Frikki fellir heimsmetið á miðnætti með Steinda jr. beran að ofan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júní 2024 17:30 Friðrik Dór hefur í nógu að snúast og gefur út nýtt lag á miðnætti. Hulda Margrét Friðrik Dór Jónsson segir að heimsmetið muni falla á miðnætti í kvöld þegar hann gefur út Til í allt part 3. Lagið verður þá lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið verða þeir Herra Hnetusmjör og Steindi Jr. Steindi fer einmitt úr að ofan í Tik-Tok myndbandi Frikka sem sjá má neðst í fréttinni. Frikki hefur einmitt áður upplýst þjóðina um að til standi að gera lagið samhliða því að hafa reynt að slá Íslandsmet í hundrað metra spretthlaupi. Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010 og var þá Friðrik einn með lagið. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá með í för. Tólf árum síðar kemur þriðji hlutinn út. „Við erum að fara upp í stúdíó, strákarnir eru mættir, við ætlum að klára loka fíniseringar á laginu, sigla þessu heim,“ segir Friðrik í myndbandinu hér að neðan. Þar má heyra hluta úr nýja laginu og sjá Steinda jr. beran að ofan, svo eitthvað sé nefnt. @fridrikdor Til í allt pt3 feat. Steindi Jr. og Herra Hnetusmjör droppar á miðnætti á morgun 🔥 ♬ original sound - Friðrik Dór Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Með Frikka í för í þetta skiptið verða þeir Herra Hnetusmjör og Steindi Jr. Steindi fer einmitt úr að ofan í Tik-Tok myndbandi Frikka sem sjá má neðst í fréttinni. Frikki hefur einmitt áður upplýst þjóðina um að til standi að gera lagið samhliða því að hafa reynt að slá Íslandsmet í hundrað metra spretthlaupi. Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010 og var þá Friðrik einn með lagið. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá með í för. Tólf árum síðar kemur þriðji hlutinn út. „Við erum að fara upp í stúdíó, strákarnir eru mættir, við ætlum að klára loka fíniseringar á laginu, sigla þessu heim,“ segir Friðrik í myndbandinu hér að neðan. Þar má heyra hluta úr nýja laginu og sjá Steinda jr. beran að ofan, svo eitthvað sé nefnt. @fridrikdor Til í allt pt3 feat. Steindi Jr. og Herra Hnetusmjör droppar á miðnætti á morgun 🔥 ♬ original sound - Friðrik Dór
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira