„Hann segist alltaf dýrka að vera héraa, það er alla vega það sem maður heyrir,“ segir Dagný Sif Jónsdóttir einn eigenda Þrastalundar í samtali við fréttastofu.
Hún segir Ramsey og veiðifélaga hans nýta aðstöðuna í Þrastalundi til að fá sér í gogginn og skipta yfir í veiðigallann áður en haldið er út að á. Það hafi þeir gert síðustu tvö ár líka.
„Það er auðvitað alltaf smá stress en alltaf jafn skemmtilegt að fá þá í heimsókn. Þeir eru svo ótrúlega yndislegir og almennilegir. Maður er einhvern veginn alltaf í skýjunum þegar þeir eru búnir að vera hérna,“ segir Dagný.
Hér að neðan má sjá myndir úr heimsóknum Ramsay í Þrastarlund í fyrra og hittiðfyrra.