Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 11:50 Frá tónleikum á litla sviðinu í anddyrinu á Norðanpaunki 2019. Sviðsdýfur og mannhafssiglingar hafa löngum tengst harðkjarnapönkinu sterkum böndum. norðanpaunk Ættarmót pönkara, Norðanpaunk, heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina, að vanda í félagsheimilinu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Mótið sem er haldið af „Félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist“ skapar rými fyrir undarlega og erfiða tónlist og aðdáendur hennar um verslunarmannahelgina. Alls kyns númer úr íslensku jaðar- og pönksenunni koma fram, Gróa, Börn, Retrön, Drýsildjöfull, Deathmetal Supersquad, Marghöfða dýrið, Barnaveiki og þar fram eftir götunum. Einnig koma fram nokkrar erlendar sveitir, TÆL frá Noregi, Laxity frá Póllandi, Mass frá Bretlandi og Firtan og Unru frá Þýskalandi. 45 sveitir á þremur dögum, deilt á milli tveggja sviða. Stíf dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Norðanpaunk (@nordanpaunk) Í tilfellum tölvuleikjarokksveitarinnar Retrön og pönkbandsins Deathmetal Supersquad er um endurkomur að ræða, en sveitirnar voru upp á sitt virkasta fyrir um 15 árum síðan. Eins og á öðrum ættarmótum eru engir miðar seldir við hurð og ekkert áfengi selt, segir í tilkynningu frá Norðanpaunki. Börn og sjálfstæðismenn séu velkomin í fylgd með forráðamönnum og með heyrnarhlífar. Skráningu fyrir ættarmótið og allar aðrar upplýsingar megi finna á heimasíðu Norðanpaunks. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Mótið sem er haldið af „Félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist“ skapar rými fyrir undarlega og erfiða tónlist og aðdáendur hennar um verslunarmannahelgina. Alls kyns númer úr íslensku jaðar- og pönksenunni koma fram, Gróa, Börn, Retrön, Drýsildjöfull, Deathmetal Supersquad, Marghöfða dýrið, Barnaveiki og þar fram eftir götunum. Einnig koma fram nokkrar erlendar sveitir, TÆL frá Noregi, Laxity frá Póllandi, Mass frá Bretlandi og Firtan og Unru frá Þýskalandi. 45 sveitir á þremur dögum, deilt á milli tveggja sviða. Stíf dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Norðanpaunk (@nordanpaunk) Í tilfellum tölvuleikjarokksveitarinnar Retrön og pönkbandsins Deathmetal Supersquad er um endurkomur að ræða, en sveitirnar voru upp á sitt virkasta fyrir um 15 árum síðan. Eins og á öðrum ættarmótum eru engir miðar seldir við hurð og ekkert áfengi selt, segir í tilkynningu frá Norðanpaunki. Börn og sjálfstæðismenn séu velkomin í fylgd með forráðamönnum og með heyrnarhlífar. Skráningu fyrir ættarmótið og allar aðrar upplýsingar megi finna á heimasíðu Norðanpaunks.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira