DreamHack Summer 2024 Atli Már Guðfinsson skrifar 15. júní 2024 08:00 Freja Borne Um helgina á eitt stærsta rafíþróttamót Evrópu, Dreamhack Summer sér stað. Mótið er haldið árlega Í Jönköping í Svíþjóð en búist er við 52.000 gestum yfir helgina. Emma Andersson Nordic Esports Federation bauð Rafíþróttasambandi Íslands á viðburðinn og eru stjórnarmenn RÍSÍ, Atli Már Guðfinnsson og Grímur Freyr Björnsson á viðburðinum. Atli og Grímur munu deila myndefni af mótinu yfir helgina á Instagram síðu RÍSÍ Grímur & AtliDreamHack Hápunktar Föstudagsins DreamHack og Elgiganten héldu cosplay keppni á aðalsviðinu síðdegis á DreamHack Summer. Keppninni var stýrt af Neah Rayne ásamt dómurunum Elvea, Mierose og Nimdra. Keppendur klæddu sig upp í búninga innblásna af tölvuleikjum og nörda menningu til að sýna ást sína á öllu tengdu tölvuleikjum og norrænni menningu fyrir fullum sal. Brutus Cosplay vann keppnina, Leetrex hlaut annað sætið og Tokah það þriðja. Brutus, sigurvegari.Emma Andersson Á DreamHack aðalsviðinu byrjaði hátíðin með trompi, á sviðinu komu fram Little Sis nora og Firelite. Little Sis NoraEmma Andersson FireliteFreja Borne Samkvæmt staðbundinni hefð skaut aðalstyrktaraðilinn Elgiganten af fyrsta fallbyssuskoti klukkan 13:37 (sem er vísun í "LEET", sem er netslangur fyrir "Elite") með gjöfum til áhorfenda. Keppni hófst í öllum rafíþróttaviðburðum DreamHack, með samtals $300,000 í verðlaunafé í ESL Challenger, EA SPORTS FC™ 24, og Street Fighter 6 yfir helgina. Gestir geta fengið að spila á hátíðinniEmma Andersson Rafíþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Emma Andersson Nordic Esports Federation bauð Rafíþróttasambandi Íslands á viðburðinn og eru stjórnarmenn RÍSÍ, Atli Már Guðfinnsson og Grímur Freyr Björnsson á viðburðinum. Atli og Grímur munu deila myndefni af mótinu yfir helgina á Instagram síðu RÍSÍ Grímur & AtliDreamHack Hápunktar Föstudagsins DreamHack og Elgiganten héldu cosplay keppni á aðalsviðinu síðdegis á DreamHack Summer. Keppninni var stýrt af Neah Rayne ásamt dómurunum Elvea, Mierose og Nimdra. Keppendur klæddu sig upp í búninga innblásna af tölvuleikjum og nörda menningu til að sýna ást sína á öllu tengdu tölvuleikjum og norrænni menningu fyrir fullum sal. Brutus Cosplay vann keppnina, Leetrex hlaut annað sætið og Tokah það þriðja. Brutus, sigurvegari.Emma Andersson Á DreamHack aðalsviðinu byrjaði hátíðin með trompi, á sviðinu komu fram Little Sis nora og Firelite. Little Sis NoraEmma Andersson FireliteFreja Borne Samkvæmt staðbundinni hefð skaut aðalstyrktaraðilinn Elgiganten af fyrsta fallbyssuskoti klukkan 13:37 (sem er vísun í "LEET", sem er netslangur fyrir "Elite") með gjöfum til áhorfenda. Keppni hófst í öllum rafíþróttaviðburðum DreamHack, með samtals $300,000 í verðlaunafé í ESL Challenger, EA SPORTS FC™ 24, og Street Fighter 6 yfir helgina. Gestir geta fengið að spila á hátíðinniEmma Andersson
Rafíþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira