FIFA, Grand Theft Auto og Rocket Leauge fylla næstu fjögur sæti á lista strákanna en hjá stelpunum eru það: The Sims, Grand Theft Auto, Call of Duty og Among Us. Skýrsluna má finna í heild á vef Fjölmiðlanefndar.
Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti