„Næst á svið er Mammaðín!“ Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2024 07:00 Mammaðín er skipuð af þeim Elínu Hall og Kötlu Njálsdóttur. Gúa Margrét/Bjarki Björnsson Tvíeykið Mammaðín, sem samanstendur af fyrrum óvinkonunum Elínu Hall og Kötlu Njálsdóttur, gaf í gær út sitt fyrsta lag, Frekjukast. Flugbeitt kaldhæðni og pönk í poppuðum búningi er þeirra tilraun til að vera mótspyrna við hættulegri þróun í heiminum. Nafnið á hljómsveitinni gæti fengið fólk til að klóra sér í hausnum en þær Elín og Katla segja að ástæðan fyrir nafninu sé í raun tvíþætt. „Númer eitt þá er þetta ógeðslega fyndið. Ef einhver er að fara að kynna okkur á svið og segja: Næst á svið er Mammaðín! Það er vissulega barnalegur en ótrúlega góður brandari,“ segir Katla. „Við erum ekki þroskaðri en það. Okkur finnst þetta mjög fyndið, að það sé hægt að segja: Mammaðín tekur frekjukast á Druslugöngunni,“ segir Elín en þær munu einmitt flytja lagið þar. Katla segir að hin ástæðan sé sú að þetta er frægur brandari sem hefur þó sína galla. „Hann er frekar sexist, hann er bara ótrúlega skrýtinn og hefur aldrei meikað sens. Því ef ég er að eiga í einhverjum erjum þá er rosalega skrýtið að ég sé að eiga það við mömmu viðkomandi og í rauninni ósanngjarnt, þetta er konan sem kom honum inn í þennan heim.“ Nafnið á laginu er það eins konar ádeila á þetta orð sem fjölmargar stelpur kannast við að vera kallaðar, frekjur. „Ég veit ekki hvað ég fékk oft að heyra það að ég væri frek eða stjórnsöm eða hávær,“ segir Katla. Gúa Margrét/Bjarki Björnsson „Ég var það alveg örugglega, ég átti það hundrað prósent skilið einhvern tímann. En ekki alltaf. Ef ég er í hópverkefni með þremur strákum og ég er að segja þeim að gera verkefnið, þá er ég ekki að vera stjórnsöm, þá er ég bara eina stelpan í hópnum.“ Þá séu öll skiptin sem bekkjarbræður hennar í grunnskóla ranghvolfdu augunum yfir henni í hjarta hennar. „Þau hjálpuðu mér við gerð þessa lags.“ Kjarnasamruni með því að setja þær saman Elín og Katla kynntust við gerð kvikmyndarinnar Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson, eða öllu heldur í inntökuferlinu. „Við vorum óvinir fyrir það,“ segir Elín og Katla grípur í sama streng. „Ég náttúrulega var hrædd við hana, í alvörunni. Ég var mjög stressuð þegar við hittumst í fyrsta skipti, þegar við fórum í prufu saman.“ Þær segjast hafa tengst nánum böndum í prufunni, sérstaklega þar sem hún gekk ekki alveg nógu vel. „Við vorum prufaðar saman og eftir þessa prufu vorum við eiginlega alveg vissar um að við myndum ekki fá hlutverkið.“ Í hálft ár heyrðu þær ekkert og þær skildu það enda fannst þeim prufan ekki frábær. „Það má alveg segja það, hún var ekki góð. Ég stóð mig persónulega ekki vel,“ segir Katla. Ásamt Kötlu og Elínu má hér sjá meðleikara þeirra í kvikmyndinni Ljósbrot, Gunnar Hrafn, Mikeael Kaaber, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Með þeim er leikstjóri kvikmyndarinnar, Rúnar Rúnarsson.Getty/Stephane Cardinale En þær gerðu þó greinilega eitthvað rétt í prufunni þar sem þær fengu bæði hlutverk í kvikmyndinni. „Rúnar leikstjóri gerði sér held ég ekki grein fyrir kjarnasamrunanum sem var í vændum, hann var í rauninni að gera efnavopn með því að setja okkur tvær saman. Því við eigum mjög vel saman,“ segir Katla. Elín segir þær hafa verið stórhættulegar í ferlinu, eins og olía og eldur. „Aumingja strákarnir, þeir þurftu að umbera okkur og upplifa okkar frekjuköst,“ segir hún og útskýrir að þær hafi báðar verið háværar. „Ég held að við höfum líka þurft að létta aðeins andrúmsloftið út af myndinni sem við vorum að leika í því hún er þung.“ Katla og Elín fóru úr því að hlæja og yfir í að gráta þegar kveikt var á myndavélunum.Skjáskot Þær hafi líka áttað sig á því að þær eru mjög líkar. „Við erum stundum eins og sama manneskjan. Við urðum mjög góðar vinkonur í tökunum og byrjuðum svo með þetta grín, því þá var þetta bara grín, að stofna hljómsveit.“ Var ekki viss hvort henni væri alvara Elín útskýrir að Katla hafi fengið þessa hugmynd, að stofna hljómsveit. Gera rokk, pönk, popp eða bara eitthvað. Elín tók vinkonu sinni þó ekki mjög alvarlega í fyrstu þar sem vinkona hennar lætur sér detta margt annað í hug. „Katla fær náttúrulega sex hugmyndir á sekúndu og ofsækir mig á internetinu, sendir mér dag og nætur.“ En þegar Kötlu tókst að sannfæra Jóhannes Patreksson, sem er betur þekktur sem tónlistarmaðurinn JóiPé, um að taka þátt í þessu með þeim sá Elín að henni var kannski smá alvara, þó ekki alveg. „Í fullri hreinskilni þá hélt ég að fyrsta sessionið okkar væri bara við að leggja Jóa í einelti, fokka í honum en svo byrjar hann bara að gera takta og við byrjum að gera texta.“ Frekjukastið var ekki lengi að verða til. Það tók þó smá tíma að klára það alveg.Gúa Margrét/Bjarki Björnsson Hjólin hafi farið að rúlla og þá var ekki hægt að stansa. „Um leið og við vorum búin að gera texta og smá laglínu þá urðum við svo æstar. Þetta lag var eiginlega tilbúið í einu eða tveimur sessionum,“ útskýrir Katla. Lagið sjálft fæddist tiltölulega hratt en það tók þá lengri tíma að klára það alveg. Fyrstu upptökurnar voru gerðar í desember síðastliðnum. Það var svo þegar Elín var beðin um að spila á Druslugöngunni sem henni datt í hug að það væri góður hvati til að klára að gefa út lagið. „Þær urðu mjög spenntar fyrir því að Mammaðín kæmi fram með Frekjukast og þá þurftum við að spýta í lófana.“ Alvarlegt grín Þrátt fyrir að hugmyndin hafi byrjað með gríni og lagið sjálft gert með það í huga líka þá er það langt frá því að vera innantómt. „Eins mikið grín og er til þá þarf alltaf að vera jarðtengingin og alvarleikinn. Ég held við séum báðar þannig listamenn að við getum skrípað okkur í gang en við þurfum alltaf að hafa eitthvað haldreipi. Við þurfum alltaf að vera að segja eitthvað,“ útskýrir Elín og Katla tekur við. „Við erum náttúrulega að fokkast og viljum gera eitthvað sem er gott og skemmtilegt. En það þarf líka að þýða eitthvað fyrir okkur og okkur langar líka að segja eitthvað með þessu. Það er bara bláköld staðreynd að kvenfyrirlitning er að færast í aukana núna, sem er stórfurðulegt. Það er svo geðveikt skrýtið hvernig hlutir eru að færast afturábak og ekki bara hjá konum. Fordómar eru bara að færast í aukana.“ Tvíeykið furðar sig á því að fordómar séu að færast í aukana.Ágúst Wigum Þær segjast finna fyrir því að þróunin sé á þennan veg hér á landi. Hún sé ekki jafn hröð og í Bandaríkjunum og annars staðar en þó til staðar. „Ég vil meina að við séum byrjuð að sjá það nú þegar. Það eru áhrifavaldar á Íslandi, jafnaldrar okkar, að tala út um afturendann á sér,“ segir Elín. „Það er kannski ekki meint neitt illa, þeir vita alveg sínar eigin skoðanir og maður vill ekki trúa því upp á fólk að standa með einhverri afturábak hugmyndafræði. En það er ekki gert nógu ljóst hvort að um kaldhæðni sé að ræða eða ekki og það er stórhættulegt, sérstaklega fyrir unga krakka. Að heyra þetta og vita ekki hvað er að baki eða skilja ekki tón af kaldhæðni.“ Elín segir að dæmi séu um að íslenskir áhrifavaldar tali með afturendanum.Alex Snær Þær vilji leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun. „Okkur langar að gefa okkar tíu krónur í málið og reyna að vera smá mótspyrna við þessu.“ Skortur á konum ekki alfarið viðburðahöldurum að kenna Þær furða sig á því að fleiri konur séu ekki áberandi í þessari popp-hlið tónlistarinnar. Til að mynda sjáist það enn á mörgum dagskrám tónlistarviðburða hér á landi. Katla nefnir sem dæmi Húkkaraballið sem fer fram í Vestmannaeyjum næstkomandi fimmtudag en engin kona mun spila þar. Þær telja þó ekki að sökin sé alfarið á viðburðahöldurum. „Ég held það sé bara erfiðara fyrir stelpur að byggja upp hype. Við þurfum að gera meira til þess að fá blint hype frá öllum kynum,“ segir Elín. „Það er mjög skrýtið og leiðinlegt því við erum með mjög margar góðar íslenskar tónlistarkonur. Ég held líka að þess vegna séum við að leita í poppið,“ segir Katla. Hún skilur líka sjónarmið þeirra sem halda tónleikana. „Viðburðarhaldararnir þurfa að selja miða og það er bara líklegra að þeir selji miða þegar geggjuðu gaurarnir okkar eru að gigga.“ Katla segist skilja viðburðahaldara, miðasalan gangi betur þegar gaurarnir gigga.Alex Snær „Við höfum líka rætt það að ef við værum að gera sömu markaðsherferðir og sumir tónlistarstrákar, þá myndi það ekki ganga eins vel því það væri bara „asnalegt“ af því við erum stelpur. Þeir eru með poppaðri og peppaðri lög, þá þurfum við bara að gera það líka.“ Það sé líka ástæðan fyrir því að þær leita í grínið. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur því við viljum vera á sama plani. Við erum ekki þarna til að vera brjálaðar, reiðar og fúlar. Vopnið er kaldhæðnin. Þetta er flugbeitt kaldhæðni, það er pönkið í þessu. Þetta er svolítið popp-pönk.“ Draumurinn að hafa áhrif Þær segja að Mammaðín sé þeirra tilraun til að leysa vandamálið „Þetta er allavega okkar tillaga, að búa til einhverja satíru. Að nálgast þetta með sömu poppformúlunni og húmor. Þetta er tilraun frá mæðraveldinu,“ segir Elín og Katla bætir við að draumurinn sé að hafa áhrif. „Þannig að fólk getur valið hvort það vilji hlægja með okkur að ástandinu eða hvort við náum að blása upp einhverri þrá fyrir breytingu.“ Mammaðín vill hafa áhrif.Gúa Margrét/Bjarki Björnsson Breytingin gæti til dæmis verið að fá fleiri stelpur til að taka pláss á sviðinu og gera tónlist sem þessa. „Ef þér finnst þú hafa eitthvað að segja þá á ekkert að stoppa þig og við munum standa með þér,“ segir tvíeykið. „Það er held ég líka smá ástæðan fyrir því að við erum að kalla okkur Mammaðín því okkur langar líka að vera fyrirmyndir fyrir stelpur eins og þær sem við vorum fyrir tíu eða fimm árum síðan. Sýna að það er hægt að gera þetta og hafa gaman. Ekki taka sér alltof alvarlega en samt segja eitthvað sem skiptir máli.“ Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nafnið á hljómsveitinni gæti fengið fólk til að klóra sér í hausnum en þær Elín og Katla segja að ástæðan fyrir nafninu sé í raun tvíþætt. „Númer eitt þá er þetta ógeðslega fyndið. Ef einhver er að fara að kynna okkur á svið og segja: Næst á svið er Mammaðín! Það er vissulega barnalegur en ótrúlega góður brandari,“ segir Katla. „Við erum ekki þroskaðri en það. Okkur finnst þetta mjög fyndið, að það sé hægt að segja: Mammaðín tekur frekjukast á Druslugöngunni,“ segir Elín en þær munu einmitt flytja lagið þar. Katla segir að hin ástæðan sé sú að þetta er frægur brandari sem hefur þó sína galla. „Hann er frekar sexist, hann er bara ótrúlega skrýtinn og hefur aldrei meikað sens. Því ef ég er að eiga í einhverjum erjum þá er rosalega skrýtið að ég sé að eiga það við mömmu viðkomandi og í rauninni ósanngjarnt, þetta er konan sem kom honum inn í þennan heim.“ Nafnið á laginu er það eins konar ádeila á þetta orð sem fjölmargar stelpur kannast við að vera kallaðar, frekjur. „Ég veit ekki hvað ég fékk oft að heyra það að ég væri frek eða stjórnsöm eða hávær,“ segir Katla. Gúa Margrét/Bjarki Björnsson „Ég var það alveg örugglega, ég átti það hundrað prósent skilið einhvern tímann. En ekki alltaf. Ef ég er í hópverkefni með þremur strákum og ég er að segja þeim að gera verkefnið, þá er ég ekki að vera stjórnsöm, þá er ég bara eina stelpan í hópnum.“ Þá séu öll skiptin sem bekkjarbræður hennar í grunnskóla ranghvolfdu augunum yfir henni í hjarta hennar. „Þau hjálpuðu mér við gerð þessa lags.“ Kjarnasamruni með því að setja þær saman Elín og Katla kynntust við gerð kvikmyndarinnar Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson, eða öllu heldur í inntökuferlinu. „Við vorum óvinir fyrir það,“ segir Elín og Katla grípur í sama streng. „Ég náttúrulega var hrædd við hana, í alvörunni. Ég var mjög stressuð þegar við hittumst í fyrsta skipti, þegar við fórum í prufu saman.“ Þær segjast hafa tengst nánum böndum í prufunni, sérstaklega þar sem hún gekk ekki alveg nógu vel. „Við vorum prufaðar saman og eftir þessa prufu vorum við eiginlega alveg vissar um að við myndum ekki fá hlutverkið.“ Í hálft ár heyrðu þær ekkert og þær skildu það enda fannst þeim prufan ekki frábær. „Það má alveg segja það, hún var ekki góð. Ég stóð mig persónulega ekki vel,“ segir Katla. Ásamt Kötlu og Elínu má hér sjá meðleikara þeirra í kvikmyndinni Ljósbrot, Gunnar Hrafn, Mikeael Kaaber, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Með þeim er leikstjóri kvikmyndarinnar, Rúnar Rúnarsson.Getty/Stephane Cardinale En þær gerðu þó greinilega eitthvað rétt í prufunni þar sem þær fengu bæði hlutverk í kvikmyndinni. „Rúnar leikstjóri gerði sér held ég ekki grein fyrir kjarnasamrunanum sem var í vændum, hann var í rauninni að gera efnavopn með því að setja okkur tvær saman. Því við eigum mjög vel saman,“ segir Katla. Elín segir þær hafa verið stórhættulegar í ferlinu, eins og olía og eldur. „Aumingja strákarnir, þeir þurftu að umbera okkur og upplifa okkar frekjuköst,“ segir hún og útskýrir að þær hafi báðar verið háværar. „Ég held að við höfum líka þurft að létta aðeins andrúmsloftið út af myndinni sem við vorum að leika í því hún er þung.“ Katla og Elín fóru úr því að hlæja og yfir í að gráta þegar kveikt var á myndavélunum.Skjáskot Þær hafi líka áttað sig á því að þær eru mjög líkar. „Við erum stundum eins og sama manneskjan. Við urðum mjög góðar vinkonur í tökunum og byrjuðum svo með þetta grín, því þá var þetta bara grín, að stofna hljómsveit.“ Var ekki viss hvort henni væri alvara Elín útskýrir að Katla hafi fengið þessa hugmynd, að stofna hljómsveit. Gera rokk, pönk, popp eða bara eitthvað. Elín tók vinkonu sinni þó ekki mjög alvarlega í fyrstu þar sem vinkona hennar lætur sér detta margt annað í hug. „Katla fær náttúrulega sex hugmyndir á sekúndu og ofsækir mig á internetinu, sendir mér dag og nætur.“ En þegar Kötlu tókst að sannfæra Jóhannes Patreksson, sem er betur þekktur sem tónlistarmaðurinn JóiPé, um að taka þátt í þessu með þeim sá Elín að henni var kannski smá alvara, þó ekki alveg. „Í fullri hreinskilni þá hélt ég að fyrsta sessionið okkar væri bara við að leggja Jóa í einelti, fokka í honum en svo byrjar hann bara að gera takta og við byrjum að gera texta.“ Frekjukastið var ekki lengi að verða til. Það tók þó smá tíma að klára það alveg.Gúa Margrét/Bjarki Björnsson Hjólin hafi farið að rúlla og þá var ekki hægt að stansa. „Um leið og við vorum búin að gera texta og smá laglínu þá urðum við svo æstar. Þetta lag var eiginlega tilbúið í einu eða tveimur sessionum,“ útskýrir Katla. Lagið sjálft fæddist tiltölulega hratt en það tók þá lengri tíma að klára það alveg. Fyrstu upptökurnar voru gerðar í desember síðastliðnum. Það var svo þegar Elín var beðin um að spila á Druslugöngunni sem henni datt í hug að það væri góður hvati til að klára að gefa út lagið. „Þær urðu mjög spenntar fyrir því að Mammaðín kæmi fram með Frekjukast og þá þurftum við að spýta í lófana.“ Alvarlegt grín Þrátt fyrir að hugmyndin hafi byrjað með gríni og lagið sjálft gert með það í huga líka þá er það langt frá því að vera innantómt. „Eins mikið grín og er til þá þarf alltaf að vera jarðtengingin og alvarleikinn. Ég held við séum báðar þannig listamenn að við getum skrípað okkur í gang en við þurfum alltaf að hafa eitthvað haldreipi. Við þurfum alltaf að vera að segja eitthvað,“ útskýrir Elín og Katla tekur við. „Við erum náttúrulega að fokkast og viljum gera eitthvað sem er gott og skemmtilegt. En það þarf líka að þýða eitthvað fyrir okkur og okkur langar líka að segja eitthvað með þessu. Það er bara bláköld staðreynd að kvenfyrirlitning er að færast í aukana núna, sem er stórfurðulegt. Það er svo geðveikt skrýtið hvernig hlutir eru að færast afturábak og ekki bara hjá konum. Fordómar eru bara að færast í aukana.“ Tvíeykið furðar sig á því að fordómar séu að færast í aukana.Ágúst Wigum Þær segjast finna fyrir því að þróunin sé á þennan veg hér á landi. Hún sé ekki jafn hröð og í Bandaríkjunum og annars staðar en þó til staðar. „Ég vil meina að við séum byrjuð að sjá það nú þegar. Það eru áhrifavaldar á Íslandi, jafnaldrar okkar, að tala út um afturendann á sér,“ segir Elín. „Það er kannski ekki meint neitt illa, þeir vita alveg sínar eigin skoðanir og maður vill ekki trúa því upp á fólk að standa með einhverri afturábak hugmyndafræði. En það er ekki gert nógu ljóst hvort að um kaldhæðni sé að ræða eða ekki og það er stórhættulegt, sérstaklega fyrir unga krakka. Að heyra þetta og vita ekki hvað er að baki eða skilja ekki tón af kaldhæðni.“ Elín segir að dæmi séu um að íslenskir áhrifavaldar tali með afturendanum.Alex Snær Þær vilji leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun. „Okkur langar að gefa okkar tíu krónur í málið og reyna að vera smá mótspyrna við þessu.“ Skortur á konum ekki alfarið viðburðahöldurum að kenna Þær furða sig á því að fleiri konur séu ekki áberandi í þessari popp-hlið tónlistarinnar. Til að mynda sjáist það enn á mörgum dagskrám tónlistarviðburða hér á landi. Katla nefnir sem dæmi Húkkaraballið sem fer fram í Vestmannaeyjum næstkomandi fimmtudag en engin kona mun spila þar. Þær telja þó ekki að sökin sé alfarið á viðburðahöldurum. „Ég held það sé bara erfiðara fyrir stelpur að byggja upp hype. Við þurfum að gera meira til þess að fá blint hype frá öllum kynum,“ segir Elín. „Það er mjög skrýtið og leiðinlegt því við erum með mjög margar góðar íslenskar tónlistarkonur. Ég held líka að þess vegna séum við að leita í poppið,“ segir Katla. Hún skilur líka sjónarmið þeirra sem halda tónleikana. „Viðburðarhaldararnir þurfa að selja miða og það er bara líklegra að þeir selji miða þegar geggjuðu gaurarnir okkar eru að gigga.“ Katla segist skilja viðburðahaldara, miðasalan gangi betur þegar gaurarnir gigga.Alex Snær „Við höfum líka rætt það að ef við værum að gera sömu markaðsherferðir og sumir tónlistarstrákar, þá myndi það ekki ganga eins vel því það væri bara „asnalegt“ af því við erum stelpur. Þeir eru með poppaðri og peppaðri lög, þá þurfum við bara að gera það líka.“ Það sé líka ástæðan fyrir því að þær leita í grínið. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur því við viljum vera á sama plani. Við erum ekki þarna til að vera brjálaðar, reiðar og fúlar. Vopnið er kaldhæðnin. Þetta er flugbeitt kaldhæðni, það er pönkið í þessu. Þetta er svolítið popp-pönk.“ Draumurinn að hafa áhrif Þær segja að Mammaðín sé þeirra tilraun til að leysa vandamálið „Þetta er allavega okkar tillaga, að búa til einhverja satíru. Að nálgast þetta með sömu poppformúlunni og húmor. Þetta er tilraun frá mæðraveldinu,“ segir Elín og Katla bætir við að draumurinn sé að hafa áhrif. „Þannig að fólk getur valið hvort það vilji hlægja með okkur að ástandinu eða hvort við náum að blása upp einhverri þrá fyrir breytingu.“ Mammaðín vill hafa áhrif.Gúa Margrét/Bjarki Björnsson Breytingin gæti til dæmis verið að fá fleiri stelpur til að taka pláss á sviðinu og gera tónlist sem þessa. „Ef þér finnst þú hafa eitthvað að segja þá á ekkert að stoppa þig og við munum standa með þér,“ segir tvíeykið. „Það er held ég líka smá ástæðan fyrir því að við erum að kalla okkur Mammaðín því okkur langar líka að vera fyrirmyndir fyrir stelpur eins og þær sem við vorum fyrir tíu eða fimm árum síðan. Sýna að það er hægt að gera þetta og hafa gaman. Ekki taka sér alltof alvarlega en samt segja eitthvað sem skiptir máli.“
Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira