Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2024 15:40 Einar Örn og Curver eru komnir aftur í Ghostigital-gírinn. Ghostigital var að senda frá sér lagið Laus skrúfa. Það er fyrsta lag sveitarinnar síðan lagið Ekki mín ríkisstjórn kom út árið 2015. Sveitin er eins og kunnugt er samstarfsverkefni Curvers Thoroddsen og Einars Arnar Benediktssonar (Sykurmola). Von er á plötu sem hefur verið að hægeldast síðasta áratuginn. „Erum að vinna í sirka tólf lögum sem enda kannski í níu eða tíu á plötunni,“ segir Curver í samtali við Vísi. „Við erum að pæla í titlunum Masters of Fine Art, Drawing Fun eða Post-Digital. Allt eitthvað mjög listaháskólatengt hjá okkur.“ Þeir kumpánar hafa nefnilega ekki setið auðum höndum á tímabilinu. Báðir settust á listaskólabekk til að næla sér í gráður, þó hvor í sínu lagi. „Það væri samt gaman að vera saman í bekk einhvern tímann,“ segir Curver. „Þá værum við alltaf saman í skammarkróknum.“ Samhliða hafa þeir verið uppteknir við eigin listsköpun, Einar Örn með teikningar og alls konar myndverk og Curver í gjörningum og vídeólist. Í laginu nýja má finna aðeins einfaldari og beinskeyttari hljóm en áður að sögn Curvers. „Bara ein skýr rödd með einfaldri sögu en ekki kakófónía af tveimur eða þremur röddum í einu eins og á eldri plötunum okkar.“ Óvænt stemning kringum remix-útgáfu President Bongo úr GusGus á laginu „Hvar eru peningarnir mínir?“ undanfarna mánuði spiluðu líka inn í samkvæmt sveitinni. Ghostigital-gumpum langaði að svara því og taka undir, minna á eigin hljóðheim fyrst þeir væru að vinna í plötunni. „Við hlustuðum líka mikið á tónlist frá PC Music útgáfunni þegar við byrjuðum að leggja grunninn að þessari plötu fyrir skrilljón árum síðan.“ Það hafi þannig kannski líka skilað sér í poppaðri hljóðheimi. Fyrstu tónleikar sveitarinnar í sex ár voru á Norðanpaunki í fyrra og eru þeir þakklátir Ægi Sindra og öðrum skipuleggjendum hátíðarinnar fyrir að fá þá til að spila. „Já, það var kannski það sem kick-startaði okkur í gang. Við fundum strax að okkur fannst gaman að spila saman heiðarlegt og kraftmikið sett. Svona „venjulega“ Ghostigital tónleika, ef það er til, í stað listrænni performansa og allra þessara listaháskólapælinga okkar. Norðanpaunk minnti okkur á kjarnann okkar og hvað okkur finnst gaman að spila með allt í botni,“ segir Curver. Svo það eru sannarlega tónleikar á döfinni, núna næst á Hamraborg Festival í Kópavogi í lok ágúst. Þeim þykir þó leitt að komast ekki á Norðanpaunk núna um helgina vegna anna, en þetta ættarmót pönkara heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sveitin er eins og kunnugt er samstarfsverkefni Curvers Thoroddsen og Einars Arnar Benediktssonar (Sykurmola). Von er á plötu sem hefur verið að hægeldast síðasta áratuginn. „Erum að vinna í sirka tólf lögum sem enda kannski í níu eða tíu á plötunni,“ segir Curver í samtali við Vísi. „Við erum að pæla í titlunum Masters of Fine Art, Drawing Fun eða Post-Digital. Allt eitthvað mjög listaháskólatengt hjá okkur.“ Þeir kumpánar hafa nefnilega ekki setið auðum höndum á tímabilinu. Báðir settust á listaskólabekk til að næla sér í gráður, þó hvor í sínu lagi. „Það væri samt gaman að vera saman í bekk einhvern tímann,“ segir Curver. „Þá værum við alltaf saman í skammarkróknum.“ Samhliða hafa þeir verið uppteknir við eigin listsköpun, Einar Örn með teikningar og alls konar myndverk og Curver í gjörningum og vídeólist. Í laginu nýja má finna aðeins einfaldari og beinskeyttari hljóm en áður að sögn Curvers. „Bara ein skýr rödd með einfaldri sögu en ekki kakófónía af tveimur eða þremur röddum í einu eins og á eldri plötunum okkar.“ Óvænt stemning kringum remix-útgáfu President Bongo úr GusGus á laginu „Hvar eru peningarnir mínir?“ undanfarna mánuði spiluðu líka inn í samkvæmt sveitinni. Ghostigital-gumpum langaði að svara því og taka undir, minna á eigin hljóðheim fyrst þeir væru að vinna í plötunni. „Við hlustuðum líka mikið á tónlist frá PC Music útgáfunni þegar við byrjuðum að leggja grunninn að þessari plötu fyrir skrilljón árum síðan.“ Það hafi þannig kannski líka skilað sér í poppaðri hljóðheimi. Fyrstu tónleikar sveitarinnar í sex ár voru á Norðanpaunki í fyrra og eru þeir þakklátir Ægi Sindra og öðrum skipuleggjendum hátíðarinnar fyrir að fá þá til að spila. „Já, það var kannski það sem kick-startaði okkur í gang. Við fundum strax að okkur fannst gaman að spila saman heiðarlegt og kraftmikið sett. Svona „venjulega“ Ghostigital tónleika, ef það er til, í stað listrænni performansa og allra þessara listaháskólapælinga okkar. Norðanpaunk minnti okkur á kjarnann okkar og hvað okkur finnst gaman að spila með allt í botni,“ segir Curver. Svo það eru sannarlega tónleikar á döfinni, núna næst á Hamraborg Festival í Kópavogi í lok ágúst. Þeim þykir þó leitt að komast ekki á Norðanpaunk núna um helgina vegna anna, en þetta ættarmót pönkara heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira