Lofar svakalegri veislu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. júní 2024 09:29 Friðrik Dór heldur tvenna tónleika í Háskólabíói á sunnudagskvöld. Hulda Margrét „Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld. Friðrik Dór þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið einn ástsælasti söngvari landsins síðustu 15 ár og hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með slögurum sem telja í tugum. Hann ætlar að tjalda öllu til í kvöld og bjóða aðdáendum í veislu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef haldið nokkra tónleika í gegnum tíðina og mér finnst alveg „extra“ gaman að halda tónleika á sumrin. Það er svo mikil gleði í aðdáendum, allir í sumar-fíling, sólin á lofti allan sólarhringinn og allir til í að eiga gott kvöld,“ segir hann. „Ég verð með hljómsveit með mér og lofa miklu stuði. Ég er búinn að vera í svo miklu sumarstuði síðustu vikur, ég veit ekki afhverju - kannski er ég bara svona mikill sumarstrákur. Við verðum í geggjuðum gír. Það verður ekkert candyfloss né stórir snuddusleikjóar eins og á 17. júní, heldur fallegt kvöld í bland við gleði og stuð,“ segir Friðrik Dór. Í vikunni voru sagðar fréttir af því að heimsmet yrði slegið þegar lagið Til í allt III kæmi út, en lagið kom út í vikunni. Samkvæmt Friðriki Dór hefur aldrei verið gefið út lag í þremur hlutum í heiminum áður. En ætlar hann að taka öll þrjú lögin í þríleiknum fyrir aðdáendur á sunnudagskvöld? „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið þekktur fyrir að vera til í allt - við sjáum hvað setur,“ segir hann hlægjandi að lokum. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfáir miðar eru eftir á þá seinni. Nálgast má miða á þá hér. Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Friðrik Dór þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið einn ástsælasti söngvari landsins síðustu 15 ár og hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með slögurum sem telja í tugum. Hann ætlar að tjalda öllu til í kvöld og bjóða aðdáendum í veislu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef haldið nokkra tónleika í gegnum tíðina og mér finnst alveg „extra“ gaman að halda tónleika á sumrin. Það er svo mikil gleði í aðdáendum, allir í sumar-fíling, sólin á lofti allan sólarhringinn og allir til í að eiga gott kvöld,“ segir hann. „Ég verð með hljómsveit með mér og lofa miklu stuði. Ég er búinn að vera í svo miklu sumarstuði síðustu vikur, ég veit ekki afhverju - kannski er ég bara svona mikill sumarstrákur. Við verðum í geggjuðum gír. Það verður ekkert candyfloss né stórir snuddusleikjóar eins og á 17. júní, heldur fallegt kvöld í bland við gleði og stuð,“ segir Friðrik Dór. Í vikunni voru sagðar fréttir af því að heimsmet yrði slegið þegar lagið Til í allt III kæmi út, en lagið kom út í vikunni. Samkvæmt Friðriki Dór hefur aldrei verið gefið út lag í þremur hlutum í heiminum áður. En ætlar hann að taka öll þrjú lögin í þríleiknum fyrir aðdáendur á sunnudagskvöld? „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið þekktur fyrir að vera til í allt - við sjáum hvað setur,“ segir hann hlægjandi að lokum. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfáir miðar eru eftir á þá seinni. Nálgast má miða á þá hér.
Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira