Hass, rokk og hóstasaft Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 14:36 „Mankind is unkind, man.“ Weedeater leika alla sína helstu slagara á sunnudagskvöld. Scott Kinkade Leðjurokkssveitin Weedeater frá suðurríkjum Bandaríkjanna treður upp á Gauknum sunnudagskvöldið 28. júlí næstkomandi. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 1998 og er með þeim þekktari innan leðjurokksgeirans, en þetta er þó í fyrsta sinn sem hún spilar hérlendis. Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn. Mest lesið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Klippt út af myndinni Lífið Þakkaði fyrir sig á íslensku Bíó og sjónvarp Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Lífið samstarf Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Tíska og hönnun Var að horfa á konuna en ekki köttinn Lífið Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Aron Can með stóra tónleika erlendis Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar „Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Pétur Jökull er Pj Glaze Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Sjá meira
Nafn sveitarinnar er enskt heiti yfir sláttuorf en er líka temmilega augljós skírskotun til ákveðins yndiseiturs. Tónlistin er hávær, þung og grúví og sveitin alræmd fyrir tryllingslega framkomu á tónleikum. Forsprakkinn Dave „Dixie“ Collins frá Cape Fear í Norður-Karólínu var áður meðlimur goðsagnakenndu leðjurokksveitarinnar Buzzov•en sem lagði upp laupana stuttu eftir stofnun Weedeater. Í gegnum tíðina hefur hann stundað þá iðju að drekka hóstasaft í stúdíói og á tónleikum til þess að viðhalda sínum einkennandi raddblæ. Gurglið í Dixie ásamt þykkbjöguðum bassa og gítar eru meðal aðalsmerkja sveitarinnar. Leðjurokk (e. sludge) blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsrokki (e. doom metal) og á rætur sínar að miklu leyti að rekja til Louisiana ríkis og hljómsveita þaðan á borð við Eyehategod, Crowbar og Acid Bath. Melvins eru þó taldir guðfeður stefnunnar, og reyndar gruggrokks í þokkabót. Stefnan hefur blandast mikið við hasshausarokk (e. stoner rock) og dómsdagsrokk í seinni tíð, og skilin ekki alltaf mjög ljós, en hún er þó tvímælalaust sú harðasta og beittasta þeirra þriggja. Weedeater til halds og trausts verða íslensku sveitirnar Morpholith og Volcanova. Einhverjir miðar eru eftir í forsölu en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á sunnudaginn.
Mest lesið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Klippt út af myndinni Lífið Þakkaði fyrir sig á íslensku Bíó og sjónvarp Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Lífið samstarf Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Tíska og hönnun Var að horfa á konuna en ekki köttinn Lífið Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Aron Can með stóra tónleika erlendis Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar „Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Pétur Jökull er Pj Glaze Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Sjá meira