Fólk á öllum aldri keppir í Fortnite Atli Már Guðfinsson skrifar 28. ágúst 2024 16:24 Atli Már Guðfinnsson, Rósa Björk og Stefán Atli Rúnarsson ræddu Fortnite og rafíþróttir almennt á Bylgjunni í morgun Skjáskot/Bylgjan Vísir Heildarupphæð verðlaunafjár í ELKO-Deildinni í Fortnite nemur 600.000 krónum en upphæðin barst í tal í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar semRósa Björk Einarsdóttir, sem mun lýsa keppninni í beinni, benti á að þar verði vissulega hægt að næla sér í drjúgan verðlaunapening. Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, Rósa Björk og Stefán Atli Rúnarsson ræddu Fortnite og rafíþróttir almennt í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau tvö síðarnefndu verða á næstu vikum og mánuðum með beinar lýsingar frá ELKO-Deildinni í Fortnite í Sjónvarpi Símans. Þáttastjórnendur stöldruðu við heildarupphæð verðlaunfjárins, 600.000 krónur sem Rósa Björk sundurliðaði aðspurð. „Fyrsta sætið fær 125.000, svo annað sætið 50.000 og þriðja sætið 15.000 og það er fullt hægt að næla sér í verðlaunapening þarna.“ Atli Már benti í framhaldinu á að með því að með því að lenda í 1. sæti í haust og vor og á tveimur LAN-mótum geti sá einstaklingur unnið samanlagt 370.000 krónur. Leikur og keppni Keppni hefst í ELKO-Deildina í Fortnite föstudaginn 9. september. Um einstaklingskeppni er að ræða og nú þegar hafa 73 skráð sig til leiks en 100 geta tekið þátt þannig að enn er tími til að skrá sig. „Þetta er bara keppni í Fortnite. Það er hægt að keppa í rafíþróttum og svo er bara hægt að spila að gamni. Og þetta er bara keppni eins og allar aðrar keppnir,“ sagði Rósa Björk. „Fólk keppir heima hjá sér og svo í lokin er LAN-mót,“ hélt Rósa áfram og bætti við til skýringar að LAN þýddi í raun að þá væru allir keppendur undir sama þaki. Beinar útsendingar Sjónvarps Símans frá ELKO-Deildinni í Fortnite hefjast einnig 9. september en verða síðan tíu mánudagskvöld fyrir áramót og önnur tíu eftir að deildin byrjar aftur 13. janúar. Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, Rósa Björk og Stefán Atli Rúnarsson ræddu Fortnite og rafíþróttir almennt í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau tvö síðarnefndu verða á næstu vikum og mánuðum með beinar lýsingar frá ELKO-Deildinni í Fortnite í Sjónvarpi Símans. Þáttastjórnendur stöldruðu við heildarupphæð verðlaunfjárins, 600.000 krónur sem Rósa Björk sundurliðaði aðspurð. „Fyrsta sætið fær 125.000, svo annað sætið 50.000 og þriðja sætið 15.000 og það er fullt hægt að næla sér í verðlaunapening þarna.“ Atli Már benti í framhaldinu á að með því að með því að lenda í 1. sæti í haust og vor og á tveimur LAN-mótum geti sá einstaklingur unnið samanlagt 370.000 krónur. Leikur og keppni Keppni hefst í ELKO-Deildina í Fortnite föstudaginn 9. september. Um einstaklingskeppni er að ræða og nú þegar hafa 73 skráð sig til leiks en 100 geta tekið þátt þannig að enn er tími til að skrá sig. „Þetta er bara keppni í Fortnite. Það er hægt að keppa í rafíþróttum og svo er bara hægt að spila að gamni. Og þetta er bara keppni eins og allar aðrar keppnir,“ sagði Rósa Björk. „Fólk keppir heima hjá sér og svo í lokin er LAN-mót,“ hélt Rósa áfram og bætti við til skýringar að LAN þýddi í raun að þá væru allir keppendur undir sama þaki. Beinar útsendingar Sjónvarps Símans frá ELKO-Deildinni í Fortnite hefjast einnig 9. september en verða síðan tíu mánudagskvöld fyrir áramót og önnur tíu eftir að deildin byrjar aftur 13. janúar.
Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira