Birmingham spilar í League One, þriðju efstu deild Englands. Félagið er í minnihlutaeigu Tom Brady og var þjálfað af Wayne Rooney á síðasta tímabili.

Undir því eignarhaldi hefur félagið fjárfest í innviðum og eflt leikmannahópinn til að gera atlögu að Championship deildinni á næsta tímabili.
Willum var afar eftirsóttur eftir frábært tímabil í hollensku úrvalsdeildinni. Birmingham borgar fyrir hann fjórar milljónir evra og samkvæmt greiningu Fótbolta.Net á tölum Transfermarkt er hann dýrasti leikmaður í sögu League One.
Willum var kynntur til leiks rétt áðan með tveimur helgimyndböndum.
Another one, who’d have Thor’t it? ⚡️ pic.twitter.com/LzyLFiJHfn
— Birmingham City FC (@BCFC) July 19, 2024
Thor is a Blue. 💙 pic.twitter.com/L1R4I81gPZ
— Birmingham City FC (@BCFC) July 19, 2024