Bíó og sjónvarp

Stikla úr ungstjörnumyndinni sem sló í gegn í Cannes

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá rauða dreglinum í Cannes. Ágúst Wigum, Gunnar Kristjánsson, Elín Hall, Rúnar Rúnarsson, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber og Baldur Einarsson.
Frá rauða dreglinum í Cannes. Ágúst Wigum, Gunnar Kristjánsson, Elín Hall, Rúnar Rúnarsson, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber og Baldur Einarsson.

Kvikmyndin Ljósbrot sem skartar ungstjörnunum Elínu Hall, Kötlu Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldri Einarssyni, Gunnari Kristjánssyni og Ágústi Wigum, fer í almennar sýningar 28 ágúst.

Ljósbrot var opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda.

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Rúnar Rúnarsson skrifar handrit myndarinnar og leikstýrir en Heather Millard framleiðir.

Stiklu úr myndinni má sjá að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.